Einn þreyttur á XF

Af hverju er það svo að Frjálslyndi flokkurinn nær alltaf að stjórna umræðunum fyrir kostningarnar. Þetta er splunkunýr flokkur þannig ég er að tala um alþingiskostningarnar árið 2003 og sveitastjórnarkostningarnar núna þetta árið.

Alþingiskostningarnar 2003: Frjálslyndi flokkurinn náði að stjórna umræðunum fyrir kostningarnar og töluðu um galla kvótakerfisins bak og fyrir. Það var nú valla rætt um annað í ljósvakarmiðlum hérlendis. Það stendur ekki til að breyta þessu kerfi þannig það er vonlaust af svona litlum flokki að breyta þessu kerfi. En þvílik og önnur eins umræða. Þessi flokkur náði að breiða út þessa umræðu meðal hinna flokkanna og fyrsta umræðuefnið í hverjum spjallþætti var um kvótakerfið þannig önnur raunhæfari og mikilvægari mál fengu að sitja á hakanum. Frjálslyndir náðu nokkrum inn á þing og má ég spurja. Hafiði eitthvað reynt að breyta þessu kvótakerfi þessi þrjú ár á þingi ??? nei bara að spurja.

Sveitastjórnarkostningarnar 2006: Ég er ekki að tala um Reykjanesbæ í þessu samhengi því frjálslyndi flokkurinn var bara djók þar í bæ. Ég er að tala um borgarstjórnarkostningarnar í Reykjavík. Þar byrjaði reyndar Framsókn með einni sprengju með auglýsingum um að flytja flugvöllinn út á Löngusker. En svo kom Frjálslyndi flokkurinn og vildi hafa flugvöllinn kjurrt. Og umræðan snerist næstum enungis um flugvöllin í hverjum einasta spjallþætti. En fluvöllurinn er ekki að fara neitt fyrren fyrsta lagi 2016. Gátuð þið ekki talað um eitthvað annað ??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband