Lokum sjoppunni

Það er ljóst að Veðurstofa Íslands, Almannavarnir og hvaðan af öllum þessum ríkisstofnunum sem virðist ekki gera neitt gagn.

Það er núna komið í ljós að einkafyrirtæki þurfa að taka þessa þætti í sínar hendur og eru þessar ríkisstofnanir orðar til óþurftar og það þarf að leggja þær niður og lækka skatta samhliða.

Til hagsbótar fyrir heimilin í landinu.

hvells


mbl.is Icelandair kaupir rannsóknarvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo þú heldur að ein flugvél geti komið í staðin fyrir Veðurstofuna? Virkilega djúpt hugsað af þér!

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 16:57

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ekki hef ég séð Veðurstofna gera góða hluti miðað við kostnað við skattborgara.

Svo hefur norska veðurstofan oftast rétt fyrir sér með veðurspánna og flestir Íslendingar nota hana.

http://www.yr.no/sted/Island/

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2014 kl. 18:48

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Frekar róttæk tillaga.

En það má skera allhressilega niður.

Sé fyrir mér að það má skera Veðurstofuna niður um 70-80% , en almannavarnir eitthvað minna þvi þau sinna mikilvægari hlutverki sem snertir mannslíf.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2014 kl. 19:04

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég mun sætta mig við 80% niðurskurð... og sameina þessu einhverju öðru dæmi.

Smákóngaveldi í stjórnsýslunni er komið útí rugl....  og hefur leitt til verra lífskjara almennings í landinu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2014 kl. 19:39

5 identicon

Þér má auðvitað sýnast hvað sem er í vanþekkingu þinni og frjálshyggjufordómum. En geturðu ekki komið með tölfræðileg rök fyrir því að yr.no hafi oftar rétt fyrir en Veðurstofan er þér sæmst að þegja.

Nonni (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 20:10

6 identicon

Hvells ég held þú vitir ekki mikið hvað Veðurstofan er að gera og væntanlega má örugglega hagræða þar.

1. Þeir eru td. með veðurspá fyrir miðin og það er gríðarlegt magn fyrirspurna frá sjómönnum, en ef það hefur farið fram hjá þér þá er stór hluti verðmætasköpun íslenska hagkerfisins í gegnum fiskveiðar.

2. Stór hluti starfseminnar er í gegnum flugþjónustu í gengum íslenska flugstjórnarsvæðið og er fleirri hundruð manns með störf tengd þessu og fyrir þetta er greitt í beinhörðum gjaldeyri. Síðan bætist við þjónustu vegna flugvalla.

3. Þjónusta vegna vega, bæði færð og vindur sérstaklega hvað varðar snjóruðninga og hálkuvarnir.

4. Varúð vegna snjóflóða og þetta á væntanlega að aukast vegna aukinnar ferðamennsku á veturna. Þarna þarf að fara saman bæði upplýsingar um veður, staðbundna þætti sem hafa áhrif á þá sem og landfræðilega þætti auk sérnáms í snjóflóðum og vörnum.

5. Eftirlit með jarðskjálftum og eldgosum.

og raun fleirri mætti telja og efast um að menn geti stólað á yr.no fyrir þetta og ótal margt annað.

Við erum með margfalt stjórnkerfi sveitarfélaga í kringum á fjölbýlasta svæði Íslands og þar er gríðarlegt fitulag.

Eins er það fáránlegt að vera með 7 svokallaða háskóla og sóun á mannauði að mennta hundruð ungs fólks í viðskipta/hagfræðinám eða það sem er ennþá fáránlegra að það er verið að mennta fólk í 4 svokölluðum háskólum í lögfræði þar sem markaðurinn er algjörlega yfirmettaðar um áratugi. Það blasir við gríðarlegur uppskurður á fjármálakerfi landsins. Væntanlega verða ekki nema 2 bankar á þessu litla landi og bankaútibúum og umsýsla verður öll snarminnkuð enda þurfa þeir að lifa á innlána og útlána og það munu væntanlega hundruð manna missa sín störf í þessum greinum. Lanslagið þegar og ef Ísland er komið út úr höftum verður mjög erfitt enda er Ísland í svikalogni og um 15% av tekjuhlið núverandi fjárlaga næstum 96miljarðar er byggður á sandi þeas meintum hagnaði Landsbanka, Seðlabanka og bankaskatti en hefur ekki verið mætt með niðurskurði og því miður þurfa menn að vera óhóflega bjartsýnir að halda það alla vega fyrst um sinn.

Gunnr (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 21:11

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Útgerðarfélögin væntanlega greiða fyrir veðurspá á miðunum sér til hagsbóta.

Málið dautt. Ríkið á ekki að borga undir útgerðina, nog með að þau fái fiskinn gefins.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2014 kl. 21:39

8 identicon

@7: Fá útgerðirnar fiskinn gefins?

Ef svo er á einhver fiskinn. Hver gefur hann?

Minni á í þessu samhengi að hugtakið þjóðareign er merkingarlaust lagalega séð.

@6: Það er ekki þitt eða mitt að segja til um það hve margir fara í lögfræði. Lögfræðinám hér og víða annars staðar er hrikalega lélegt og skilningur lögfræðinga á stjórnarskrám síns lands er greinilega nánast enginn.

Einkavæða þarf allt háskólanám og þá greiða þeir sem vilja fara í lélegt lögræðinám þar sem alltof margir lögfræðingar eru til fyrir sín mistök. Miðstýring á ekki heima í menntakerfinu.

Helgi (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 07:26

9 identicon

@Helgi

Ég er ekkert að fara að stýra hvað fólk ætlar að læra en augljóslega er framboðinu stýrt.

Ódýrasta háskólanámið er að hrúga öllum saman og kenna þeim stjórnmálafræði, lögfræði, viðskiptafræði og hagfræði, sagnfræði og kynjafræði oft í höndum lausráðinna stundakennara á lúsalaunum og þar sem akademían er í núlli og greinaskrif eru í besta falli bloggsíðufærslur og dagblaðsgreinar.

Það er miklu dýrara að hafa sérhæft nám í vísindum með tilraunum td. efnafræðitilraunum, tilraunastofum og alvöru verkefnum og alvöru rannsóknargreinar birtar í alvöru alþjóðlegum vísindatímaritum.

Verknámið er einnig miklu dýrara enda er það skorið niður og síðan er þessi því miður afleita staða íslenska grunnskólakerfinsins sem er í raun eitt hið dýrasta í OECD þar sem börnin virðast koma ömurlega illa undirbúin í raungreinum og stærðfræði. Í stað að sóa opinberu fé í drasl háskólamenntun þar sem þörfin er lítil sem engin og verður því miður seint eða aldrei. Ég hef heyrt að hvergi á jörðinni er meiri þéttleiki á lagamenntuðu fólki en á Íslandi og miðað við útskriftir er þetta enn að snaraukast. Auðvitað á ekki að skerða möguleika fólks en ef röksemdin fyrir viðkomandi menntun að það sé hægt að græða á því þaes kosnaðurinn er undir því sem þeir fá eru menn augljóslega algjörlega á rangri hyllu. Síðan þarf að taka fyrir þetta lánakerfi og taka upp styrkjakerfi þannig að fólki sé umbunað fyrir að fara hratt í gegnum.

Klárlega ef fólk þarf að greiða fyrir eigin menntun þá þarf ríkið og atvinnulíf að endurskoða launakjör fyrir stóra hópa.

Gunnr (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 08:45

10 identicon

@9: Já, framboðinu er stýrt og fólk verður að fá að ráða því í hvaða nám það fer. Samt er merkilegt til þess að hugsa að laun lögfræðinga eru enn furðulega há miðað við hve margir þeir eru.

Raungreinanám er án efa erfiðasta námið sem hægt er að fara í. Ef þú umbunar fólki fyrir að fara hratt í gegnum nám ertu líka hugsanlega að búa til vandamál.

Hvorki ríki né atvinnulífi þurfa að endurskoða launakjör fyrir einhvern hóp - launakjör eiga að ráðast af framboði og eftirspurn. Ef fólk vill endilega eyða 5 árum í að læra lélega lögfræði við lélegar íslenskar lögfræðideildir þegar engin þörf er á lögfræðingum verður það að vera þeirra vandamál. Ég á hins vegar ekki að þurfa að greiða fyrir annarra manna mistök - ekki frekar en þú.

Helgi (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 09:10

11 identicon

Já ég er sammála þér um margt. Það er varla viðbúið að fjársveltar menntastofnanir hafi efni á að byggja upp raungreina nám með áherslu á nýsköpun. Vandamál dagsins er að það það starfsfólk sem íslensk atvinnulíf þarf er ekki menntað á Íslandi og íslenskt atvinnulíf langt frá því að vera samkeppnishæft um að fá þetta fólk erlendis frá.

Ódýrasta námið er að mennta fólk í stjórnkerfið og í raun í fjármlála og bankakerfi og það sem er augljóst að þar mun sparnaðurinn þurfa að lenda. Við erum með yfirdrifið fjármálakerfi og þegar rykið er sest munum við sjá "Bónus" útgáfunni af fjármálakerfi á hóflegum launum, fáum starfsmönnum í ódýru húsnæð enda er ekkert gull í venjulegri bankastarfsemi sem byggist á muni innlána og útlána, þar þarf að hafa fyrir hverri krónu. Það verða fá bankaútibú og væntanlega einungis 2 bankar. Því miður sitja margir illa í því með lélega menntun úr þriðjaflokks háskólum og starfsreynslu úr föllnum íslenskum bönkum. Það er kalt í fjármálaumhverfi nágrannalandanna.

Þú meinar semsagt Helgi að framboð og eftirspurn ætti að ráða launakjörum? Það er offramboð á viðskipta og hagfræðingum og lögfræðingum. Í mörgum greinum td. hugbúnaðargeiranum, líftæknigeiranum og ekki minnst í heilbrigðisgeiranum þar sem stór hluti starfsfólks er menntað erlendis þýðir í raun að ísland er í samkeppni við nágrannalöndin um starfólk enda alþjóðleg menntun. Við erum rétt að sjá afleiðingar þess að íslenskt heilbrigðiskerfi er að skíttapa í samkeppninni við nágrannalöndin. Það á við um laun, starfsaðstöðu og starfsumhverfi.

Gunnr (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 11:26

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Veiðiréttindi gefins.

Ergó= fiskurinn frítt.

Ertu með einhvern orðhengilshátt?

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2014 kl. 12:11

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Klárlega ef fólk þarf að greiða fyrir eigin menntun þá þarf ríkið og atvinnulíf að endurskoða launakjör fyrir stóra hópa."

Með því að hætta niðurgreiðslu á menntun þá mun skapast mikið svigrúm í að lækka skatta og þar með ráðstöfunarfé fólks.

Í raun finnst mer heillandi að fólk greiðir 100% fyrir sitt háskólanám. Þá hugsar feministi sig tvisvar um áður en hann fer í kynjafræðina sem skapar engin verðmæti og eru gervivísindi.

Ef fólk þarf að borga fyrir sína eigin menntun þá hugsa þeir sér tvisvar um áður en þeir fara í skóla og læra fag þar sem ábatinn er mestur... t.d verkfræði

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2014 kl. 19:21

14 identicon

@Hvells

Það að fólk greiðir sína menntun var ríkjandi í mörgum löndum og öldum og árum áður. Niðurstaðan er að það er þjóðfélags"tign" eða réttara sagt efnahagur foreldra sem ræður valinu.

Varst þú þá að huga að því að verknámið yrði einnig greitt af viðkomandi nema? hvort sem viðkomandi en það er að öllu jöfun dýrara en sérnámið.

Niðurstaðan yrði án efa að stærsti hópur ungs fólks hæfi nám í norrænu háskólunum eða færi annað sem er í sjálfu sér ekki neikvætt. Miðað við gefnar forsendur væri í raun væri í raun búið að slátra stórum greinum. Það væri td. ekki mikil aðsókn í kennaranám hvorki í grunnskóla, eða BA nám sem tengjast kennslu í menntaskólum. Né yrði mikið um nema í td. námi tengdu heilbrigðisfögum sem hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun, röngtentæknar og meinatæknanám.

Klárlega myndi þetta í raun leiða til að eignafólk gæti í raun snemma sent börnin sín í einkaskóla með alvöru menntuðum kennurum meðan hinir sendu börnin í skóla þar sem Pétur eða Pála gætu í raun sest í kennarastólinn án nánnast nokkurs undirbúings.

Þetta myndi auðvitað smitast inn á heilbrigðiskerfið og hjúkrunarheimilin.

Þetta eykur stéttaskiptingu og ójöfnuð.

Hér væri í raun Ísland að taka stefnuna á að verða verst menntaða þjóð Evrópu og við erum nú þegar hættulega nærri því marki enda erum við langtum lægri en allar þær þjóðir sem við viljum líkja okkur við í raungreinum, efnafræði, líffræði, stærðfræði, tölvunarfræði og verkfræði.

Þetta mun augljóslega hafa áhrif á atvinnulífið.

Gunnr (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband