Dreift safn

Ef menn vilja spila á hlutabréfamarkaðinn er mikilvægt að dreifa hlutabréfasafninu á nokkur fyrirtæki.

Best væri að nota 40% af sparifénu og kaupa í skuldabréfasjóðum. Þú getur svo leikið þér með 60% á hlutabréfamarkaðinum.

Íslenski markaðurinn er mjög mikill og best væri að kaupa í 3-5 fyrirtækjum. Þið verðið að passa að eiga hlut í mismunandi geirum atvinnulífsins. Ef þú átt bara í VÍS, Sjóvá og TM þá ertu með öll eggin í tryggingageiranum. ÞAÐ GENGUR EKKI.

Best væri að hafa helming af hlutabréfum í fyrirtækjum sem lifa á gjaldeyristekjum (Icelandair, Össur, Marel, HB Grandi) og svo hinn helminginn í fyrirtækjum sem eru á innanlandsmarkaði (Hagar, N1, Vodafone, Reginn, tryggingafélögin)

Þegar höftin fara þá er gott ráð frá Hvellinum að vera með peningana sína í félög sem eru með tekjur sína í gjaldeyri. Þú getur víst ekki fjárfest í gjaldeyri áður en höftin fara og þessvegna er næstbesta að fjárfesta í fyrirtækjum sem er með gjaldeyristekjur.

Þess má geta að tryggingafélögin eru með mikla fjármuni á hlutabréfamarkaðinum sjálfir. Þessvegna áttu alls ekki að fjárfesta í tryggingafélögunum nema að þú hefur mikla trú á kauphöllinni íslensku því þessi þrjú tryggingafjélög eru með mikla peninga á þeim markaði.

hvells


mbl.is Tryggingafélög fjárfesta í hlutabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar að prófa að spyrja þig aftur, af því sem ég spurði þig um daginn.

Hvernig rökstyður þú að hlutabréf í Icelandair hafi þrefaldast frá 2010.

Síðast þegar ég spurði, var svarið að 2010 hafi félagið verið undirverðlagt.

Mér finnst það ekki vera neitt svar.

Hvað réttlætir að hlutur sem kostaði 6kr 2010 kostar í dag 18kr.

Þú segir að félagið hafi verið undirverðlagt, ég segi að þetta sé nákvæmlega sama bullið og var í gangi fyrir hrun.

Innistæðulaus bóla sem mun springa, fyrr eða síðar.

Það er EKKERT í rekstri félagsins sem skýrir þreföldun á hlutabréfaverðinu.

Fólk er ótrúlega fljótt að gleyma.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 20:35

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þú skoðar verðkennitölur erlendis t.d í evrópskum og bandarískum kauphöllum þá sérst vel að hlutabréfin hér á landi eru ekki yfirverðlögð.

Svo hefur rekstur Icelandair stórbatnað. Ferðamannaiðnaðurinn hefur vaxið hér á landi. Icelandair hefur bætt við ferðum, keypt fleiri vélar og hagnaðurinn hjá Icelandair jókst um 24% á milli ára samkvæmt síðasta ársreikningi.

Þér er frjálst að hlusta ekki á mig og berja hausnum við stein en ég hvet þig til þess að fjárfesta og græða smá pening.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 28.5.2014 kl. 21:23

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þap er smá bóla í gangi hérna sökum haftanna. Held það se frekar almenn vitneskja.

Ég endurtek, smá bóla, engin svakaleg.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 28.5.2014 kl. 23:13

4 identicon

Hlutabréfaverð í þessu félagi er búið að þrefaldast án nokkurra eðlilegra skýringa frá 2010.

Sá sem sér gróðavon í því að kaupa bréf í þessu rugli í dag hlítur að vera meira en lítið klikkaður.

Þetta er hringekjurugl á milli lífeyrissjóða, nákvæmlega sama sýndarbullið og hringekjuviðskipti þeirra Pálma og Jóns Ásgeirs var fyrir hrun.

Löglegt, en það eru engir nema innsta klíkan sem græðir á þessu.

Sigurður (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband