Miðvikudagur, 4. júní 2014
Skýr skilaboð til NEI sinna
Þetta eru skýr skilaboð frá þjóðinni til Heimskýn.
Eftir að ríkisstjórnin REYNDI að draga umsóknina til baka með sklúðurslegum hætti hefur fylgið hrunið af ríkisstjórninni og hún mælist ekki með meirihluta.
Það er greinilegt að þjóðin vill betri lífskjör hér á landi og þessvegna vill hún klára samninginn um ESB.
Nú ættu nei sinnar að griða upp um sig buxurnar og hætta að stinga höfuðið í sandinn.
Já við ESB
hvells
![]() |
Litlar breytingar á fylgi flokkanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei sinnar stinga hausnum í steininn en ekki í sandinn.
Trausti (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 17:27
Nei sinnar vilja halda yfirráðum yfir auðlindum landsins og fiskimiðum umhverfis það en ekki framselja slík yfirráð til embættismannakerfisins í Brussel.
Nei sinnar hafa vit á því að sjá og skilja að viðræður um skilgreinda tímaáætlun um upptöku ESB-sáttmálans og tengdra skilyrða er ekki samningur.
Nei sinnar lifa ekki í voninni að hægt sé að ná afsláttarkjörum frá regluverki ESB með "góðum" samningi.
Erlingur Alfreð Jónsson, 4.6.2014 kl. 22:29
Erlingur er óupplýstur um ESB mál. Vona að hann lesi ser betur til.
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 7.6.2014 kl. 11:37
Mér þætti vænt um að bent verði á að hvaða leyti hef ég rangt fyrir mér í mínum fullyrðingum frekar en að henda fram sleggjudómi um að vera óupplýstur.
Erlingur Alfreð Jónsson, 7.6.2014 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.