Stálpípuverksmiðja- Upprifjun

Sleggjan hefur fylgst með pólítíkinni í meira en tíu ár.

http://www.vf.is/vidskipti/40-milljon-dollara-stalpipuverksmidja-ris-i-helguvik/8128

"Nú fyrir stundu voru undirritaðir samningar um byggingu stálpípuverksmiðju í Helguvík. Undirskriftir fóru fram á Ránni og voru það Valgerður Sverissdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ellert Eiríksson bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Barry Bernsten forstjóri IPT og Pétur Jóhansson hafnarstjóri sem skrifuðu undir. Kostnaður við verkefnið er áætlaður um það bil 40 milljónir bandaríkjadala, en hráefniskostnaður verður um 10 milljónir bandaríkjadala.Fyrsta verksmiðjan verður 17.500 fermetrar á um það bil 43.000 fermetra lóð, en framleiðslugeta verksmiðjunar er áætluð um 175.000 tonn af stálrörum. Byggingaframkvæmdir á lóðinni hefjast tíu mánuðum eftir að lokið hefur verið við fjármögnun verkefnisins en Barry Bernsten sagði í samtali við Víkurfréttir að mjög líklegt væri að verksmiðjan yrði komin í gang um mitt ár 2004.

Talið er að verksmiðjan skapi um 200 stöðugildi en einhver hluti vinnuafls verður innfluttur fyrst um sinn vegna kennslu og þróunar hér á landi. Þá mun IPT á Íslandi framleiða stálrör samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, að þvermáli um það bil 50-160 millimetra. Rörin verða af mestu gæðum sem þekkjast á markaði í dag, og verður hvert einasta rör þrýstiprófað á grundvelli ISO 9000 staðalsins. "

 

 

Þetta er 24 maí 2002. Hvað ætli var í gangi nokkrum dögum seinna?

KOSNINGAR KANNSKI?

 

Hvað er að gerast núna, er það ekki Kísilverksmiðja.

 

kv

sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

glæsilega áminning fyrir kjósendur

Rafn Guðmundsson, 29.5.2014 kl. 00:26

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er mjög áhugavert.

Góð rannsóknarblaðamennska hjá Sleggjunni.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.5.2014 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband