Föstudagur, 12. september 2014
Engin haldbær rök
"Þar segir, að Landsbankinn eigi að hafa burði til að starfrækja bankaútibú í rúmlega 1.600 manna samfélagi og bjóða bæði íbúum og fyrirtækjum þjónustu í nærsamfélaginu. Þannig stæði banki í ríkiseigu undir samfélagslegum skyldum og ábyrgð."
Það er einsog framhaldsskólakrakki í samfélagsfræði 103 hafi skrifað þetta.
Er það "samfélagsleg skylda" bankans að vera með útibú í Sandgerði?
Bankinn er í eigu ríkisins og er það réttmætt að stunda óhagkvæman rekstur sem leiðir til verri lífskjara landsmanna í framtíðinni?..... skiljanlegt að bæjarstjórnin vill halda þessum stöðugildum enda fá þeir útsvar frá skattgreiðendum... en þeir eru þá að hugsa um sérhagsmuni en ekki heildarhagsmuni almennings.
hvells
Skora á Landsbankann að hætta við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er með ofnæmi fyrir orðinu "nærsamfélag".
kv
Slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 12.9.2014 kl. 17:41
http://bankinn.landsbankinn.is/samfelagsleg-abyrgd/
"Landsbankinn hefur markað sér stefnu í samfélagslegri ábyrgð með áherslu á fimm lykilstefnur sem allar endurspegla áherslur alþjóðasáttmála og staðla varðandi samfélagslega ábyrgð."
"Landsbankinn á í samstarfi á sviði samfélagslegrar ábyrgðar bæði hér á landi og erlendis. Bankinn er einn stofnaðila þekkingarseturs um samfélagslega ábyrgð, aðili að UN Global Compact, einn af stofnendum norrænnar deildar innan UNEP FI og fylgir leiðbeiningarstaðlinum ISO 26000."
Guðmundur Ásgeirsson, 12.9.2014 kl. 19:59
Það er ekkert í þessum alþjóðarsáttmála að banki á að halda úti óarðbæru útibúi.
Það er í raun óábyrgt. Samfélagsleg óabyrgð.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 12.9.2014 kl. 21:32
hvar kemur fram að útibúið sé óarðbært?
en hér er augljós þefur af þeirri hugmyndarfræði að aðalhlutverk fyrirtækja væri ávöxtun fé hluthafa sinna en gaman væri að sjá hvar það stæði í lögum og hverjar lagalegar afleiðingar væru fyrri brot á þeim lögum
þessi skammtíma sjónarmið sem stjórnast af hlutabréfa virði eru algjörlega gjaldþrota.
tryggvi (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 14:44
@Tryggvi
Ef útibúið væri að mala gull, þá væri það ekki að loka!
Koma svo, beita heilbrigðri skynsemi þó þú sért á netinu.
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2014 kl. 19:13
komdu með rökstuðning. ekki getgátur til að reyna passa við ykkar hugmyndarfræði
svo er himinn og haf á milli óarðbært og að mala gull en þetta er svo sem týpiskt svar frá ykkur
tryggvi (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.