Mánudagur, 26. maí 2014
Hanna Birna hefur vaxið í starfi
Við skulum ávalt fagna því þegar ráðherra ákveður að fara að tillögum hagræðingarhópsins. (hvað eru hinir ráðherrarnir að spá?)
sjá tillögur hér
Að mínu mati hefur Hanna Birna risið í sínu embætti. Það er erfitt verk að sameina sýslumannsembættin. Þeir eru rótgróin og viðkvæmt mál sérstaklega á landsbyggðinni þar sem hann er stór vinnuveitandi. Það þarf pólítiskt þrek að takast á við þetta og greinilegt að Hanna Birna ætlar ekki að skerast undan.
Jákvætt er að dreifa verkefnum útum allt land. Það á ekki að vera regla að öll störf í opinberri stjórnsýslu skuli vera á höfuðborgarsvæðinu. Það er mikill kostur að hafa þau dreif útum allt land. Ekki bara byggðarsjónarmið heldur ákveðin hagræðingasjónarmið m.a vegna þess að skirfstofuhúsnæði eru ódýrari útá landi og starfsmannavelta er mun minni sem sparar pening og skapar ákveðin þekkingarauð á viðkomandi vinnustað.
hvells
![]() |
Verkefni flutt til sýslumanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.