Laugardagur, 9. ágúst 2014
Sönnun
Þetta er bara sönnun þess að hér á landi eru til örfáir hálvitar.
Ég hef verið kallaður dólgur, ógeðslegur, landráðamaður, aumingi og svo framvegis bara vegna pólítsikrar skoðana.
Hinsegin fólk er ekki eini hópurinn sem verða fyrir barðinu af hálvitum.
hvells
![]() |
Ótrúleg ummæli í athugasemdakerfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gleðigangan hefur orðið pólítískari með árunum, áhugavert.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 9.8.2014 kl. 18:55
Snýst þessi ganga ekki um að dásama fjölbreytileikan, eða er hún farin að beinast gegn tjáningarfrelsinu. Fólk má vera fífl, jafnvel þó það pirri fólk á egóflippi og með króníska sjálfsmeðaumkun.
Bjarni (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 20:00
Mér finnst þessi tilvísun í "hinsegin fólk" eða "hinsegin daga" ekki rétt. Jafnvel úrelt.
Fólk, sem berst fyrir viðurkenningu samfélagsins á því að fá að vera það sjálft, á ekki á sama augnabliki segjast vera eitthvað öðruvísi en þeir, sem það óskar eftir að vera lagt að jöfnu við. Þessi orðanotkun hjálpar ekki þessum hópi í sinni baráttu þó mikið hafi áunnist.
Erlingur Alfreð Jónsson, 9.8.2014 kl. 20:40
Hvellurinn ekki einn um að hafa verið ofsóttur á grundvelli stjórnmálaskoðana...
En fyrst að réttindi "hinsegin" fólks eru orðin svona mikil, hver er þá að gæta réttinda þeirra sem eru "svona" en ekki "hinsegin"? Hafa þau gleymst?
Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2014 kl. 01:24
Mér sýnist þetta nú bara vera mjög í stíl við ummæli sem maður les um víðan vef, frá honum Ómari Bjarka Kristjánssyni, einmitt og yfirleitt vegna stjórnmálaskoðanna fólks.
Þetta er allavega ekkert verra en niðurgangurinn hans Ómars.
Sigurður (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 13:18
@Erlingur
Þeir kalla sig sjálfir hinsegin, ætlar þú semsagt að stjórna hvað þau vilja kalla sjálfan sig ? , Semsagt þú ert með góðmennskunna svo uppmálaða að þú vilt hugsa fyrir þau?
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 10.8.2014 kl. 15:29
Ómar á það til að gæta ekki hófs þegar umræðan hitnar.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.8.2014 kl. 15:30
Um tjáningarfrelsð: Rétt eins og fólk hefur efni á að segja heimskulega hluti þá hefur fólk einnig rétt á að segja að hluturinn sé heimskulegur og veita því athygli að heimskulegi hluturinn hafi verið sagður. Það er ekki brot gegn tjáningarfrelsinu heldur það að nota eigið tjáningarfrelsi.
Um hugtakið hinsegin: Hinsegin fólk er ekki bara samkynhneigðir heldur allir þeir sem að falla undir þá hópa sem upplifa aðra kynhneigð en gagnkynhneigð og/eða aðra kynvitund en þá er samræmis þeim kynfærum sem þau voru fædd með og eða fæddust á milli kynja að einhverju leiti.
Um að vera öðruvísi: Það er rétt að "við erum eins og þú" hefur verið mikið notað í baráttunni fyrir mannréttindum og það er að koma í hnakkann á hinsegin baráttunni í dag þar sem að það er ófrávíkjanleg staðreind að engir tveir eru "eins" og sumir eru ekki jafn "eins" og aðrir.
Mannréttindabarátta hinsegin fólks á ekki að snúast um að fá að vera eins heldur um það að það á ekki að skipta máli að við erum ekki eins, að allar manneskjur eigi rétt á mannréttindum.
En þrátt fyrir allt sem hefur áunnist eru umtalsverðir fordómar í samfélaginu og þeir hverfa ekki bara við það að við hættum að tala um þetta.
Um réttindi þeirra sem eru "svona": Mannréttindabarátta snýst um að þeir sem eru hinsegin eigi að fá sömu mannréttindi og þeir sem eru "svona". Fólk sem er "svona" tapar ekki mannréttindum við það að hinsegin fólk fái þau líka.
Svona eins og ef að ég bæti stól við borðið til að allir geti sest þá þýðir það ekki að ég taki hann frá einhverjum öðrum.
Hans Miniar Jónsson., 10.8.2014 kl. 15:58
ég hef allsekkert á móti hommum sem í mínum huga eru ekkert frábrugðnir öðrum karlmönnum nema þeim finnst betra að taka í görn en góða piku. Ég meina smekkur fólks er misjafn.
En þetta fórnarlambavæl í þeim fer afskaplega í taugarnar á mér. þeir eru verri en femínistar og kvótagreifar til samans. Væla hreinlega út í eitt.
Óskar, 10.8.2014 kl. 16:09
Hvað áttu við með "fórnarlambavæl"?
Hans Miniar Jónsson., 10.8.2014 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.