Fimmtudagur, 10. júlí 2014
Möppudýrin
Við skulum athuga það að þessi könnun Neytendastofu var ekki ókeypis. Starfsmenn í þessari stofnun eru ríkisstarfsmenn og kosta skattborgara tugi ef ekki hundruði milljóna á ári.
"almennt voru notuð rúmmálsmerkt vínmál við sölu á sterku áfengi en töluvert vantaði upp á að viðkomandi búnaður væri löggiltur"
Barþjónninn notar rúmmálsmerkt vínmál....... gott
En þau eru ekki löggild!!!!! Það þarf augljsólega annað möppudýr til þess að votta að 50cl mæliglasi sé alveg örugglea 50cl.
Það er einsog hið opinbera halda að við almenningur séum hálvitar og getum ekki keypt okkur tvöfaldan gin í tonik án hjálpar möppudýrana.
hvells
![]() |
Vínmál hvergi í lagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sko, tvöfaldur gin í tónik! Vissi að við hefðum eitthvað sameiginlegt svo framarlega sem það er ekki Gordon´s!
En hvað sem löggildingu mæliglasins líður, eða kostnaðar við framkvæmdina, hvernig getum við verið viss um að það sem sett er í glasið sé það sem það á að vera? Neytendastofa skoðar aldrei innihaldið í flöskunum, bara mæliglasið til að ganga úr skugga um að rétt sé mælt í glasið. Hvaða máli skiptir löggilding mæliglas ef drykkurinn er útþynntur?
Erlingur Alfreð Jónsson, 10.7.2014 kl. 11:50
Getur fundið sjússaglós á netinu merkt 50 cl en þau taka 45 cl.
Og akkúrat það er verið að fyrirbyggja með því að löggilda þau.
Ekki væriru sáttu að vigtar í matvörubúðum væru ekki löggiltar...er það ?
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 12:54
Ég er fullfær um að taka mínar eigin ákvarðanir takk fyrir.
Spörum skattpeninginn sem fer í þetta og setjum í heilbrigðiskerfið.
Við Erlingur þekkjum 2xGT þegar við brögðum á því og þurfum ekki möppudýr til þess að votta það.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.7.2014 kl. 15:09
@2: Ef þær eru ekki löggiltar og verið að svindla á neytendum kæmi það fyrr eða síðar í ljós og viðkomandi söluaðili myndi tapa á því ef raunveruleg samkeppni ríkti. Það eina sem þingmannshræin okkar eiga að vinna að er að tryggja samkeppni á öllum sviðum og auka frelsi. Kjósendur eru hins vegar svo illa að sér að inn í sali þingsins rata alls kyns sauðir.
@1 og 3:
Tek undir með ykkur. Ég þarf engan til að segja mér hvar ég á að versla hvort sem það er matvara (ASÍ) eða áfengar veigar (Neytendastofa). Ef maður er ósáttur fer maður einfaldlega annað. Það er snilldin við frjálsan markað, þeir sem leggja sig fram gagnvart viðskiptavinum sínum græða á því.
Þurfa opinberar stofnanir ekki við og við að réttlæta tilvist sína?
Veit einhver hér hve mikið FME og Seðlabanki Íslands kosta skattgreiðendur?
Þarf ekki líka að senda þingflokksformanni Framsóknar þau skilaboð að þó hún vilji ekki Costco hingað vilji almenningur geta verslað ódýra vöru þar ef honum sýnist svo enda ekki allir á sömu launum og hún. Ef ég man rétt var frétt nýlega um að mikill gróði hefði verið á Högum (sem er auðvitað allt í lagi). Það segir manni samt að ekki er nægjanleg samkeppni á þeim markaði :-(
Ef þingheimi tekst að hindra komu Costco hingað hlýtur að renna upp ljós fyrir stórum hluta þjóðarinnar að þingheimur hefur of mikil völd fyrst hann getur skipt sér að því hvar venjulegt fólk kaupir í matinn.
Helgi (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 16:16
Ég kaupi mér aldrei á barnum nema ég sé með lögfræðing með mér sem kannar aðstæður fyrirfram.
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 10.7.2014 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.