Föstudagur, 23. maí 2014
Skynsamlegt skref
Þetta er mjög skynsamlegt skref.
Það á að losa um eignir ríkisins sem fyrst. Það sjá allir að ríkið hefur ekkert með það að gera að reka banka. Við búum ekki á 19.öld lengur.
Best væri að selja landsbankann og 30% í LV svo hægt sé að greiði niður skuldir ríkisins og þar með auka lífskjör hér á landi.
hvells
![]() |
Sala á Landsbankabréfum á næsta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einhvernveginn þar náttúrulega að borga millifærslu framsóknarmanna og sjalla frá hinum verr stæðu til hinna betur stæðu.
Sjálfsagt alveg eins gott að selja þetta eins og hvað annað.
Sporin hræða hinsvegar þegar sjallar ætlað að fara með puttana í slík efni. Sporin hræða mikið. Mjög mikið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2014 kl. 10:26
Sporin hræða segir þú.
Ég mundi hræðast það ef Davíð og Halldór væru að einkavæða ennþá en nú er nýtt fólk í brúnni.
Og aðhald almennings meira.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2014 kl. 12:50
Nýtt fólk í brúnni?
Bjarni Ben og Sigmundur Davíð.
Guð hjálpi okkur...
Einar (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 14:31
Ríkisvæða einkaskuldir, einkavæða allt sem er verðmætt - það er trúarjátning nýfrjálshyggjurugludalla.
Starbuck, 23.5.2014 kl. 15:12
Ef þú veist eitthvað um frjálshyggju þá áttu að vita að stefnan þeirra er alls ekki sú að einkavæða ríkisskuldir. HELDUR ÞVERT Á MÓTI.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2014 kl. 15:18
Aðvörun til þeirra sem eru að hugsa um að fjárfesta í Landsbankanum, eigið fé Landsbankans dugar ekki einu sinni fyrir skuldabréfinu til gamla bankans og er því hlutaféð uppurið, Auk þess vantar töluvert upp á varúðarniðurfærslur lána eins og yfirdráttareikninga svo ég hvet fólk til að vera alls ekki að fjárfesta í einhverju sem það veit ekki hvað er. Ef þú lesandi góður veist ekki hvað cad hlutfall er eða hvernig áhættustýring virkar þá skalt þú hugsa þig tvisvar um áður en þú fjárfestir í Íslenskum banka því við erum með steingelt fjármálaeftirlit.
valli (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 15:31
Hvellur og Bjarni Ben aðhyllast stefnu sem leiddi til hruns, og ég er handviss um að við munum fá annað hrun og verra. Og aftur verður ætlast til þess að almenningur borgi brúsann. Þeir sem aðhyllast nýfrjálshyggju eru flestir tækifærissinnar sem hugsa ekki um annað en gróða fyrir sjálfa sig og þeir styðja ríkisvæðingu einkaskulda ef það hentar þeim.
Starbuck, 23.5.2014 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.