Fimmtudagur, 7. ágúst 2014
Hvellurinn hafði rétt fyrir sér. Lesendur síðunnar stórgræða.
Hvellurinn hefur verið iðinn við að gefa lesendur síðunnar fjárfestingaráðgjöf.
Lesendur síðunnar hafa stórgrætt.
Hann benti á gott kauptækifæri í byrjun sumars um kaup á bréfum Icelandair. Bréfin voru ódýr eða 16,4. Bréfin hækkuðu gríðarlega mikið daginn eftir
Daginn eftir áréttaði Hvellurinn að enn væri kauptækifæri til staðar og Icelandair mundi ná 18,1 í sumar.
Nú er ágústbyrjun og bréf Icelandair eru komin upp í 18,9.
Með öðrum orðum þá hefur allt staðist sem Hvellurinn hefur spáð og ég vona að almenningur og lífeyrissjóðirnir fylgjast með........ það margborgar sig.
Frí fjárfestingaráðgjöf.
Það hefur aldrei gerst áður á Íslandi að hér sé stunduð ÓKEYPIS fjárfestingaráðgjöf. Enda stendur Hvellurinn með fólkinu í landinu.
kveðja
Hvells
![]() |
Mesti farþegafjöldi frá stofnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Athugasemdir
Geri ráð fyrir að flestir séu sáttir við smá auka pening og sérstaklega þegar ekki þarf að borga krónu fyrir að þyggja ráðgjöf.
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 7.8.2014 kl. 11:48
Er enn ráðlegt að fjárfesta í Icelandair?
Spyrill (IP-tala skráð) 7.8.2014 kl. 16:03
Hjartans þakkir fyrir góð ráð. Lögmálin sjá um að þú auðgast sjálfur á þeim. Karma er raunverulegt og þú hefur gert mörgum gott :)
Spyrill (IP-tala skráð) 7.8.2014 kl. 16:05
Bólan á hlutabréfamarkaðnum hefur nú ekki farið fram hjá nokkrum manni.
Lífeyrissjóðirnir kaupa nú og selja hver öðrum í nákvæmlega eins hringekjuviðskiptum og Jón Ásgeir og Pálmi Fonsari gerðu hér fyrir hrun.
Þetta er engu að síður bóluhækkun sem engin innstæða er fyrir.
Menn "græða" á pappírum, en það er ekkert á bak við þetta, að lokum töpum við öll því höggið lendir allt á lífeyrissjóðunum fyrir rest.
Sigurður (IP-tala skráð) 7.8.2014 kl. 17:06
Ef við notfærum okkur allar helstu kennitölur til þess að greina hvort það sé bóla á hlutabréfamarkaðinum þá kemur í ljós að íslensk hlutabréf eru ekkert hærra verðlögð en hlutabréf erlendis.
En ég er á því að setja lög á lífeyrissjóðina að þeir verða að fjárfesta a.m.k 75-80% erlendis. Ekki ósvipað norska olíusjóðnum.
Þú ert líklega sammála því Sigurður. EÐA HVAÐ?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 7.8.2014 kl. 17:22
Það þýðir ekkert fyrir þig að reyna að halda því fram að það séu einhver efnisleg rök fyrir þessum hækkunum á hlutabréfunum.
Þessar hækkanir eiga sér engar skýringar í rekstri félagsins, eina skýringin er hringekjuviðskipti þar sem pjakkar í stjórnum lífeyrissjóða fá kaupauka og bónusa fyrir góðan árangur í hringekjuviðskiptum að hætti útrásarvíkinganna.
Vissulega væri það gott mál ef sjóðirnir gætu fjárfest erlendis, en það er bara ekki hægt á meðan við erum í höftum.
Þetta er bara enn eitt merki um skaðsemi haftanna.
Á meðan komast menn upp með það að stinga undan gríðarlegum upphæðum út úr sameiginlegum lífeyrissparnaði landsmanna í formi allskonar bónussa fyrir vel unnin störf, sem allir vita að er ein risastór blekking.
Sigurður (IP-tala skráð) 7.8.2014 kl. 17:51
" í skjóli gjaldeyrishafta og fárra fjárfestingarkosta er ákveðinn eftirspurnarþrýstingur, þar sem til að mynda lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og tryggingafélög þurfa að ávaxta fé sitt á litlum og lokuðum markaði, sem ætla megi að þrýsti ávöxtunarkröfu markaðarins til hlutabréfa niður og leiði þannig til hærra markaðsverðs.
Sé hins vegar litið til þekktra verðkennitalna virðist sem svo að markaðurinn í heild sé ekki yfirverðlagður, eins og sagt er, þó svo að hlutabréf fáeinna félaga geti verið metin of hátt. Þá er ljóst að þær hækkanir sem hafa orðið á hlutabréfum íslenskra félaga eru ekkert einsdæmi. Hlutabréf hafa hækkað mjög víða um heim en í Bandaríkjunum á sér stað, svo eitt dæmi sé tekið, sama umræða og hér um hvort bólueinkenni sé að finna á markaðinum."
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2014/02/20/engin_bola_a_hlutabrefamarkadi/
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 7.8.2014 kl. 18:07
Að bera saman hlutabréfamarkað, eða bara nokkurn markað á Íslandi við markaði í opnum hagkerfum án hafta er bara samanburður sem er svo vitlaus að á ekki að þurfa að ræða.
Erlendis er það framboð og eftirspurn í alþjóðahagkerfi sem ræður hlutabréfaverði.
Það er ekkert slíkt til staðar hér.
Hér einfaldlega flæða peningar frá launþegum í hvermum mánuði inn í sjóði, sem vantar vinnu, og sú vinna verður að vera innanlands í minnsta gjaldmiðli heims.
Ekki vera með þessa vitleysu að bera saman hlutabréfamarkað á laugaveginum við Wall Street.
Sigurður (IP-tala skráð) 8.8.2014 kl. 13:08
@Spyrill
Já, hvellurinn er góðmennskan uppmáluð. Hefur góða þekkingu á hlutabréfum og trendum þeim tengdum. Um að gera að gefa þessar upplýsingar til almúgans, gefa þeim frjálst val að nýta sér sérfræðiþekkingar.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 8.8.2014 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.