Föstudagur, 12. september 2014
Viðskiptaráð hefur enn og aftur rétt fyrir sér
"Allar þessar breytingar eru til þess fallnar að auka skilvirkni virðisaukaskattskerfisins og styrkja grundvöll verðmætasköpunar hérlendis. Þá hafa stjórnvöld útfært breytingarnar þannig að þær komi best út fyrir tekjulægstu heimilin í landinu. Launþegahreyfingar líkt og VR og ASÍ ættu því að fagna boðuðum breytingum"
Það er frekar sérstakt að VR og ASI séu að berjast gegn velferð í landinu. Vissulega eru margir líðskrumarar í ASI og vilja taka Vilhjálm Birgisson pólinn í hæðina og vilja stúta efnahag landsins til þess að fá kreddur sínar uppfylltar.
En afstaða VR er mér mikil vonbrigði. Nýji formaður Ólafía Björk Rafnsdóttir er á vafasamri vegferð innan samtakana. Eitt er ljóst. Hún er ekki að berjast fyrir hag féalgsmanna heldur litast öll störf hennar af pólítískri kænsku...enda var hún kosningastjór Ólaf Ragnar, fv. ráðherra Alþýðubandalagsins.
Ég ætla að hvetja Viðskiptaráð áfram að stinga á kýlin og benda á staðreyndavillur.
hvella
Sakar VR og ASÍ um rangfærslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.