Krísa Framsóknar

Jæja, sterkur orðrómur er um að hann Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og formaður framsóknarflokks muni segja af sér embætti og formennsku og hverfa frá vettfangi stjórnmálanna. Já, það eru blendnar tilfinningar hjá mér. Mér hefur oft fundist hann leiðinlegur og litlaus.. en samt skemmtilega leiðinlegur og skemmtilega litlaus þannig ég veit ekki hvort ég sé ánægður eða ósáttur með þessa væntanlega ákvörðun hans. Sérstaklega finnst mér alltaf skemmtilegt þegar hann er að skjóta á samfylkinguna. einsog til dæmis þegar hann hló að henni Ingibjörgu í íslandi í dag og sagði að hún væri einsog rispuð plata því hún var alltaf með sömu ræðuna ár eftir ár um galla ríkisstjórnina. Og svo þegar hann var ósáttur með að Samfylkingin væri mikið í að gagnrýna en ekki vera með lausnina né stefnuna sjálf og "ráfandi stefnulaus um þingsalinn".En eitt er víst að drengurinn er búinn að vera alþingismaður svo gríðarlega lengi og hefur komið víða við og mér finnst leiðinlegt hans vegna hvernig hann er að hverfa frá vettvanginum. Hætta sem lúser...eftir öll þessi ár.Ég vona að þegar farið er yfir stjórnmálasöguna í framtíðinni að hann Halldór muni vera lýstur sem góðum stjórnmálamanni en ekki sem einhverjum lúser.

En ég held að fylgislega séð þá er það gott fyrir framsókn að skipta út honum Halldóri. Held að það muni lífga uppá flokkinn og laða að nýja kjósendur fyrir kostningarnar eftir ár. Mér finnst skrýtið að heyra að hann Guðni Ágústson er væntanlega líka að hætta sem landbráðherr og varaform. Held að hann væri bara góður sem Formaður. Hann er fyndinn, punktur. Húmor laðar að. =) Og mér einfaldlega brá þegar nefnt var að FINNUR INGÓLFSSON muni kannski taka við sprotanum af honum Halldóri...Hey, kommmonnn, þessi gaur er glataður. Ég hélt að hann fór í VÍS á sínum tíma því allir bara þoldu hann ekki. Svo er hann í S´-hópnum, og svo var hann að einkavæða ríkisdralsið til vina sinna á sportprís og græddi feita skyldinga sjálfur, þetta er bara spilltur maður með hræðilegt innræti. Ekki gott fyrir flokkinn ef Finnur tekur við. Hvað finnst ykkur um Finn Ingólfsson ?

Svo er talað um að hún Sif sé að taka við varaformanssprotanum. Mér finnst hún ekkert það spennandi pólítíkus. Sérstaklega þegar hún var að tala um bara nýlega um "vitundarvakningu"  um lélega aðstöðu hjá öldruðum. Kannski var það vitundarvakning hja HENNI, en við landsmenn erum fyrir löngu löngu orðin vakandi fyrir þessu vandamáli og smánarblett á þessu samfélagi hvernig farið er með aldraða. P.s. þá er hún frænka mín og ég var með henni á ættarmóti síðasta sumar. Og hún sko blandaði ekki geði við neinn. Eiga pólítíkusar ekki að vera góðar félagsverur og tala við kósendur.....eða er það bara einungis á fjögurra ára fresti sem þeir gera það ?

 

Ingi, AKA Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sonja

Mér finnst hann bara alveg rosalega líkur pabba mínum hann Finnur. Stjórnmálalega séð á ég enn eftir að fullmóta skoðun mína á honum.

Sonja , 5.6.2006 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband