Augljós tenging

Hér er verið að undirbúa það að bænaturninn á fyrirhugaðri Mosku má ekki kalla frá sér nema við "stærri athafnir".

Til að gæta jafnræðis er núna verið að fara banna kirkjunum að hringja bjöllum nema við þessar óskilgreindu stærri athafnir.

 

 

 

kv

Sleggjan


mbl.is Hringt við stærri athafnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Er þetta aðal-áhyggjuefni borgarstjórnar...

Vorum við ekki að fá fréttir af alvaralegri fjárhagsstöðu borgarsjóðs og svo alvaralegar að þessi borgarstjórn á að taka pokann sinn tafarlaust og fara...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.8.2014 kl. 08:52

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála því Ingibjörg.

Meirihlutinn á að segja af sér. Við þurfum að fá flokka við stjórnvölinn sem þora að taka til í rekstri Reykjavíkur. Hann er orðinn alltof kostnaðarsamur. 

Svo er nauðsýnlegt að lækka lóðaverð og breyta byggingareglugerðum til þess að það borgi sig að byggja litlar íbúðir.

..... en hvað er Dagur B hvað helst að hugsa um? Jú gefa í og auka óráðsíuna í rekstir og byggja "Reykjavíkurhús" fyrir hundruði milljarða.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.8.2014 kl. 09:52

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Væri ekki nær fyrir borgaryfirvöld að hvetja kirkjur borgarinnar að hringja inn til bæna og ákalls til Drottins fyrir borgaryfirvöldum?  Að borgarstjórn öll komi til bænahalds í kirkjum borgarinnar til að ákalla Drottinn, biðja um visku til að stjórna borginni, svo að þeim mætti farnast vel það verk sem þeim er falið af borgarbúum?

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.8.2014 kl. 10:06

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Af hverju lækka lóðaverð? Til þess að það komi sem best út fyrir borgarsjoð er að fá sem hæsta lóðaverð fyrir hverja lóð. Semsagt selja til hæstbjóðanda.

Á ég sem skattgreiðandi í Reykjavík að greiða með þessu? Það varþar mig ekkert um hvort það sé byggt lítið eða stórt. Markaðurinn ræður því.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 29.8.2014 kl. 12:48

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Til að gæta jafnræðis er núna verið að fara banna kirkjunum að hringja bjöllum nema við þessar óskilgreindu stærri athafnir."

Er einhver á móti jafnræði? Mér fyndist mjög gott að losna við þennan hávaða.

Hörður Þórðarson, 31.8.2014 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband