Hugsi

Ég er mjög hugsi.

Það er mjög varhugavert að hleypa VG að þessu samstarfi.

BF segist vera frjálslyndur miðju flokkur en hefur alltaf hallað til Vinstri. Sem dæmi setti oddviti BF lækkun útsvars neðst á forgangslista.

Það er hrein vinstri stjórn í Reykjavík og mín spá er að efnhagurinn í RVK verði ein brunarúst eftir fjögur ár.

hvells


mbl.is Sá vinstrisinnaðasti í langan tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar skuldir eru miklar er ekki rétti tíminn til að lækka útsvar.

Auk þess er það ábyrgðarleysi og jafnvel lýðskrum að boða lækkun skatta án þess að tilgreina hvar eigi að skera niður á móti eða hvernig eigi að afla nýrra tekna. Ef tekjuaukningarleiðin er farin verður að auka tekjurnar áður en útsvar er lækkað.

Eins og nú háttar til með gífurlegar skuldir borgarinnar (sem þó hafa lækkað mikið á síðasta kjörtímabili) er ekki tilefni til að lækka útsvar jafnvel þó að tekjur myndu aukast. Það á að vera forgangsverkefni að lækka skuldir sem enn eru hættulega miklar.

Skattar á Íslandi eru lægri en hjá flestum ef ekki öllum velferðarþjóðum heims. Ef við viljum nálgast þær í velferð lækkum við ekki skatta. 

Við bætum ekki heilbrigðiskerfið, menntakerfi, velferðarkerfið eða stjórnsýsluna  með lækkun skatta.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.6.2014 kl. 10:19

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skuldastaða í Reykjavík er slæm vegna eyðslu.

Það á að lækka skatta strax og lækkka eyðslu þeim meira.

Það eru allir sammála því að heimili landsins eiga ekki að eyða einsog enginn er morgundagurinn og maxa kreditkortið sitt og eyða um efni fram. Menn eiga að sína ráðdeild.

Þannig hugsun á að gilda um stjórnmálamenn.

Að fara vel með annara manna fé.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 2.6.2014 kl. 10:39

3 identicon

Á hvaða sviðum hefur borgin eytt meiru en góðu hófi gegnir? Mér sýnist að ýtrasta sparnaðar hafi verið gætt. Það má þó eflaust alltaf gera betur til að greiða enn frekar niður skuldir. Ekki veitir af.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.6.2014 kl. 13:36

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eyðslan hefur farið úr böndunum á allfelstum sviðum.

Ef við skoðum eyðslu per íbúa seinustu 20ár þá hefur hún tvöfaldast.

Þetta er í raun galinn rekstur.

Og útsvarið er í toppi.

Til hamingju Reykjavík!!

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 2.6.2014 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband