Föstudagur, 15. ágúst 2014
20% skattur
Ég er á því að hér á að vera 20% VSK af öllu saman.
Ég er með hlynntur VSK skattheimtu. Ef við ætlum okkur að rukka skatta á annað borð.
Þá er verið að skattleggja neyslu og þar með draga úr henni og á móti getum við lækkað tekjuskatt. Ekki undir neinum kringumstæðum eigum við að skattleggja tekjur. Ríkið er þá að refsa fólki fyrir að skapa verðmæti.
20%VSK á allt, 15% tekjuskattur og 10% fjármagnstekjuskattur væri flott skattkerfi.
hvells
![]() |
Ferðaþjónusta oft undanþegin VSK |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Varð það ekki Friðrik Sóf sem setti fram frumvarp um flatan 7% skatt?
Mér skilst að m.v. í dag að þá væri 10,5-11% flatur skattur á ALLT nægjanlegur til að auka skattheimtu um 15%
Óskar Guðmundsson, 15.8.2014 kl. 11:16
Það er ekki rétt sem fram kemur í fréttinni, leigubílar borga ekki virðisaukaskatt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.8.2014 kl. 11:54
Óskar
Mér skilst að pétur blöndal og ja... friðirik sóf settu frumvarp um 15% eða 20% skatt á allt. minnir mig.....
en það er líklega hægt að gúgla þetta.
En ég væri fyrsti maðurinn til að samþykkja 11% skatt á allt.
núverandi skattkerfi er allavega ekki boðlegt.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 15.8.2014 kl. 13:15
Sammála tillögunni um 20%VSK á allt, 15% tekjuskattur og 10% fjármagnstekjuskattur
Nú hefur þessi hægri stjórn setið 1/3 af kjörtímabilinu og hvar eru skattalækkanirnar?
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 15.8.2014 kl. 14:02
ég er 100% sammála þér og búinn að vera á þessari skoðun lengi
Wilfred (IP-tala skráð) 15.8.2014 kl. 14:30
"Ekki undir neinum kringumstæðum eigum við að skattleggja tekjur. Ríkið er þá að refsa fólki fyrir að skapa verðmæti."
Söluskattar refsa líka fólki fyrir að kaupa verðmæti, sem að væntanlega skemmir fyrir þeim sem að eru að selja þau?
Mér finnst að blandað fyrirkomulag sé best. Skattleggja tekjur þeirra sem að eru að græða kanski svona 500þús eða meira á mánuði og nota síðan skatta eins og vsk til að skatta aðra tekjulærri hópa.
gaur (IP-tala skráð) 15.8.2014 kl. 15:50
gaur
þú ert þá að skattleggja neyslu
skattleggja neyslu en halda sköttum á verðmætasköpun í hófi.
Ef þú hefur áhuga á að kynna þér hugmyndir um þetta þá get ég bent þér á
http://fairtax.org/
Þetta er hreyfing í USA sem berst fyrir því að hafa bara söluskatt og ekkert annað.
Fín rök.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 15.8.2014 kl. 19:21
eru þessar skattprósentur sem þú nefnir bara valdar af handahófi?
reiknarðu með að heildarlaunakostnaður starfsfólks verði óbreyttur og fólki fái þá töluvert hærra útborgað?
hvernig á ríkið að bregðast við þessum tekjumissi og hvar sker það niður? augljóslega er ég ekki að fara að kaupa mér 2 skyrdollur ef ég þarf bara eina og ekki 4 buxur ef ég þarf bara 2.
einnig hafa verið vakin spurningamerki við fairtax stefnuna (í usa) varðandi eldra fólk sem hefur borgað skatt af sínum launum alla tíð og svo á skattaumhverfið að breytast svona mikið.
einnig er spurning hvort fólk leiti meira út fyrir landið í sínum innkaupum
persónulega finnst mér að það ætti að setja meiri skorður á innsköttunarheimild fyrirtækja. einnig virðist vera rosalegur misskilningur hjá mörgum að fyrirtæki séu að skila meira til ríkisins ef það er með mikinn útskatt en sannleikurinn er sá að það þarf að horfa á hvert það er að selja sína vöru/þjónustu osfrv.
en samanber nýjar fréttir á vísi að þá treysti ég nú bb manna minnst til að fara fyrir skattbreytingum
tryggvi (IP-tala skráð) 18.8.2014 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.