Fimmtudagur, 19. júní 2014
Sögulegar rangfærslur
Það má segja hvað sem er í dag ef það þjónar pólítískum rétttrúnaði. Ef það stendur utan hans þá er það stranglega bannað.
Ég má t.d. ekki segja að múslimar fara illa með konur. Eða gyðingar ,svertingjar, asíubúar, Húsvíkingar eða hvað sem er í rauninni. Kæmist kannski upp með það að segja að hvítur miðaldra karlmaður fer illa með konur. Þá er maður kominn í svona pólítískan rétttrúnaðargír.
En þessi Auður forstöðukona Kvennasögusafnsins slengir þessu fram án þess að geta heimilda:
"Karlarnir voru hræddir við konurnar". Punktur. Eins og ekkert sé. Það vantar einfaldlega heimildir fyrir þessu Auður. Það er alls ekki söguleg staðreynd, af hverju að halda því fram.
kv
slegg
![]() |
Karlarnir voru hræddir við konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jú, jú, þú mátt alveg segja að múslimar fari illa með konur, en einhver mótmælir því kannski og þannig skapast umræða. Þannig virkar málfrelsið. Ekki vera hræddur við það :)
Wilhelm Emilsson, 19.6.2014 kl. 22:17
Málfrelsi felst ekki í því að koma með einhverjar bull fullyrðingar sem ekkert er á bakvið
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 19.6.2014 kl. 22:42
Hver sem er má segja nánast hvað sem er án þess að vísa í heimildir. En þessi kona gegnir forstöðuhlutverki "Kvennasögusafnsins" (Er þetta safn í boði skattborgaranna?). Það er ákveðin krafa að þessi kona sýni fram sagnfræðilega getur og komi ekki með staðlausa stafi, annars missir hún trúverðugleikan.
sleg
Sleggjan og Hvellurinn, 19.6.2014 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.