Miðvikudagur, 9. júlí 2014
Framsóknarflokkurinn er í aðlögun að ESB
"Íslensk yfirvöld hafa viðurkennt að um annmarka sé að ræða en hafa þó ekki gert þær nauðsynlegu ráðstafanir sem eru nauðsynlegar til að tryggja fullnægjandi innleiðingu í samræmi við kröfur tilskipunarinnar."
Það er ljóst að Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi hafi nóg að gera í að innleyða ESB löggjöf hér á landi.
NEI-sinnarnir sjálfir.
Ef þeir eru samkvæmir sjálfum sér þá ættu þeir að neita þessu og segja upp EES samningum.
hvells
![]() |
Ísland fær tvo mánuði til að gera ráðstafanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Núverandi stjórnarflokkar í Noregi hafa ákveðna stefnu um að fara í ESB. Raunar eru andstæðingar ESB og raunar EES með um 10% þingstyrk. Það eru smáflokkarnir SV (systurflokkur VG) og Senterpartiet (áður bændaflokkurinn) sem er systurflokkur Framsóknarflokksins. Þessir tveir flokkar voru fyrverandi stjórnarflokkar síðustu árin í fráfarandi vinstristjórn sem sat í 8 ár og eru báðir gjörsamlega áhrifalausir. Í EES er litla Licthenstein með aðeins fleirri íbúa en Kópavogur og Ísland í gjaldeyrishöftum. 97% af viðskiptum EES er Noregur. Það verður ekki EES án Noregs. Noregur greiðir megnið af kostnaðinum og ÉES verður utan við risa fríverslunarsambandið við Bandaríkin (og væntanlega Kanada) og kostnaðurinn við EES verður skrúfaður upp. Ef Norgur fer i ESB þá leggst EFTA einnig niður enda ólíklegt að Svisslendingar, stór Kópavogur með Licteinstein og Ísland augljóslega af enda eiga þessar þjóðir lítið sameiginlegt.
EFTA hafði áður auk þessara landa en Lictheinstein kom seinna, Danmörku, Portúgal, Austurríki, Svíþjóð og Finnland allt ríki sem eru orðin ESB ríki og öll nema Svíþjóð evru ríki, en danska krónan er í raun bundin evru.
Gunnr (IP-tala skráð) 9.7.2014 kl. 15:29
Það er markviss stefna Høyre ráðandi stjórnarflokks að fara í ESB. Þetta vill einnig ráðandi flokkurinn á vinstrihlið stjórnmálanna norski Verkamannaflokkurinn. Þetta styðja einnig Framfaraflokkurinn, Kristileg folkeparti og Venstre sem hafa næstum 90% fulltrúa á norska þinginu.
Fyrri atkvæðagreiðsla um aðild að ESB var fyrir 20 árum og fór 51% sem sögðu nei vs um 49% sem sögðu já. Stór hluti kjósenda er kominn undir græna torfu enda vildi ekki fara í sama bandalag og Þjóðverjar. Eins voru kristnir söfnuður sem töldu ESB andkristilegt en þetta eru raddir sem eru þagnaðar. Það er samt klárlega fleirri sem eru ennþá á móti aðild í Noregi en þetta er að breytast. ESB er að komast út úr krísunni. Fríverslunarsamningur án Noregs er í huga norskra stjórnmálamanna óhugsandi þar eru gríðarsterk öfl bæði verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur og ef þeir fá yfirráð yfir sjávarútvegstefnunni fá þeir með sér fiskiðnaðinn og fiskeldið hafa þeir með sér auk langstaærsta flokk vinstrameginn Verkamannaflokkinn auk Hægri og miðflokkanna. Það er einugnis spurning um tíma, hvenær þetta gerist.
Andstæðingar ESB (og EES aðildar) hafa aldrei verið veikari enda er markvisst verið að stefna að aðild að ESB í Noregi.
Stóra spurningin er hvernig Ísland bregðist við ef norska LÍÚ fær yfirráð yfir sjávarútvegsstefnu bandalagsis og þeir eru í raun jafn hörð hagsmunasamtök en með norsk fánan, miklu ríkari og með nánast ómælda sjóði til að koma ár sinni fyrir borð.
Gunnr (IP-tala skráð) 9.7.2014 kl. 15:41
Auðvitað á að segja upp EES samningnum, annað væri firra.
L.T.D. (IP-tala skráð) 9.7.2014 kl. 19:56
Framsóknarmenn alltaf í rugli við sjálfan sig. Þessi flokkur er kýli á íslenskri þjóð.
kv
Slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 9.7.2014 kl. 21:24
Brynjar Níelsson um vinnu sína á Alþingi:
„Mér finnst ég gera lítið annað á þinginu en að innleiða einhverjar reglur frá Evrópusambandinu,“
Þetta er að vísu sjálfstæðismaður, en þeir tala gjarnan um að það væri afsal fullveldis að taka þátt í að móta þessar reglur sem okkur ber möglunarlaust að innleiða hér í gríð og erg.
Sigurður (IP-tala skráð) 9.7.2014 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.