Föstudagur, 12. september 2014
Allt í stakasta lagi, frábærar tölur
Ekki nema 60 heimili. Frábært.
69 þúsund sóttu um leiðréttingu aðeins 60 í veseni. Þ.e. 0,01%!
Við verðum að viðurkenna að ekki er hægt að bjarga öllum með tölu. 0,01% er mjög gott hlutfall.
Ímyndið ykkur að atvinnuleysið væri 0,01% ?
Ímyndið ykkur að 0,01% væri undir fátæktarmörkum?
Ímyndið ykkur að 0,01% væru öryrkjar eða í félagslegu húsnæði?
Nákvæmlega. Bara gott mál.
Þökkum HH fyrir að benda á að allt sé í stakasta lagi.
kv
Sleggjan
60 heimili í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eins og ég skil tilkynningu HH eru þessi 60 heimili sá fjöldi þar sem lokauppboð er yfirvofandi og aðgerðum hefur ekki verið frestað. Þá er ótalinn sá fjöldi eigna sem er í nauðungarsöluferli, annað hvort þar sem byrjun uppboðs er yfirvofandi (þeirri aðgerð verður ekki frestað) eða þar sem framhald uppboðs er í frestunarferli, annað hvort með ákvörðun sýslumanns skv. þeim lögum sem féllu úr gildi um mánaðamótin, eða þar sem bankinn hefur samþykkt beiðni þolanda að fresta framhaldi.
Aðeins helmingur sýslumanna svaraði fyrirspurninni.
Þetta er því ófullkomin mynd og algjör óþarfi að fagna þessum tölum. Eitt heimili er einu of mikið.
Erlingur Alfreð Jónsson, 12.9.2014 kl. 20:46
Viðbót: Væntanlega á þessi fjöldi, 60 heimili, aðeins við um þau sem eiga á hættu að vera seld í septembermánuði einum.
Ágætt væri ef HH skýrðu þetta frekar.
Erlingur Alfreð Jónsson, 12.9.2014 kl. 20:49
Almenn regla er að ef menn borga ekki skuldirnar sínar þá fer eignin á uppboð.
Ekkert hefur breyst í 100ár vegna þessa.
Skrítið að það má ekki krefjast stjórnarskrávarin eignarréttindi nú til dags.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 12.9.2014 kl. 21:30
Meginástæða þess að farið var fram á frestun uppboða er framkvæmd fjármálastofnana á útreikningi og innheimtu lánasamninga, aðallega áður gengistryggðra og hefðbundinna verðtryggðra. Hver eru stjórnarskrávarin réttindi gerðarþola ef farið er fram á uppboð á fasteign hans á röngum forsendum? Fjármálastofnanir hafa áður verið gripnar með buxurnar á hælunum við innheimtu lánasamninga og nú hefur EFTA dómstóllinn lagt ákveðnar línur hvernig eigi að fara með slíka lánasamninga. Eigum við ekki bara að bíða niðurstöðu í þeim málum? (Ekki að fjármálastofnanir hafi virt dómsúrskurði mikið til þessa svo sem.)
Erlingur Alfreð Jónsson, 12.9.2014 kl. 22:20
Það er sjálfsagt að bíða.
Hinvegar hafa fjármálastofnanir ávalt farið að lögum.
Það er ekki bönkunum að kenna að þessi svokölluðu Árna Páls lög voru dæmt ólögleg.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2014 kl. 00:08
Kjaftæði hvellur.
Ef að fjármálastofnanir hefðu farið að lögum í upphafi, hefðu þau ekki tapað neinum málum fyrir dómstólum og Árna Páls lögin hefðu aldrei verið sett.
En það er náttúrulega ekki fjármálastofnunum að kenna að hafa boðið ólöglega vöru. Bara neytendum að hafa keypt hana.
PS: Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það var aldrei þörf á því að setja nein Árna Páls lög, en það er önnur saga.
Erlingur Alfreð Jónsson, 13.9.2014 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.