Laugardagur, 24. maí 2014
Gott og vel
Í fyrsta lagi er ekki verið að einkavæða LV einsog hún leggur sig. Heldur veita lífeyrissjóðum fjárfestingatækifæri á 10-20% af Landsvirkjun.
Lífeyrissjóðirnir er í almannaeigu og er því lítil breyting á eignarhaldinu raun og veru.
En þessi yfirlýsing frá VG kemur ekki á óvart....svo kemur ekki á óvart að þau nefna ekki hvar á að fá allan þennan pening til að borga fyrir þjóðarspítalann
hvells
![]() |
Leggjast gegn einkavæðingu á almannaeigum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þau leggjast hinsvegar ekki gegn ríkisvæðingu einkaskulda.
Athyglisvert...
Guðmundur Ásgeirsson, 24.5.2014 kl. 20:46
ég er á móti ríkisvæðingu einkaskulda
leiðrétting framsóknarflokksins sem dæmi
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2014 kl. 20:55
Hvað með Icesave sem annað dæmi?
Guðmundur Ásgeirsson, 24.5.2014 kl. 21:04
Jæja Guðmundur, gufaði Icesave skuldin upp?
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2014 kl. 22:30
Hvaða skuld og hvers ert þú að tala um?
Kannski sá sem gamli einkarekni Landsbankinn skuldar breska innstæðutryggingasjóðnum og hollenska seðlabankanum?
Það er nefninlega sú skuld sem stafar af einkarekstrinum á Icesave.
Sem betur fer er það einkaskuld sem varðar almenning ekki neitt.
Það hljótum við að vera sammála um að sé hið besta mál.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.5.2014 kl. 00:47
Fyrigefðu ég ætlaði ekki að vera sá dóni að svara ekki spurningunni.
Nei sú skuld gufaði ekki upp. Skuldir gera það almennt ekki þó að sá sem var einn stærsti einkahluthafinn í þessum banka hafi reynt að halda því fram.
Hún er ennþá einkaskuld einkafyrirtækis við erlenda aðila, og sem betur fer hefur engum tekist að ríkisvæða hana þó það hafi talsvert verið reynt.
Sem andstæðingar ríkisafskipta hljótum við að fagna því.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.5.2014 kl. 00:52
Landsbankabrèfið
hvells (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 18:37
Jamm, Landsbankabréfið er hluti af þessu, og þar sem það er ólöglegt þá er lausnin á því mjög einföld:
Það er óskiljanlegur hugsunarháttur að vilja borga ólögvarðar kröfur.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2014 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.