Var ekki Icesave búið mál?

Hvar eru snillingarnir sem segja að Icesave skuldin hvarf við þjóðaratkvæðagreiðsluna?

Svo gengur krafan kaupum og sölum.

 

Snillingar.

kv

Slegg


mbl.is Hollenska Icesave-krafan seld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Menn þarna úti vona að íslendingar séu nógu vitlausir til þess að kjósa Steingrím J. (eða eitthvað sambærilegt) aftur.

Kannski hafa þessir menn rétt fyrir sér.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.8.2014 kl. 09:39

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er eitthvað skrítið. Eitthvað þarna sem haldið hefur verið leyndu fyrir innbyggjum af þeim framsjöllum. Stuðningsmenn framsjalla og almennir þjóðrembingabullukollar koma út eins og algjör fífl.

Dijsselbloem sem er fjármálaráðherra Hollands núna, ef eg man rétt, segir að Holland hafi fengið alla Icesaveskuldina borgaða - og rúmlega það! Rúmlega það.

Fólk getur prófað að gúggla eftirfarndi og rannsaka eða skoða:

,,Dijsselbloem: al het geld van Icesave is terug".

Dijsselbloem skilaði skýrslu um þetta efni til þingsins núna nýlega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.8.2014 kl. 10:08

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Icesave málið er búið fyrir okkur Íslendinga, eins og stendur í fréttinni þá er þetta í þrotabúið sem skiptir okkur engu máli.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.8.2014 kl. 10:18

4 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Það var aldrei verið að kjósa um hvort það ætti að greiða þetta eða ekki, ef þú hefðir kynnt þér málið á sínum tíma þá vissir þú kanski að málið snérist um hvort ríkið (og þar með almenningur í landinnu) bæri ábyrgð á kröfunni.

Þótt ég hafi á sínum tíma kosið gegn Icesave samningunum þá vonaði ég samt alltaf að þrotabúið gæti staðið undir þessu, sú virðist sem betur fer rauninn.

Það sem hvarf við þjóðaratkvæðið og síðar með EFTA dómi var sú hugmynd að einhver annar en bankinn bæri ábyrgð á skuldinni.

Sigurður Ingi Kjartansson, 27.8.2014 kl. 10:23

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta var aldrei nokkurntíman spurningin um hvort ríkið eða almenningur ætti að greiða beint.

Það lá alla tíð fyrir að eignir þrotabúss dekkuðu skulina með tið og tíma.

Málið var að þetta skipti ríkið og almenning alltaf máli með einum eða öðrum hætti, beint og óbeint, vegna krónunnar og þeirrar staðreyndar að Ísland á ekki alvörumynt, gjaldeyri, og þessvegna varð Ísland að fiffa þetta einhvernvegin á sátt til að fá sem hagstæðasta skilmála til gjaldeyriskaupa.

Framsóknarmenn og almennir þjóðrembingsbullukollar eru svoleiðis búnir að skíta á sig og fýlan af þeim leggur yfir landið og miðin sem hvert annað harðæri.

Það á ekki af þessu landi að ganga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.8.2014 kl. 10:43

6 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Hvort em það lá fyrir hvort þetta yrði dekkað eða ekki þá snerist málið um ríkisábyrgð, um það þarf ekki að deila.

Sama átti við um EFTA máli, krafan sem slík var ekki dæmd ógild, einugis var dæmt um hver bæri ekki ábyrgð.

Það má vel vera að einhverjir framsóknarmenn hafi haldi annað en eins og ég man þetta þá voru það aðarlega þeir sem vildu samþykkja Icsave sem töluðu um að þetta snesit um hvor þetta yrði yfirleytt greitt.

Sigurður Ingi Kjartansson, 27.8.2014 kl. 11:06

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ómar Bjarki.

Hefur þú látið mæla flúorinn í krananum hjá þér nýlega?

http://www.dv.is/lifsstill/2014/8/27/fluor-tengt-heimsku/

Benedikt V. Warén, 27.8.2014 kl. 11:09

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Núverandi framsóknrflokkur, sem samanstendur af ákveðinni ófyrirleitinni klíku, er einhver versta andskotns plága sem lagst hefur áþetta land. Skaðinn sem þetta er búið að valda almenningi er ómælanlegur.

Svo er þetta núna sífellt að sölsa og hrifsa meira til sín af völdum og fjármunum þessi 10% lygaflokkur og þá aðallega vegna þess að Bjarni Ben er svo mikil dula að hann hefur aldrei neina afstöðu eða eigin skoðun heldur hleypur eftir hvað vitleysu sem rétt er að honum og LíÚ segir honum að gera.

Það á ekkert af þessu landi að ganga. Það er ljóst. Fyrst Hörmangarar síðan eldar og ísar og núna framsjallar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.8.2014 kl. 11:11

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Lengi lifi Jóhanna. "Skjaldborg heimilinna"

Lengu lifi Sreingrímur. "Aldrei ESB"

Lengi lifi þau bæði vegna þess að þau vildu láta þjóðina blæða vegna ICESAVE.

Húrra fyrir snilli SF og VG.

Benedikt V. Warén, 27.8.2014 kl. 11:46

10 identicon

Like á fluorið, sennilega allt of mikið

HH (IP-tala skráð) 27.8.2014 kl. 12:03

11 Smámynd: Benedikt Helgason

Þú getur engum nema sjálfum þér um kennt Ómar ef þú ert eitthvað ósáttur við aðkomu frammaranna að stjórn landsins.  Þið samfylkingar liðarnir lögðuð þetta algjörlega upp í hendurnar á þeim með skipulagðri efnahagslegri árás á heimili landsmanna.

Mér skilst að Heiðar Már fjárfestir hafi haldið því fram í grein í mbl nýlega að nýji Landsbankinn hafi verið reistur með því að gengistryggðu lánin hafi verið flutt yfir frá gamla bankanum án afsláttar og ég sé ekki ástæðu til þess að draga það í efa, því það er í fullkomnu samræmi við önnur verksummerki eftir velferðarstjórnina.  Geðshræring Gylfa Magnússonar eftir að lánin voru dæmd ólögleg verður að minnst kosti skiljanlegri í því ljósi.

M.ö.o. ef Heiðar Már hefur rétt fyrir sér þá hefur hugmynd velferðarstjórnarinnar sem sagt gengið út á það að búa til himinháa gjaldeyriskröfu á nýja bankann vegna þessara lána svo að standa mætti við þá kröfu ESB að Icesave krafa Hollendinga og Breta yrði gerð upp. Til þess að hægt væri að gera þetta þá þurfti að róa að því öllum árum að lántakendur fengju ekki afslátt af lánum sínum svo nýji bankinn gætt greitt gamla bankanum allt of hátt verð fyrir lánasafnið.

Vandamálið er bara að það að nýji bankinn á ekki gjaldeyri fyrir þessu því lánasafnið var aldrei í erlendri mynt, gildir þá einu hvort lánin hefðu verið dæmd ólögleg eða ekki því það er alltaf greitt af þessu lánum í íslenskum krónum. En sjálfsagt vissu menn þetta og ætluðu sér bara að nota skuldsettan varaforða SÍ til þess að breyta gengistryggðum krónum í gjaldeyri með tilheyrandi lífskjararýrnun fyrir íslenskan almenning. Það væri þá að minnsta kosti boðleg skýring á því af hverju menn eru með skuldsettan gjaldeyrisvaraforða yfirleitt þegar landið er með gjaldeyrishöft.

Það eina sem er að valda okkur vanda í þessu Icesave máli eftir dóminn er einfaldlega sú staðreynd að velferðarstjórnin samdi nýja Landsbankann viljandi í þrot til þess að þóknast ESB sem hafði hótað því að ekki yrði tekið við umsókn Íslands í sambandið nema að ríkið tryggði að skuldin yrði greidd. Þess vegna eru frammararnir núna við völd hvort sem mönnum líkar það betur eða verr Ómar minn. 

Benedikt Helgason, 27.8.2014 kl. 14:05

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aum er vörn framsóknarmanna. Aum og snautleg.

Gamli Framsóknarflokkurinn var auðvitað allt annar flokkur en hörmungin Nútímaframsóknarflokkur.

Framsóknarflokkur nútímans er lítið annað en harðsvíruð handrukkaraklíka sem lemur og ber hinna verst stæðu í samfélagi auk sjúkra. Eða hvern þann sem höllum fæti stendur í samfélagi.

Allt til að moka fjármunum almennings undir elíturassa og gefa framsóknarskussum á garðann.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.8.2014 kl. 14:44

13 identicon

Þegar menn segja að það hafi alltaf legið fyrir að þrotabúið myndi eiga fyrir þessum kröfum þá er það alveg hreinasta haugalýgi.

Á þeim tíma gerði Seðlabankinn ráð fyrir að samningurinn myn di kosta ríkið 340 milljarða í erlendum gjaldeyri, og taldi Már að ríkið myndi vel ráða við það.

Í dag vita allir að ríkið á enga möguleika ða bæta slíkum skuldum á sig án greiðslufalls ríkisins með skelfilegum afleiðingum þegar Steingrímur var búinn að veðsetja allar eigur ríkisins upp í þessa ólöglegu kröfu.

Þetta liggur allt klárt fyrir.

Rétt eins og það liggur fyrir að nýji Landsbankinn var á leið í greiðsluþrot vegna skuldabréfsins sem Steingrímur lagði á hann þegar honum mistókst að ríkisvæða skuldina.

Sigurður (IP-tala skráð) 27.8.2014 kl. 18:17

14 identicon

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/11/19/fyrir-fjorum-arum-var-sedlabankinn-mun-brattari-taldi-rikid-vel-geta-greitt-340-milljarda-i-beinhordum-gjaldeyri/

Sigurður (IP-tala skráð) 27.8.2014 kl. 18:19

15 identicon

"Þegar Icesave-samningarnir eru metnir er gert ráð fyrir að í lok árs 2015 verði búið að selja allar eignir gamla Landsbankans erlendis en þá verði skuld íslenska ríkisins vegna samninganna 340 milljarðar króna"

http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7199

Sigurður (IP-tala skráð) 27.8.2014 kl. 18:21

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sleggjan.

Þú vilt kannski upplýsa okkur hin um hverjir þessir "snillingar" eru sem þú telur að hafi haldið fram einhverjum falskenningum um skuldir sem hverfa?

Ég man nefninlega ekki eftir að hafa heyrt neinn tala um það að nein skuld myndi hverfa þegar lög um að setja ríkisábyrgð á þeirri skuld voru felld í þjóðaratkvæðagreiðslum og slík ábyrgð dæmd óheimil með EFTA-dómi.

Það sem hvarf þá voru fyrirætlanir borgunarsinna um að reyna að koma ríkisábyrgð á þetta og setja ríkissjóð á hausinn.

Þegar svo EFTA-dómstólinn dæmdi að það væri bannað að setja slíka ríkisábyrgð á slíkar kröfur, þá hvarf ekkert því það sem aldrei hefur verið til getur ekki horfið.

Ykkur tókst hinsvegar að slæma upploginni kröfu fyrir stórum hluta af þessu á nýstofnaðan banka í eigu íslenska ríkisins. Hún mun þó hverfa líka eins og lygar gera undan sannleikanum, alveg eins og myrkrið hverfur undan ljósinu.

Annars geta ímyndanir og ranghugmyndir verið þaulsætnar, í þínu tilviki virðast þær ekki hafa horfið á síðustu rúmlega fimm árum. Eru þessir "snillingar" sem þú heldur að hafi sagt þetta, kannski raddir sem þú einn heyrir?

Ég óska þér allavega bata og vonandi sem allra fyrst. Þangað til ráðlegg ég þér að halda þessari sýki í sóttkví til að fyrirbyggja smit og nýja farsótt.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2014 kl. 18:45

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki.

Þetta var aldrei nokkurntíman spurningin um hvort ríkið eða almenningur ætti að greiða beint.

Það lá alla tíð fyrir að eignir þrotabúss dekkuðu skulina með tið og tíma.

Þetta er mísvísandi og ekki allskostar rétt skýring á staðreyndum.

Eins og ég gef margoft bent þér á kvað Buchheit samningurinn auk endurgreiðslu á um vexti sem hefðu orðið óafturkræfir úr þrotabúinu. Nú þegar hefðu fallið á íslenska ríkið gjalddagar upp á yfir 80 milljarða í erlendum gjaldeyri vegna þessa, sem eru ekki til í ríkissjóði og væri hann því kominn í greiðsluþrot.

Það hefði snúist upp í algjört Argentínusenarío því samningurinn innihélt klausu um að hann félli undir breska lögsögu og ætti að dæma um ágreining yfir honum í Hollandi. Semsagt á heimavelli mótaðilanna í málinu, eftir þeirra reglum.

Sem betur fer gerðist það ekki, og núna er þetta bara forgangskrafa í þrotabú LBI hf. sem um gilda íslensk lög og réttur. Samt sem áður eru kaupendurnir sagðir hafa greitt í evrum, og meira að segja með smá ávöxtun í formi gengishagnaðar!

Það hefur semsagt myndast eftirspurn á erlendum gjaldeyrismörkuðum eftir íslenskum krónum, og ætti krónan því að styrkjast fyrir vikið.

Fyrst hollenski seðlabankinn er búinn að fá kröfuna greidda að fullu, þá vaknar jafnframt sú spurning hvort hann muni ekki falla frá málinu sem hann höfðaði gegn sjálfseignarstofnuninni TIF fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Að öðrum kosti hlýtur að þurfa að vísa málinu frá dómi eða sýkna þar sem krafan er greidd.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2014 kl. 21:09

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þaðer alveg ljóst að ofsa-hægri menn og þjóðrembingar hafa aldrei skilið þetta mál. Aldrei nokkurn tíman.

Það skiptir engu hvaða tölur og skilmála þið suðuð saman í ykkar ruglheimi.

Staðreyndin er ein og söm eftir sem áður. Saningar snerust aðeins um að fá sem hentugasta lánaskilmála til að borga þessa skuld landsins sem þið sjllar stofnuðu til með land og lýð í bakábyrgð með einum eða öðrum hætti.

Þið ákváðuð að níðast á landinu ykkar og efna til ófriðar um nauðaómerkilega skuld í heildarsamhengi skaðans sem varð af ykkur framsjöllum og forseta.

Fíflagangurinn þýðir að miklu, miklu mun erfiðara verður um vik að greiða þessa skuld auk þess sem þið stofnuðu til auka-skaðakostnaðar sem verður sennilega mun hærri en skuldin þegar upp er staðið.

Skaðinn af þessu ljóta skuldarmáli sjalla vex í sama hlutfalli við bull framsjalla og þjóðrembinga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.8.2014 kl. 21:25

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er krafa á þrotabú bankans.

Þrotabú bankans á skuldabréf á Landsbankann

Landsbankinn er í 100% eigu Íslendinga auk ríkisábyrgðar.

Þessi krafa er því beinlínis með ríkisábyrgð.

Þvert á það sem NEI - snillingarnir hafa haldið fram og gera reyndar enn.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 27.8.2014 kl. 22:19

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Einmitt. Þetta er nú bara afgreitt létt af þjóðrembingum. Þeir svara því til að þeir hafi jú fengið að segja feitt prump-nei í einhverju þjóðrembingsflippi og frekju - og það eitt slái allt úr og þá afþvíbara.

Alveg kostulegur andskoti sem búið er að koma málum hér í og þessu landi. Fíflagangurinn alveg ferlegur.

Það síðasta frá framsóknarmönnum og þjóðrembingum er að það að verðtrygging á lánum verði dæmt ,,ólöglegt" - það hafi engann skaða í för með sér fyrir land og lýð. Engann skaða - og jafnvel gróða! Why?, jú vegna þess, segja þeir, að peningar eru stimplaðir frítt inní tölvu á Kalkofnsvegi! Halló. Hversu langt á bullið að ganga??

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.8.2014 kl. 22:34

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessi færsla hjá Ólaf Margeirssyni er með ólíkindum.

Og framsóknarkommentararnir á Eyjunni standa á höndunum og klappa með rassinum af gleði.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 27.8.2014 kl. 23:29

22 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

@Hvellur #19: Ég veit ekki betur en Landsbankinn sé venjulegt hlutafélag sem getur farið í þrot þegar það er ógjaldfært og eigandi ákveður að leggja ekki til meira hlutafé. Ég fæ þess vegna ekki séð að Landsbankinn sé rekinn með ríkisábyrgð og það væri áhugavert að sjá rökstuðning fyrir fullyrðingu að svo sé.

Erlingur Alfreð Jónsson, 28.8.2014 kl. 01:28

23 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er ríkisábyrgð á innistæðum.

Svo á ríkið 98% af öllu hlutafé Landsbankans sem er mörghundruð milljarðar. 

Ef við skoðum söguna þá hefur hún sýnt að stjórnmálamenn ausa fé í bankana svo til að mynda greiðslukerfið heldur gangandi.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.8.2014 kl. 01:53

24 identicon

Þjóðrembingur í augum Ómars Bjarka, er sennilega jafngildi þess, að vilja standa á rétti sínum. Alþjóðasinnar eru þá væntanlega þeir sem vilja láta traðka á sér með skítugum skónum.

Ég neita að borga fyrir gjaldþrota einkarekið fyrirtæki. Samviskulaust!

Benni (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 02:00

25 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þetta er ekki rétt hjá þér hvellur. Hlutafé Landsbankans er að nafnvirði 24 milljarðar. http://www.landsbankinn.is/um-bankann/stjornarhaettir/samthykktir/. Ríkið greiddi inn 775 milljónir við stofnun bankans. Ógreitt hlutafjárloforð var rúmir 23 milljarðar og 126 milljarðar á yfirverðsreikningi.

Á yfirverðsreikningi hlutafjár er nú um 121 milljarður, sem er lækkun um 3 milljarða frá fyrra ári, og 5 milljarðar frá stofnun.

Engin vissa er fyrir því að slík pappírsverðmæti haldi sér, eins og sagan hefur sýnt, og því ekki hægt að tala um að ríkið sé í ábyrgðum fyrir mörg hundruð milljarða hlutafé, sem ekki er til staðar. Þetta er bara bull.

Erlingur Alfreð Jónsson, 28.8.2014 kl. 09:31

26 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vel gert að vera með ársreikninginn fyrir framan þig.

Að mínu mati er þetta ekki pappírsverðmæti. Bankinn er að skila milljarða hagnaði árlega og ef og þegar bankinn fer á markað þá mun hann hækka í verði.

En það veit náttúrulega enginn fyrirfram.

En það sem ég er að segja er að ef það er ríkisábyrgð á einhverju fyrirtækjum þá er það ríkisábyrgð á bönkum.

Í fyrsta lagi er verið að innleiða lög hér á landi þar sem ríkið er ábyrgt fyrir 100.000 evrur á hvern reikning.

Ég væri alveg til að afnema ríkisábyrgð á bönkunum. Ég held því meiraséa fram að ef það hefði ekki verið nein ríkisábyrgð þá hefði ekki orðið neitt hrun því menn hefðu ekki leyft sér að taka svona mikla áhættu.

En það er gott að við erum sammála með það Erlingur að hér á ekki að vera nein ríkisábyrgð. Við ættum að sameina krafta okkar og berjast fyrir að afnema ríkisábyrgðina. 

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.8.2014 kl. 12:35

27 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég veit ekki til þess að ríkisábyrgð á innistæðum í bönkum hafi nokkurn tímann verið lögfest, þó Geir Haarde og félagar hafi lýst því yfir á sínum tíma. Hér innistæðutryggingarsjóður sem ekki er með ríkisábyrgð sem kunnugt er. Ég átta mig ekki alveg á þessu tali um ríkisábyrgð á bankakerfinu eða einstökum hlutafélögun innan þess.

Erlingur Alfreð Jónsson, 28.8.2014 kl. 12:49

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem fékkst fram með framferði framsóknrmanna, forseta og almennra þjóðrembinga er - að hér á landi er engin innstæðutrygging! Halló.

Hvað heldur fólk þá að þeir geri sem eigi innstæður í bönkum hér þegar og ef höftum verður einhverntíman aflétt hér? Hvað halda menn að fólk geri?

Þar fyrir utan snerist Icesaveskuldin aldrei nokkurntíman um ríkisábyrgð á bönkum. Aldrei nokkurn tíman.

Snerist um neytendavernd samkv. Evrópurétti. Að neytendur, innstæðueigendur, ættu lagalega bundinn rétt til lágmarksverndar.

Framsóknarmenn, forseti og þjóðrembingar sviftu íslendinga þeim rétti með óskapar- og ofsaframferði sínu. Sem er að vissu leiti viðbúið enda böðlast nefndir aðilar á landi og þjóð linnulítið og reyna að skaða og meiða sem mest.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.8.2014 kl. 13:05

29 Smámynd: Benedikt Helgason

@Erlingur Alfreð. Ef ég man rétt þá er gjaldeyrisskuldabréfið sem nýji bankinn gaf út og lagði inn í gamla bankann með forgang fram yfir aðrar kröfur og líka innistæður en ég þori samt ekki að fullyrða þetta.

En ef að það er rétt hjá mér þá er spurning hvernig þetta færi ef nýji bankinn væri settur í þrot.  Hann ætti þá strangt til tekið ekki gjaldeyri til þess að borga þetta og gamli bankinn fengi þá bara íslenskar krónur eða hvað?

Það er spurning hvort að það er ekki best að setja gamla bankann í þrot og hleypa bara nýja bankanum í gjaldeyrisvaraforða SÍ.  Þá þyrfti þrotabú gamla bankans strangt til tekið að greiða út kröfur í krónum og þar með skila gjaldeyrinum aftur inn til SÍ.  Má vera að þetta sé samt tæknilega erfitt að útfæra.

@Sleggjan/Hvellurinn. Meðan málið með gjaldeyrisskuldabréfið er ekki leyst þá er nýji Landsbankinn strangt til tekið verðlaus (greiðsluþrot í erlendri mynt).  Hann er að því leytinu til í svipaðri stöðu og útrásarbankarnir að hann á ekki gjaldeyri fyrir gjaldeyrisskuldum sínum. Munurinn núna samanborið við 2008 er hins vegar sá að núna á SÍ (skuldsettan) gjaldeyrisvaraforða til þess að forða bankanum frá þroti ef það er einhver áhugi á því. Norræna velferðarstjórnin hafði mikinn áhuga á því en það er óvíst hvort að Laugarvatnsstjórnin sé jafn áköf í það.

Það er ekki búið að innleiða 100.000 Evru trygginguna í lög og mikilvægt að gera það ekki fyrr en búið er að leysa vandræði nýja Landsbankans.   

Benedikt Helgason, 28.8.2014 kl. 13:38

30 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Var ekki Icesave búið mál?""

Jú Jú, gangavart okkur sem ekki áttum innistæður á Icesave eða voru ekki nógu vitlaus til að greiða innistæðurnar úr eigin vasa í von um að íslendingar væru nógu vitlausir til borga það til baka meða vöxtum.

Guðmundur Jónsson, 28.8.2014 kl. 16:43

31 identicon

Hvellurinn með enn eina skituna.

Það er engin ríkisábyrgð á hvorki Landsbankanum né skuldum hans.

Endemis bull er þetta ævinlega í þessum manni.

Auðvitað á Landsbankinn bara að fara í þrot eins og forveri hans, það væri þá ágætis minnisvarði um jarðfræðinginn að honum hafi tekist að setja nýja bankann í þrot á helmingi skemri tíma en bjöggarnir.

Þetta skuldabréf Steingríms er eitt stærsta vandamál þjóðarbúsins í dag, og ekki nokkkur lifandi maður veit hvers vegna það er í erlendri mynt.

Í þrot með hræið, það er alltaf miklu ódýrara fyrir skattgreiðendur en að velta þessu klúðri hans yfir á almenning.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 18:10

32 identicon

Og neik það er engin ríkisábyrgð á innstæðum heldur.

Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hverju vinstri nötthausarnir eru ekki tilbúnir að splæsa ríkisábyrgð á.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 18:12

33 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég beindi fyrspurn þessa efnis til fjármálaráðuneytisins.

Svarið sem ég fékk var að það væri engin ríksiábyrgð á innstæðum.

Sleggjan er því að fara með rangt mál hér eins og oft áður.

Ef þið trúið mér ekki skulið þið spyrja fjármálaráðuneytið.

Síminn er 545 9200 og póstfangið postur@fjr.is

Ómar Bjarki, það er alveg sama hvað þú berð hausnum við steininn, það er kominn bindandi dómur fyir því að þú hefur renagt fyrir þér.

Sama á við um sleggjuna.

Þið megið berja hausnum við steininn eins og þið viljið en það eina sem þið uppskerið verða blóðsúthellingar, af ykkur sjálfum.

Sigðurður: Fyrst seðló taldi ekkert mál að greiða yfir 300 milljarða í erlendum gjaldeyri þegar Iceave samninganir voru til umræðu.

Hvað finnt þér þá um áhyggjur sama seðlabanka af því að fjármálastöðugleika sé ógnað vegna þess að skuldbindingar í íslenskum krónum gætu verið minna virði en talið var vegna þess að verðtrygging þeirra sé sennilega ólögmæt?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.8.2014 kl. 01:44

34 identicon

Ég tel Má Guðmundsson vera í bullandi pólitík.

Hann lísti líka miklum áhyggjum af þensluáhrifum þess að leiðrétta húsnæðislánin um 8ö milljarða króna, og varaði við því að það gæti leitt til hækkunar stýricaxta.

Það heyrðist ekki minnsta mögulega múkk í sama manni þegar síðasta ríkisstjórn gerði fólki kleyft að taka út séreignina sína, sem var nánast upp á krónu sama upphæð, nei þá voru engar aðvaranir um þensluáhrif og komandi stýrivaxtahækkanir.

Síðan er náttúrlega bara alveg óboðlegt að eftir að hann varð uppvís að því að láta bankann borga kostnað af persónulegum málaferlum hans fái að sitja áfram eins og ekkert sé.

Sigurður (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 09:48

35 identicon

...svon náttúrlega var þessi sami Már fenginn til ráðgjafar hrunstjórninni haustið 2008, þar sem hann ráðlagði ríkisstjórninni að bjarga bönkunum frá falli.

Hvað hefði það kostað okkur?

Sigurður (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 09:49

36 identicon

@27 Erlingur, ríkið keypti Landsbankann fyrir skuldabréf á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda. Felldi m.a. brakið af Sparisjóði Keflavíkur inn í þetta ásamt öðru bixi.

Ef "nýji" Landsbankinn sem er að mestu í eigu ríkisins fer á hausinn er hann verðlaus og ríkið stendur uppi með yfir 350 miljarða skuldabréf sem fellur á íslenska skattgreiðendur og þetta bætist við annan beinan og óbeinan kostnað.

Þetta er til viðbótar Íbúðarlánasjóði sem er 250 miljarðar plús, plús...

Sumir gleypa þá þvælu um að gríðarlegur arður er af Landsbankann þetta er ekki af rekstri bankans menn eru að færa upp veð sem byggja á hækkunum á fasteignamarkaði sem hafur blásist upp vegna gjaldeyrishaftanna þar sem ekkert er hægt að kaupa fyrir verðlausar íslenskar krónur nema húskofa. Þeir lokuðu m.a. fjárlagatinu fyrir þennan "arð" en það er ekki endalaust hægt að byggja efnahag á "barbabrellum". Menn slepptu því að greiða af láni til Seðlabankans (færðu það inn í framtíðina á 0% vöxum) þetta kallast ekkert annað en peningaprentun á venjulegu tali. Án verðmætasköpunnar er þetta ekkert annað en ávísun á aukið hrun krónunnar þannig að þetta fiff koma Íslendingar til að borga.

Skatttekjur íslenska ríkisins eru um 550 miljarðar á ári og það er nú ekki neinn gríðarlegur vöxur annað en það sem byggir á neyslu.

Umræðan um íslenska efnahagskerfið er ekkert annað en svartipétur.

Gunnr (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 11:26

37 identicon

Gunnr,

Þetta er rangt hjá þér.

Ríkið er ekki í neinni ábyrgð fyrir hvorki Landsbankann né íbúðalánasjóð.

Sigurður (IP-tala skráð) 31.8.2014 kl. 10:30

38 identicon

@Sigurður

1. Það er enginn spurning að ríkissjóður ber ábyrgð á skuldabréfi því sem Landsbankinn var keyptur fyrir undirritað af Steingrími J, það er í raun óumdeilt og merkilegt að það hafi farið fram hjá þér. Skuldabréfið er á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda hvernig sem gengur með bankann. Hernig heldur þú að bankinn hafi komist í hendur ríkisins?

Raunar eru menn búnir að reikna sig út úr halla á ríkisútgjöldum með meintum "hagnaði" Landsbankans sem byggist á hækkuðum veðum en ekki með niðurskurði sem á eftir að koma enda er frestunarárátta Íslendinga ótrúleg.

2. Hvað varðar Íbúðarlánasjóð, er þetta opinber stofnun sem Íslendingar voru margvaraðir við af OECD og fleirrum í áratug fyrir hrun. ÍLS á ekki fyrir skuldum og þetta er framreiknað upp í ca. 250 miljarða. Íbúðarlánasjóður er í raun gjaldþrota ríkissjóður leggur til um 4-5 miljarða í ár til að halda þessu á floti. Ef ríkið hleypst frá þessum veðum, margfaldast skuldaálag á ríki og sjóðurinn er gjaldþrota. Eignir ÍLS eru íbúðarskuldir íslendinga verða þá í eigu kröfuhafa. Væntanlega verður þetta reiðarslag fyrir íslenska eftirlaunaþega í gegnum lífeyrissjóðina, húseigenda (skuldara). Ef stjórnmálamenn fella niður íbúðarskuldir, þeas raunverðmæti þeirra verður það á kostnað íslenskra skattgreiðenda og/eða íslenskra eftirlaunaþega og/eða skuldara. "Barreikningur" íslenska hrunsins er langt í frá greiddur.

Núna eru menn að fjármagna "skuldaniðurfærsluna" að helmingi frá skuldurunum sjálfum í gegnum framtíðar lífeyri þeirra og að hálfu leiti í gegnum "bankaskatt" sem verður augljóslega fjármagnað af skuldurunum sjálfum að hluta til.

Gunnr (IP-tala skráð) 31.8.2014 kl. 11:06

39 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

@Gunnr #36: Í fyrsta lagi veit ég ekki til þess að Landsbankinn (hinn gamli) hafi verið keyptur af ríkinu, (ekkert frekar en Kaupthing eða Glitnir). Ríkið stofnaði nýjan banka, NBI, og lagði honum til hlutafé með bókhaldsbrellum, eins og ég lýsti í athugasemd #25.

Í öðru lagi gaf Nýji landsbankinn (hlutafélagið) út skuldabréf í þremur myntum ásamt skilyrtu skuldabréfi til Landsbankans (hins gamla), alls nafnvirði við útgáfu um 350 milljarðar. Ég veit ekki til þess að á þessum gjörningum sé ríkisábyrgð. Alla vega gat ég ekki fundið það í skýrslu Steingríms um endurreisn bankanna. (http://www.althingi.is/altext/139/s/pdf/1213.pdf) Ef á þessum skuldabréfum er ríkisábyrgð ætti að vera hægt að finna um það heimildir í skjölum Alþingis og skora ég hér með á þig að koma með þær heimildir.

PS: Afsakið hversu löngu seinna þessi athugasemd kemur, sá ekki lok umræðunnar fyrr en nú.

Erlingur Alfreð Jónsson, 14.9.2014 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband