Laugardagur, 13. september 2014
Til hamingju Davíð Már
Til hamingju Davíð Már fréttamaður hjá mbl.is.
Nú hefur þú látið sósíalistann Gunnhildur Lily Magnúsdóttir gamminn geysa um ástandið í Svíþjóð og ber það á borð fyrir okkur Íslendinga.
Einkavæðing í heilbrigðis og menntakerfinu hefur gengið mjög vel. Og framar öllum vonum.
Þessi frétt er með ólíkindum.
Þú birtir barasta allan andskotann og lætur Gunnhidli gamminn geysa og birtir langa frétt og kallar það fréttaskýringu.
hvells
Vinstriflokkar að komast til valda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og hver er þá ástæðan fyrir þessu fylgistapi hægri manna að þínu mati fyrst þú ert með puttann svona vel staðsettann á púlsinum??
Maron Bergmann (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 14:17
Þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um. Þú veist greinilega ekkert um málið en ruglar út frá hugmyndafræðinni. Hrun sænskra nemenda í Pisa-könnuninni fyrr í ár var rakin beint til "einkavæðingar" skólakerfisins. Könnun Gautaborgarháskóla fyrir nokkru sýndi að 80% (að mig minnir) vildu snúa vitleysunni við. Meirihluti var fyrir því í öllum flokkum, þ.m.t. Móderötum. Nýrri könnun sýndi að rúm 60% vilja að ríkið taki aftur við framhaldsskólum. Þeir voru færðir til lénsþinganna fyrir allnokkrum árum.
Þú ert ekki einn um að rugla um sænsk stjórnmál. Guðlaugur Þór, fv. heilbrigðisráðherra, sagði á Hrafnaþingi í gærkvöld að þegar hann hefði spurt norræna kollega sína um hvernig þeir tækju á fjárlagabrotum heilbrigðisstofnana þá hefðu þeir ekki skilið spurninguna. Þar héldu allar stofnanir sig við fjárlög. Það sem aumingja ráðherrann fyrrverandi áttaði sig ekki á að annars staðar á Norðurlöndum heyra heilbrigðismál ekkert undir ráðuneyti. Þau eru á forræði lénsþinga, fylkja eða amta (regióna), og að þær eyði umfram fjárlög er ekki óþekkt. "Akutsjukhusen i Stockholm spräcker sina budgetar med nästan 200 miljoner" stóð í frétt SvD í maí í ár.
Jón (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 15:15
Nya Moderaterna er ekki hægri flokkur, þeir voru hægri fyrir fjölda mörgum árum, en eru nú miðjuflokkur og mjög umhugað að flytja inn eins mikið af vegabréfslausum múslimum og mögulegt er og á sem skemmstum tíma. Þeir hafa stýrt landinu mjög heimskulega með fylgi heimskasta fólksinns í landinu, Miljöpertið. Skorið hefur verið niður í öllum málaflokkum til að halda uppi fávita innflytjendapólitík og dugar ekki til. Innflytjendaráð hefur fengið 48 milljarði SEK. í aukafjárlag á árinu. Til dæmis, þá eiga Vattenverket í Svíþjóð fleiri brúnkolsraforkuver í Pólandi og selja rafmagn til svía á háu verði, um leið og þeir loka kjarnorkuverum heimafyrir, allt sænskum Vinstri Grænum að þakka. Gunnhildur nefnir ekki einu orði glæpaborgina Malmö og hvers vegna borgin er mesta glæpaborg norðursinns, en talar um að íslendingar eigi að taka svía sem fyrirmynd í innflytjendamálum.
Ég held að þessi hen Gunnhildur hljóti að vera kommúnisti en ekki sossi. Það eru einvörðungu kommúnistar sem kenna í svokölluðum æðri skólum í Svíþjóð, ef æðri skyldi kalla.
Einhver sagði: Að koma út úr háskóla í Svíþjóð, þá verður þú annaðhvot heilalaus fáviti, eða að þú gengur beint í Sjálfstðisflokkinn þegar þú kemur heim.
Forsætisráðherrann hefur kallað svía "sofandi fólkið", enda heilaþvegnir sossar í gegnum alla skólavistina.
Og þeir sofa ennþá.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 15:45
Þessi setning
"Til dæmis, þá eiga Vattenverket í Svíþjóð fleiri brúnkolsraforkuver í Pólandi og selja rafmagn til svía á háu verði, um leið og þeir loka kjarnorkuverum heimafyrir, allt sænskum Vinstri Grænum að þakka."
sýnir að þú veist ekki hvað þú ert að tala um.
Sænska "vatnsveitan" á ekki orkuver. VattenFALL, Landsvirkjun Svía, á þau hins vegar, mestmegnis vatnsorkuver í Norður-Svíþjóð. Einu kjarnorkuveri hefur verið lokað. Það heitir Barsebäck og var í eigu Sydkraft, nú EON. Vinstri grænir stóðu ekki fyrir því. Það voru aðallega Danir og sænski Miðflokkurinn, Centernpartiet, sem nú er í stjórn borgaraflokkanna. Danskir stjórnmálamenn börðust mjög fyrir því að kjarnorkuverinu yrði lokað því það sést frá Kaupmannahöfn.
Jón (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 17:39
En Jón, ef þú veist svona vel, rengir þú þá að svíar og þá væntanlega Vattenfall, eigi og reki brúnkolsorkuver í Póllandi? Þú veist að þessi þjóð er fræg fyrir umhverfisverndarkjaftæði alla daga.
Það kemu ekki eitt orð um það frá þér.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 21:36
Ekki veit ég hvaðan þetta tal um pólsk kolaorkuver er komið.
Kraftverk ägda av Vattenfall
Vindkraft[redigera | redigera wikitext]
Kärnkraft[redigera | redigera wikitext]
Kolkraft[redigera | redigera wikitext]
Oljekraft[redigera | redigera wikitext]
Jón (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 22:03
https://www.google.es/webhp?sourceid=chrome-instant&ion=1&espv=2&ie=UTF-8#q=brunkolkraftverk%20vattenfall%20polen
Það er nóg lefsefni.
Þöggun er til á margann máta.
Þú veist að stjórnmál byggjast á lygi.
kv.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.