Ekki sama her og her

Rökin gegn ESB hjá Framsóknarmönnum hafa m.a. verið vegna þess að ESB verði með her og Íslendingar munu taka þátt í honum. Reyndar ekki satt en þetta setja þeir fram.

 

Nú er Gunnar hérna að segja að það sé allt í góðu að Íslendingar myndi her í sambandi við NATO.

 

Af hverju er ESB her verri en NATO her? Framsóknarmenn þurfa að svara því.

kv

Sleggjan


mbl.is Ekki á móti stofnun hersveitanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Reyndar sagði hann þetta alls ekki svona.

Hann sagði að íslendingar myndu ekki setja sig á móti því.

Ísland myndi áfram aðeins taka þátt í borgaralegum verkefnum á vegum NATO.

Ísland hefur aldrei tekið neinn beinan þátt í hernaðarverkefnum NATO.

Gunnar Bragi staðfesti að svo mun verða áfram, sem betur fer !

Gunnlaugur I., 3.9.2014 kl. 13:52

2 identicon

Ísland á að segja sig úr NATO.

Þetta er ekki lengur varnarbandalag, heldur hefðbundið hernaðarsamstarf í innrás í önnur ríki utan NATO.

Sem gerir aðildarríki NATO að skotmörkum helstu hryðjuverkasamtaka heims.

Og sennilega eru fá lönd í heiminum auðveldari skotmörk en Ísland.

Sigurður (IP-tala skráð) 3.9.2014 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband