Fumkvöðull

Ég vill byrja á því að þakka Margréti Pálu fyrir gríðarlega gott starf. Hún er mesti frumkvöðull okkar Íslendinga á 21.öldinni.

"

Hægri menn hafa tekið hug­mynd­um mín­um vel en vinstri menn, gaml­ir vin­ir mín­ir og sam­herj­ar, hafa aft­ur á móti tekið þeim eins og ég vilji am­er­íska einka­væðingu þar sem for­eldr­ar borga og fyr­ir­tæki græða. Ég er um þess­ar mund­ir að eiga mjög hrein­skipt­in sam­töl við vini mína þar sem ég segi þeim að það særi mig óend­an­lega sem sjálf­stæða fé­lags­hyggju­konu að fólk vilji ekki skoða inni­haldið í þess­um nýja sjálf­stæða rekstri held­ur horfi til Am­er­íku þar sem for­eldr­ar eru jafn­vel að borga all­an kostnað við mennt­un barna sinna.

Á sín­um tíma var Garðabær, und­ir stjórn Ásdís­ar Höllu Braga­dótt­ur sjálf­stæðis­konu, eini aðil­inn sem vildi vinna með mér á grunn­skóla­stigi. Báðum þótti okk­ur óskap­lega merki­legt þegar við sett­umst niður árið 2003, hún bæj­ar­stjóri í Garðabæ, íhalds­bæl­inu sjálfu, og ég, gamli komm­inn, og rædd­um þann mögu­leika að búa til sjálf­stætt starf­andi skóla þar sem ég hefði frelsi um það sem ég vildi gera og fengi sama fjár­fram­lag og aðrir skól­ar í bæn­um. Það voru sjálf­stæðis­menn sem vildu fara þessa leið, vinstri menn fóru í vörn. Í öll­um sveit­ar­fé­lög­um þar sem ég kom ná­lægt leik­skóla­rekstri hélt ég alltaf sömu ræðuna: Ég er til­bú­in að opna til­raun­skóla sem próf­ar sig áfram og ger­ir nýja hluti, bakkið mig bara upp. Hvað held­urðu að ég hafi oft fengið nei?“"

 

 

 

 

Það er mjög merkilegt að sjá að vinstra fólkið er ekki að hugsa um börnin í landinu. Þeir hafa tekið þann pól í hæðina að viðhalda kerfinu og berjast gegn jákvæðum breytingum.

hvells

 


mbl.is Skólakerfið er á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, Margrét Pála er rödd sem okkur ber að hlusta á og hvetja til að halda áfram sínu góða starfi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2014 kl. 20:22

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála því

Hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2014 kl. 20:25

3 identicon

Því miður er það nú svo að vinstri menn vilja einatt hugsa fyrir okkur og þá ekki endilega hvað er okkur fyrir bestu heldur hvað þau telja að sé okkur fyrir bestu. Íslenska þjóðin er of sjálfstæð fyrir þannig þankagang.

Gunnar (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 21:25

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt er það Gunnar

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2014 kl. 21:28

5 identicon

Hæpið í kringum þessa hjallastefnu er orðið meira en vandræðalegt.

Árangur nemeda sem hafa farið í gegnum hjallastefnumenntun er sá sama og í hefðbundna skólakerfinu, semsagt óásættanlegur.

Bjarni (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband