Miðvikudagur, 20. ágúst 2014
Sammála Gunnari
Deilihagkerfið er komið til að vera.
Hér er fjármagn fasti. Það geta allir verið sammála um það. Það er ekki til endalaust fjármagn.
Þessvegna er mikilvægt að nýta fjármagnið sem best og deilihagkerfið er lausnin
"Með þeim hætti næst fram betri nýting á auðlindum, mannafli og framleiðslutækjum"
Rétt er það.
Her mun aukast framleiðni og svo framvegis.
Eina ógnin eru sérhagsmunarhópar og sú ógn að stjórnmálamenn munu standa með þeim gegn almenningi. Ég bendi t.d á leigubílstjóra. Það var flutt mjög einhliða frétt um einhverja skutl-facebook síðu um daginn og talandi um að þessir skutlarar væru bara ótýndir glæpamenn á óskoðuðum bílum.... og misvitrir stjórnmálamenn (aðalega úr Framsóknarflokkinum) munu hoppa á þennan vagn og byrja á lagasetningum sem drepa deilihagkerfið.
Niðurstaðan verður því verri lífskjör fyrir alla.
hvells
![]() |
Deilihagkerfið alls engin ógn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
því miður sá ég ekki þessa frétt og hef meira fylgst með þessari umræðu út í heimi en þó menn seti fyrirvara að þá þýðir það ekki endilega að það sé verið að seta stein í götu. varðandi fólksflutningar og gististaði í atvinnuskyni að þá þarf augljóslega að gera frekari kröfur og mér þykir uber standa sig dapurlega í þeim málum út í heimi.
ég veit ekki til þess að airbnb né uber geri kröfur um að viðkomandi sé með öll tilskylin leyfi eða að fólk geri grein fyrir tekjunum sínum og greiði af þeim.
en hvernig í ósköpum geta "blaðamenn" á mbl sagt um airbnb og uber að fólk noti það milliliðalaust? ég hélt þetta væri skilgreiningin á notkun milliliðar.
er airbnb orðin stærsta "hótelkeðjan" á íslandi? hversu mikill peningur fer úr landinu til þeirra?
"Niðurstaðan verður því verri lífskjör fyrir alla."
eru einhver mælanleg rök fyrir að að lífskjörin hafi batnað í usa með tilkomu airbnb og uber?
hvað varðar nýtingu á eignum hjá einstaklingum í svona þjónustur að þá er ég hrifinn af því en ekki að það sé gert út á það en þetta er framtíðin eða réttara sagt nútíðin
tryggvi (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 11:34
tryggvi
Sú staðreynd að fjármunir eru að nýtast betur veldur því að lífskjörin aukast.
Þetta með að þessar síður "eru með öll tilskylinn leyfi" er algjör þvæla enda eru þessi leyfi mörghver algjör steypa. Möppudýrin hafa farið offari.
En það er auðvitað þannig að viðskiptavinir Uber vita að þeir eru að fá far með bíl útí bæ. Og taka því ákveðna áhættu. Fyrir þá sem þora ekki að taka þessa áhættu geta hringt í Taxa og þurfa þá að bíða lengur og borga meira.
Frjálst val.
Hættan lyggur í því þegar stjórnmálamenn vilja svifta þetta frelsi af fólki.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2014 kl. 13:04
eins og ég sagði þá sá ég ekki fréttirnar hér um þetta
fólk er í fullri vinnu og rekur auk þess heimili og á ekki að þurfa að vera í fullri vinnu líka sem neytandi og kynna sér skilmála sem eru tugir síðna af óljósum orðum.
ég sagði ekki neins staðar að eitthvað af þessum leyfum gætu ekki verið úreld. eina þvælan er sá hugsunarháttur að fólk eigi og þurfi stöðugt að vera á varðbergi og ekki geta treyst neinu því allt regluverk haldi aftur okkur.
endilega sýndu mér hvar það hefur verið sýnt að þessar síður séu að auka lífskjör. sparaðu annars fullyrðingarnar.
tryggvi (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 13:43
tryggvi
þeir sem vilja ekki "vera í fullri vinnu sem neytandi" geta þá bara tekið Taxa.
En ekki skemma fyrir hinum sem vill nota Uber
Allir sáttir
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2014 kl. 14:50
geturðu sent mér link á þessa frétt sem þú vísar í fyrst?
tryggvi (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 15:33
Ég bendi t.d á leigubílstjóra. Það var flutt mjög einhliða frétt um einhverja skutl-facebook síðu um daginn og talandi um að þessir skutlarar væru bara ótýndir glæpamenn á óskoðuðum bílum.... og misvitrir stjórnmálamenn (aðalega úr Framsóknarflokkinum) munu hoppa á þennan vagn og byrja á lagasetningum sem drepa deilihagkerfið.
Þetta er lélegt dæmi. Það kostar væntanlega fullt að vinna sem leigubílstjóri þannig að ef að einhver getur komist fram hjá öllum þeim kostnaði með því að vinna svart að þá skekkir það væntanlega samkeppnina. Sá sem að vinnur svart fer væntanlega ekkert eftir neinum reglugerðum og borgar engan skatt.
lala (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 20:52
Samkvæmt lögum á að borga skatt af öllum tekjum.
Hvort það er frá Uber eða annarstaðar
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2014 kl. 00:44
"En ekki skemma fyrir hinum sem vill nota Uber"
þegar það kemur að uber að þá varða þetta miklu fleiri en bara þá sem vilja nota uber. gráa svæðið varðandi tryggingar og réttindi eru ekki bara á milli farþega og uber bílstjóra heldur allra vegfaranda. sofia liu málið er að ég best veit óleyst
einnig varðandi það að skila inn sköttunum að þegar þú getur átt peninginn á paypal eða google wallet að þá er erfitt fyrir eftirlitið hér að fylgjast með.
einnig þessi ómælda hagsæld sem fylgir aðeins ódýrari akstri að miðað við tölur sem sjást á netinu að þá virðist uber vera þeir einu sem græða.
ég er allur fyrir að nýir hafi aðgang að mörkuðum sem ef til vill eru allt of lokaðir en ef eina leiðin er að sniðganga svona mikinn raunkostnað og koma honum yfir á aðra að þá þykir mér það ósniðugt.
tryggvi (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.