Föstudagur, 23. maí 2014
Flugvöllurinn og Sundabraut. Góð lausn fyrir alla.
Svona geta tillögurnar litið út sem allir gætu verið sáttir við.
Í framsóknarflokknum eru ákveðin trúabrögð á það að ekki skal hrófa við flugvellinum. En þessi leið er góð. Sundabrautin gerir þetta fýsilegt.
![]() |
Sundabraut formlega á dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Facebook
Athugasemdir
Of nálægt Esjunni og Úlfarsfellinu, skelfileg ókyrrð í N, NA og SA áttum. En akkuru ekki að byggja þarna?
Hvumpinn, 23.5.2014 kl. 16:15
Sammála þér hvumpinn, við fljúgum ekki frá tungubökkum sem eru þarna rétt hjá ef það ser norðan vindur og kambur á Esjunni.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 17:18
Þessi staðsetning er sett fram af einhverjum sem hefur takmarkaða þekkingu á aðstæðum til flugs á höfuðborgarsvæðinu, Bessastaðanes væri skárri kostur en þetta, en besti kosturinn er að flugvöllurinn sé þar sem hann er í dag.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 17:21
Alveg fáranlegt þegar leikmenn vilja flytja flugvöll hingað og þangað.
Það þarf margra ára gagnasöfnun á vindstefnu og styrk á þeim stað, þegar að flytja á flugvöll.
Þessi staðsetning er eins og sumir hafa bent á allt og n´lægt fjöllum.
Látum fagmenn um að segja hvaða flugvallarstæði eru möguleg.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 17:50
Ekkert lízt mér á þessa staðsetningu. Bezt er að hafa hann áfram í Vatnsmýrinni. En eins og Hvumpinn benti á, gæti Geldingarnesið verið ákjósanlegt fyrir þéttingu byggðar. Það væri t.d. ágætt að flytja ráðhúsið burt frá Tjörninni og þangað upp eftir. Ég á hvort eð er aldrei erindi á ráðhúsið, eða þegar ég fer þangað, þá er alltaf snobbveizla fyrir listamannaelítuna í boði Gnarrs, lokuð almennum Reykvíkingum, sem hafa borgað fyrir ráðhúsið gegnum skatta og útsvar og þarmeð eiga það.
.
Í 101 og 107 ætti ekki að byggja neitt meira og heldur ekki að loka neinni flugbraut. Mér finnst fínt að hafa þetta opna svæði þar sem flugvöllurinn er núna. Alltaf spennandi að sjá hvort það komi hjólför á bílþakið hjá manni. :)
Pétur D. (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 18:21
Því miður, of nærri fjöllum. Landfylling í Skerjafirðinum er sennileg besta lausnin, þótt kostnaður kunni þá að seika byggingu nýs flugvallar eitthvað.
Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 18:31
Innanlandsflugið til keflavikur, eini raunhæfi kosturinn.
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2014 kl. 19:12
Ég vil að Keflavíkurflugvöllur verði færður til Reykjavíkur. Hvers vegna á eini alþjóðlegi flugvöllur Íslands að vera staðsettur í útkjálkabyggð? Ha?
Pétur D. (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 19:15
"of nálægt esjunni" " of nálægt úlfarsfellinu"
Þar sem flugvöllurinn er núna er of nálægt MIÐBÆ 101 REYKJAVÍK!!!
Það er ótrúlegt að þið eruð að verja skyndiákvörðun Breta með því að rissa upp tímabundin flugvöll í skyndi. Þeir nenntu ekki að setja flugvöllin lengri í burtu en vatnsmýrinni.
Með því að stiðja Bretana og herlið Breta með þessum hætti eruð þið í raun að styðja ICESAVE!!!!!
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2014 kl. 19:16
Já slegg og látum stjórnsýsluna og Landspítalann fylgja með þangað, við getum byggð nýtt alþingishús í Grindavík.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 19:29
Þetta var engin skyndiákvörðun Breta, upphaflega ákvörðun bæjarstjórnar Reykjavíkur líklega milli 1920-30.
Hvumpinn, 23.5.2014 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.