Sorgardagur

Þetta er mikill sorgardagur fyrir Svíþjóð. Það er með ólíkindum að Svíar skulu kjósa yfir sig vinstri stjórn. Þeir hafa greinilega ekki lært af okkur Íslendingum hvernig vinstri stjórnin hagaði sér í fimm ár eftir hrun.

Ég er ekki að sjá að hagvöxtur í Svíþjóð mun aukast með vinstri stjórn.

Þetta minnir á Hollande vinstri stjórn í Frakklandi sem hefur nánast rústað efnhagslífinu þar í landi.

 

hvells


mbl.is Vinstriflokkarnir með 44,8% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, mikið er það nú sorglegt að frændur okkar Svíar skulu ekki vera eins miklir kjánar og mörlandinn í bananalýðveldi sjalladúddanna.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 19:41

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hagkerfi Svíþjóðar mun fara á verri veg ef þeir leyfa vinstri stjórninni að taka völdin.

Alveg eins og er að gerast í Frakklandi.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2014 kl. 20:27

3 identicon

Óánægjan með einkavæðingarvitleysuna í skóla- og äldrevård-kerfunum færði krötunum sigur. Andstaðan við einkavæðingarvitleysuna þar er svipuð og andstaðan við kvótakerfið hér.

Jón (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 21:29

4 identicon

Þetta er ekki rétt Jón.

Raunar má segja að óánægjuframboð SD með yfir 13% fylgi hafi velt hægri samsteypustjórninni. Vinstriflokkarnir auka fylgið um 0,1% samkvæmt síðustu spá og varla er hægt að segja að það sé einhver meiriháttar kosningasigur vinstrimanna. Það að SD meira en tvöfaldar fylgi sitt mun seint skilgreinast sem einhver vinstri sigur og raunar hið gagnstæða.

Raunar er talið að flestallar breytingar sem fráfarandi stjórn kom á koma til með að standa.

Þetta er eina hægristjórn eftir heimstyrjöldina sem sat í 2 kjörtímabil. Núverandi vinstristjórn er í raun minnihlutastjórn verður ákaflega veik enda er fráfarandi hægri-miðstjórn og SD með meirihluta.

Gunnr (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 00:19

5 identicon

Sd er fín flokkur en í augum sjalla þá er allt "öfgahægri" sem er hægra meiginn við karl marx, og já sd er miðjuflokkur þó mun lengra til hægri en d listinn, í bandaríkjunum væri sjálfstæðisflokkurinn kallaður kommunistaflokkur og það réttlætanlega

Sjálfstæðisflokkurinn er á móti byssueign(spurði einu sinni pétur böndall og hann sagðist vera á móti byssumenningu), móti sjálfsvörn með vopnum þar að segja að nota banvænt afl gegn innbrotsþjófum, sjálfstæðisflokkurinn hefur gríð og erg hækkað bensínsskatta,áfengisskatta og eru að hækka gjöld á rafmagn , hvernig þú getur kallað þig hægri mann og samt kosið marxista segjir að þú ert marxisti 

Hef tekið eftir hvað sleggjan ræðst mikið á flokka sem eru til hægri, get lofað því að hann hefur ekki hátt álit á ukip tildæmis , eða paleoconsetives í bandaríkjnum eins og Tom Tancredo

Alexander Kristófer gústafsson (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 10:28

6 identicon

Vinstriblokkin náði nú ekki meirihluta og feministaflokkurinn náði blessunarlega ekki inn. En hægriblokkin fékk það sem hún átti skilið fyrir að fara full retard í innflytjendamálum. Þeir vonandi læra af þessu eða SD stækkar bara enn meira. Annars var gaman að sjá SD með allt þetta fylgi, með tilheyrandi liberal táraflóði  :)

sweden yes (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband