Föstudagur, 13. júní 2014
Hvenær ætlar kona að tala um efnahagsmál
Ég er áhugamaður um jafnrétti.
Það hefur náðst hér á landi í lagalegum skilningi og launum (það þarf bara taka tillit til allra þátta eins og reynslu, menntun og YFIRVINNU).
En svo er það frjálst hvort konur vilja vera í fjölmiðlum , koma sér á framfæri eða blogga (öllum frjálst að stofna bloggsíðu, en karlmenn einu sem nenna því).
Það var frétt í gær um að konur fá ekki að fjalla um efnahagsmál í fyrstu frétt í fréttum.
Það er vegna þess að konur hafa ekki efni á þessu. Vikan, Smartland Mörtu, bleikt.is og hún.is súmmerar upp ágætlega megináhugamál kvenna (meirihluti kvk les þetta og er að halda þessu uppi, óumdeild staðreynd). Ástæðan er mér hulin. Af hverju eru kvk alltaf að lesa svona heilaleysu?
Aftur að fyrirsögninni. Hvenær var skelegg kona að tala um efnahagsmál. Síðast þegar ég man var það Guðrún Jóhnsen í Janúar á þessu ári. Svo hafa liðið margir mánuðir.
http://kvennabladid.is/2014/01/20/gudrun-johnsen-skrifar-bok-um-hrunid/
Öllum konum er frjálst að fjalla um þessi mál. Ekkert feðraveldi sem er að trappa þau niður. Það er ímyndun. Það vantar grein eftir kvk í öll blöð. Fréttablaðið, Moggann, Kjarnann, nefnið það. Þessi blöð eru ekki með "þöggun". Bara skrifa vandaða grein.
Hvet konur til þess að láta sig þessi mál varða í jafnréttislandinu Íslandi.
kv
Sleggjan
![]() |
253 konur á móti 73 körlum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru yfirvaldakarlar sem vilja alls ekki fórna sínum siðblindu völdum. Alþýðukarlar eru venjulegir, jafnréttissinnaðir, og ekki yfirvaldasjúkir.
Konur og karlar eru/verða aldrei eins, og það verðum við öll að horfast í augu við og viðurkenna. Réttindi karla og kvenna eru jafn mikilvæg. Jafnrétti þýðir jafn réttur allra.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.6.2014 kl. 04:12
Konur eru ekki minnihlutahópur, heldur helmingur mannkyns. Þau 50% mannkynsins eiga jafn lítið sameiginlegt og jafn margt sem greinir þær að sem einstaklinga og hin 50% mannkynsins. Að segja að allar konur lesi Smartland er eins og að segja að allir karlmenn horfi á fótbollta. Sem er bara barnaleikur þar sem elst er við bollta án þess að neinn augljós tilgangur sé með því og það er allt í lagi með það. En hafa allir karlmenn áhuga á fótbollta? Nei, flestir karlmenn í heiminum hafa engan áhuga á honum. Og konur? Lesa þær allar Smartland? Nei, það er að mestuleyti auglýsingapési um snyrtivörum og milljarðar kvenna lifa við einhvern trúarbrögð sem banna þeim að nota slíkt. Milljarðar í viðbót nota þær en hafa ekki áhuga á að lesa um þær.
Vélmenni. (IP-tala skráð) 14.6.2014 kl. 05:40
Vélmenni. Já, þú segir satt. Það er ekki hægt að búa til einhvern gervisannleika, eins og sumir reyna endalaust að troða uppá bæði kerla og konur. Það þora því miður ekki nógu margir að segja frá staðreyndum og auglýsingablekkingum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.6.2014 kl. 11:04
@Vélmenni
Hlutfallslega fleiri konur en karlar lesa Smartland, Vikuna og þessi sorprit.
Ekki reyna að snúa útúr mínum orðum þó þú sért robot. Nefni aldrei "allar" því það væri of mikil fullyrðing.
Stend ennþá við mína færslu með sorg í hjarta.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 14.6.2014 kl. 13:09
Þetta er rétt og hlutfallslega fleiri karlmenn lesa bílablaðið og íþróttablaðið en konur, en í sjálfu sér er ekkert gáfulegra við barnalega bolltaleiki eða bílaleiki fullorðinna manna en varaliti og húðkrem.
Vélmenni (IP-tala skráð) 14.6.2014 kl. 21:56
Femínistar hafa minnimáttakennd yfir því að konur lesi Smart og Vikuna.
Karlmenn eru nokkurnvegin sléttsama við að hafa áhuga á boltanum og bílum.
Af hverju eru femínistar svo ahugasamir að vilja að kynin hafi áhuga á þvi sama.
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 14.6.2014 kl. 22:19
Vélmenni
Þitt eigið komment sannar fullyrðinguna hjá Sleggjunni.
Þú segir að þessi kvennablöð er uppfull af snyrtivara auglýsingum.
Snirtivörur eru fyrir kvennmenn og fyrirtækin sem auglýsa vita hver markhópurinn er sem les þessi kvennablöð.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 15.6.2014 kl. 13:42
Afhverju kallarðu þau sorprit? Afhverju ættu þau að vera sorprit frekar en bílablaðið eða íþróttablaðið? Þetta er 80% auglýsingapési, greinar um húðkrem og svona, hvaða konur mættu á snyrtivörukynningu og hverjir voru á tískusýningunni (söluviðburðinum)/ 10% afþreyingarefni persónuleikapróf og slíkt, svipað og efnið á Facebook sem kallar og konur eru að deila og 10% slúður (í þágu snyrtivöruiðnaðarins), hvaða kona sem er fyrst og fremst fræg fyrir útlit sitt var að deita Brad Pitt. Þetta er ekkert sorp, heldur meinlaust tómstunagaman sumra kvenna. Sem breytir því ekki að milljarðar kvenna nota hvorki snyrtivörur né hafa áhuga á frægu fólki. Hafa karlmenn almennt áhuga á hagfræði? Nei, þeir vita flestir ekkert um hana. Hagfræði er mjög flókin grein og því betur menntaður sem maður er í hagfræði, þeim mun minna þykist hann skilja hana. Hagfræði er ráðgáta jafnvel í augum hagfræðinga. Það hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna að karlmenn fara oft að tala um "alvarleg" mál, tengd peningum þegar konur eru í nánd, afþví þá virðast þeir vera góðir skaffarar sem af þróunarsögulegum ástæðum á að virka á hitt kynið. Kvenfólk hefur áhuga á snyrtivörum af sömu ástæðum og karlmenn hafa ef til vill áhuga á hagfræði, þó fæstir þeirra búi yfir vitsmunalegri getu til að geta lesið sér til gagns í alvöru hagfræði.
Vélmenni (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 04:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.