Ekkert að þessu

Hvað er að því að lána 90%?

13mkr íbúð í RVK. Ef þú vilt eignast hana þá þarftu að eiga 1,3mkr í eigið fé og færð lánað fyrir rest.

Afborgun er 60þús á mánuði.

 

En þessi íbúð er í útleigu á 120þúsund á mánuði ef þú vilt vera á leigumarkaði. 

 

Það er augljóst betra að kaupa og þessi viðskipti er bara á milli tveggja aðila. Bankans og viðstkipavinar og það kemur í raun engum örðum við hvernig lánin eru háttuð.

 

Þó að stjórnmálamenn gera allt til þess að trufla hin frjálsa markað. 

 

hvells


mbl.is Níutíu prósent lánin „PR brella“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það stendur ekkert um það í fréttinni að stjórnmálamenn vilja stoppa þetta eða eitthvað í þeim dúr.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 12.9.2014 kl. 17:43

2 identicon

Það sem er að er að gengi krónunnar getur hrunið.

Þá verður mikið verbólguskot sem veldur mikilli hækkun á verðtryggðum lánum og einnig mikilli hækkun á greiðslubyrði óverðtryggðra lána vegna hækkunar á vöxtum.

Á sama tíma hrynur íbúðarverðið svo að áhvílandi skuld verður miklu hærri en íbúðarverðið. Við könnumst við þetta frá 2008. Það er allt að fara í sama farið.

Svona verður þetta þangað til þjóðin hættir að vera i afneitun og stefnir að upptöku evru eftir inngöngu í ESB. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.9.2014 kl. 18:50

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver finn ég þessa íbúð á 13 milljónir?

Það þætti mér gaman að vita.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.9.2014 kl. 21:19

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/684073/?q=a3e3ad7f920dd430126b6282adfaf416&item_num=0

http://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/683578/?q=a3e3ad7f920dd430126b6282adfaf416&item_num=2

http://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/684944/?q=a3e3ad7f920dd430126b6282adfaf416&item_num=4

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 12.9.2014 kl. 21:35

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svo ég svari sleggjunni þá er ég að benda á frumvarp Eygló harðar þar sem hún er að mingla með framtíðar húsnæðiskerfið.

Afhverju ekki bara leggja íls niður og láta bankana um þetta einsog þeir hafa verið að gera?

Afhverju að neyða þá að stofna einhverskonar húsnæðisfélög sem er aðskilin frá þeirra efnahagsreikningi?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 12.9.2014 kl. 21:37

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég var með 100% lán.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.9.2014 kl. 21:52

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta eru allt ósamþykktar íbúðir.

Sýndu okkur löglega íbúð á 13 milljónir.

Frekar en geymslur með klósetti.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.9.2014 kl. 22:15

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/663314/?q=32f3fb8f7a3bb3fd2681502dd4e2923f&item_num=33

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2014 kl. 00:15

9 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Fannstu sem sagt ekki 13 millj. króna íbúð í Rvk, hvellurinn?

Alltaf fyndið þegar hvellurinn fer að sprengja púðurkerlingar. :-)

Erlingur Alfreð Jónsson, 13.9.2014 kl. 02:19

10 identicon

Það ætti að neyða bankanna og íbúðalánasjóð til að setja íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á markað, ég sé enga ástæðu til þess að fyrirtæki með ríkisábyrgð sem hafa mikla fjármuni eigi að geta staðið í samkeppni við önnur fasteignafélög, þar fyrir utan þá eru þessar stofnanir markvist að halda uppi verði og þetta er ekkert annað en markaðsmisnotkun, þessar stofnanir eru bara virkilega að sjá til þess að næsta kynslóð eignist aldrei húsnæði, þetta er eins og ég sem skattgreiðandi sé virkilega að ábyrgjast það með þessum ríkisábyrgðum að vera tekin í rassgatið og nógu aumt var það stuttu eftir hrun þó sjómennskan hafi bjargað mér og gott betur en það.

valli (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 08:46

11 identicon

Ég er nú að vinna sem vélstjóri og er fráskilin með eina dóttur, ég er með þrefaldar tekjur iðnaðarmanns og ég skil engan vegin hvernig iðnaðarmaður með 2-3 börn og konu sem er kannski að vinna líka fer að því að reka heimilli í Reykjavík, það er eins og það sé bara markmið fjármálastofnana að þessar venjulegu fjölskyldur geti engan vegin eignast neitt.

valli (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 09:41

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Erlingur

Ég fann reyndar hellin af íbúðum á 13mkr í RVK en þær voru ekki nógu góðar.

En það er víst ekkert nógu gott fyrir ykkur. Það er ekkert að Keflavík. Það tekur 22mín að keyra frá Kef til Hafnafjarðar.

En ef þið eruð að spyrja hvort ég finn ekki 200fm íbúð með gull parketi og demant ljósakrónu á 13mkr þá er svarið NEI.

En stundum þarf maður að vera næjusamur ef maður á lítið á milli handana. Allar þessar íbúðir sem ég hef sýnt ykkur eru flottari en mín íbúð og ég er bara nokkur sáttur hérna. 

Maður fær ekki allt í hendurnar.

Svona vælusamfélag þar sem allir heimta að fá hluti upp í hendurnar fra ríkiu mun sökkva okkur til glötunnar.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2014 kl. 13:00

13 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þú minntist á 13 milljón króna íbúð í Reykjavík í þinni færslu, og komst svo með dæmi um ósamþykktar kjallaraholur. Þegar á það var bent færðir þú þig í Reykjanesbæ. Það er ekkert að Reykjanesbæ, alls ekki neitt. Og má nefna fleiri bæjarfélög sem ágætt er að búa í.

Þetta snýst ekki um lúxus, heldur raunsæi. Fjölskyldur þurfa meira rými en 30 fermetra ósamþykktar kjallaraholur.

En haltu bara áfram að snúa út úr athugasemdum með innihaldslausu rausi. Það er auðvelt þegar menn kjósa að skrifa ekki undir nafni.

Erlingur Alfreð Jónsson, 13.9.2014 kl. 13:16

14 Smámynd: Benedikt Helgason

Ef hrunið á að kenna okkur eitthvað þá er það það að lánveitingar meiga aldrei vera einkamál lánveitanda og lántaka.  Menn virðast vera orðnir sammála um það að peningar verði til við nýjar lánveitingar hjá bönkum og þar sem allt hagkerfið deilir sama peningamagni í umferð þá er eðlilegt að lánveitingar séu takmörkunum háðar af hálfu opinbera aðila. Hvort að það á að þýða bann við 90% lánum til húsnæðiskaupa veit ég svo sem ekki en það skortir að minnsta kosi engin dæmi fyrir því að gengdarlaus prentun peninga valdi bólumyndun og skaða á efnahagskerfum ríkja. 

Benedikt Helgason, 13.9.2014 kl. 13:38

15 identicon

Hvellurinn með enn eina skituna.

Enginn banki lánar út á ósamþykkta íbúð, og jafnvel þótt svo væri fengjust engar vaxtabætur, né húsaleigubætur út á þessa "íbúð".

Þetta hefur ekkert með gull parket að gera.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 16:19

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Íbúðarverð i Reykjavik eru fra 17 miljon og upp.

En af hverju eiga skattgreiðendur að styrkja einhvern i ibuðarkaupum, eg a erfit með að skilja það?

Hverslags kommúnista hugarfar er orðið á Ísland?

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 13.9.2014 kl. 18:55

17 identicon

ég var ekkert að tala um að skattgreiðendur styrkji einhverja í íbúðarkaupum heldur að skattgreiðendur séu að vera ábyrgðarmenn fyrir fjármálastofnanir í beinni samkeppni við mann, ég á tæplega 1500 fermetra af húsnæði þar af 1400 fermetra sem eru iðnaðrhúsnæði í gegnum mjög skuldlítið og stöndugt fasteignafélag og afhverju í andskotanum á ég að vera sáttur með að bankarnir með sínar ríkisábyrgðir séu í beinni samkeppni við mig fyrir utan það að hafa þurft að borga sjálsagt milljón meira fyrir íbúðina afþví að bankarnir eru að halda uppi fasteignaverði

valli (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 07:50

18 identicon

týpiskur útúrsnúngur hjá þessum blessuðu aðilum sem skrifa á þessari síðu. skyldi halda að þeir skömmuðust sín einhvern tímann fyrir öllu bullinu hérna.

en varðandi "vælusamfélag" og "kommúnista hugarfar" hérna að þá hlýt ég að hafa misst af öllum skrifunum um velferðina sem stór fyrirtæki og iðnaður fara fram á því að ávöxtunarkröfur þeirra eru orðnar svo úrkynjaðar.

einnig að þá þyrfti nú að gefa þeim aðila verðlaun sem náði að troða því inn hjá fólki að orðið "frelsi" ætti einhvern veginn rétt á sér í svona umræðum

tryggvi (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband