Sunnudagur, 17. ágúst 2014
Stormur í vatnsglasi
Þetta er stormur í vatnsglasi sem DV hefur haldið uppi.
Ef einhver nefnir "lekamálið" aftur á nafna þá æli ég á lyklaborðið.
hvells
![]() |
Viðbrögð Hönnu Birnu rétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið er vald DV. Nú hafa þeir dregið aðstoðarmann ráðherra fyrir dómsstóla, hvað næst ?
Jón Ingi Cæsarsson, 17.8.2014 kl. 13:21
Vald DV er gríðarlega mikið.
Finnst það reyndar mjög merkilegt í ljósi þess að DV er með 10% markaðshlutdeild.
Þeir eru reyndar með einn vinsælasta netmiðil landsins... það hjálpar gríðarlega mikið.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.8.2014 kl. 13:27
Kjósa innbyggjarar að vera auðmjúkir þjónar íhalds-klíkunnar í henni Reykjavík? Klíkunnar sem á allmikið af seðlum, nær eingöngu vegna innherjaviðskipta, einokunnar, ef ekki þjófnaðar.
Hvað er eiginlega í gangi með Íslendinga, líta þeir upp til þessara meðalmennsku plebba, flestir lítt menntaðir, kúltúrsnauðir smáborgarar?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 13:36
Haukur
Eini sanni þjófnaðurinn eru skattar.
Ég get farið útí búð og haft viðskipti og borga með fúsum og frjálsum vilja.
Skattaka er þjófnaður að því leyti að ríkir hótar fangelsisvist ef þú borgar ekki.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.8.2014 kl. 14:08
Þetta mál er ágætt áminning fyrir þá sem taka að sér að bera ábyrgð, að það er krafa að slík ábyrgð sé öxluð þegar við á. Hanna Birna og hennar aðstoðarmenn áttu að stíga strax til hliðar að eigin frumkvæði á meðan málið var rannsakað, en ekkert þeirra hefur gert það fyrr en nú að Hanna Birna biðst undan hluta af sínum ráðherraskyldum. Svona er siðferðið í íslenskri stjórnsýslu.
Erlingur Alfreð Jónsson, 17.8.2014 kl. 14:36
Ef þetta væri stormur í vatnsglasi þá væri ekki búið að birta starfsmanni ráðuneytisins kæru.
Eða finnst þér að við ættum að fá að ákveða það sjálf hvaða lögum við förum eftir?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 16:18
Lýgin í ráðherranum eftir lekamálið er það sem ég er mest hissa á.
Reyndi að klína þetta á Rauða Krossinn til dæmis og sagði að ekkert svona skjal væri til í ráðuneytinu. Bæði raklaus lýgi.
Á að treysta ráðherra sem lýgur? Nei eða Já?
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 17.8.2014 kl. 17:39
Alls ekki.
Hún má segja af sér mín vegna.
Einsog bent hefur verið á þá er minnisblaðið sjálft orðið aukaatriði en blekkingar og hylming ráðherra stóra dæmið.
Ég er svo mjög skeptískur við þenna Tony Omos gæja. Hann er tvísaga um faðerni, grunaður um mannsal og almenn hegðun hans er í raun mjög undarleg.
Við þurfum ekki mannsalsmenn hérna til lands.
"
Lögreglan leitar enn hælisleitanda sem senda átti úr landi í gær. Útlendingastofnun synjaði manninum um hæli en hann hefur dvalist hér á landi í um tvö ár. Maðurinn er grunaður um aðild að mansali.
Lögmaður mannsins fullyrðir að umbjóðandi sinni, Tony Omos eigi von á barni með nígerískri konu hér á landi og því ætti ekki að stía þeim í stundur. Konan er ein af níu nígerískum konum sem hingað komu fyrir um einu og hálfu ári. Nokkrar þeirra voru vanfærar og 7 þeirra dvöldust í Kristínarhúsi, athvarfi fyrir fórnarlömb mansals og fæddust þar þrjú börn.
Omos sat um tíma í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að vera einn skipuleggjenda mansalsins. Konan sem hann fullyrðir að beri barn sitt undir belti hefur sótt um hæli hér á landi, meðal annars á grundvelli þess að hún sé fórnarlamb mansals. Hún segir nú að Omos sé faðir barnsins en nú er rannsakað hvort Omos hafi beitt hana þrýstingi til að segja hann föðurinn.
Hann hefur samkvæmt upplýsingum Rúv verið tvísaga um faðernið.
Kastljós ræddi við tvær nígerísku kvennanna í Kristínarhúsi í fyrra. Þær lýstu nauðgunum og harðræði sem þær þurftu að þola áður en þær komu hingað til lands. Talsmaður Stígamóta sagðist sannfærð að þær væru fórnarlömb mansals. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rannsókn mansalsmálsins á Suðurnesjum umfangsmikil og flókin.
Lögreglumenn hafa sótt ráðgjöf frá Noregi þar sem talsverð reynsla er fyrir hendi af þessum málum. Þá hafa mörg DNA sýni verið tekin til að kortleggja tengsl hópsins og sannreyna vitnisburði. Omos hefur enn stöðu grunaðs manns. Hópur mótmælenda safnaðist saman í dag fyrir utan innanríkisráðuneytið til að mótmæla því að senda ætti Omos úr landi. "
http://www.ruv.is/frett/haelisleitandi-grunadur-um-mansal
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.8.2014 kl. 17:58
Eitt sinn var ég svo barnaleg og auðtrúa, að trúa/treysta því í sakleysi mínu, að dómsstólar og lögréttlætis-kerfi væru til þess gerð, að vernda alla borgara fyrir órétti ofbeldis-valdhafa (bankaráns-einokunarkaupmennsku). Og trúði því að með lögum/dómsstólum skyldi land byggja, og ólögum eytt!
Það eru mörg ár síðan að ég áttaði mig á að ég hafði rangt fyrir mér þá, varðandi þetta svokallaða "laga og réttarkerfi". Nú veit ég betur, en það dugar ekki öðrum, að ég viti betur, ef aðrir trúa enn því sem ég trúði fyrir mörgum árum síðan.
Að dæma innanríkisráðherra sekan, og víkja honum frá, án vandaðrar rannsóknar, (vegna DV-"rannsakaðs" brots), er alveg utan við allt sem getur talist til siðmenntaðs réttlætis löglegs ríkis. Það er svo enn verra að taka aðstoðarmann innanríkisráðherra (sem er valdaminni en ráðherra), og dæma hann sekan án vandaðrar rannsóknar og dómsmeðferðar (ekki eineltis-DV-slúðrarasögu-rannsóknar).
Hvernig er það með þessa ríkissaksóknara á Íslandi? Bjóða þeir alls ekki uppá heiðarlega og löglega verklags-framkvæmda réttarhaldsmeðferð, áður en fólk er dæmt og mannorðskrossfest opinberlega, samkvæmt óvönduðum spunafréttum DV-fjölmiðilsins, og bankaráns-matsfyrirtækja-co?
Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að trúa og treysta á blaðamanna-réttarhöld DV og mafíu-co? Ekki er DV-slúðrið Íslensk vönduð rannsóknar-löggæsla, né Íslenskur löglegur dómsstóll!
Eru kannski allir slúðurdóms-sekir uns þeir hafa sjálfir getað sannað sakleysi sitt? Fjármagnslausir og lögfræðinga-sviknir!
Ísland er enn þann dag í dag, verra en löglaust land, og er stjórnað af banka/lífeyrissjóðs/lyfja-mafíum! Eftirlitslaust og mafíu-meðvirkt mútað/hótað embættiskerfi er látið sjá um hvítflibba-afbrota-framkvæmdirnar! Með hótunum!
Æðstu krossfara-dómarar hamra aftökujárnið reglulega, svo eggjárnið bíti vel á saklaus og varnarlaus fórnarlömbin sem á að hóta, ræna og svíkja um rétt sinn!!!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.8.2014 kl. 19:06
Hvaða lyfjamafía stjórnar Íslandi?
Hef aldrei heyrt þessa kenningu áður.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.8.2014 kl. 19:54
Þessi Tony er líklega sekur , og á ekkert í þessu barni.
Hann má vera utan Íslands fyrir mér. Svo það sé á hreinu.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 17.8.2014 kl. 23:02
Mér er nokkuð sama um þennan Tony gaur. En ef hann er með eithvað skítugt í pokahorninu þá á hann auðvitað ekki að fá landvistarleyfi. En afgreiðslan á að fara eftir lögum.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.8.2014 kl. 14:05
Allt þetta mál er reyndar gott dæmi um að það er fatalt að ráðherra sem er pólitískt dýr sé sett í þá stöðu að geta skekkst um niðurstöðu stofnunar.
Ef málið varðar eithvað eins og flóttamann eða annað slíkt tilfiningamál þá verður hann alltaf undir gífurlegum þrýstingi að gefa undan.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.8.2014 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.