Ekki í fyrsta sinn

Ég er alveg viss um það að ef sjúklingur hafi dáið vegna vanrækslu í einkafyrirtæki þá mundi Ögmundur ekki hafa þessa skoðun.

Hann er blindur á lög og eðli máls vegna þess að hann hefur einhverskonar heilaga trú á hinu opinbera og ekkert má slettast á þá sýn.

Það er eðlilegt að ríkissaksóknari kæri einstaklinga sem hafa brotið lög. Ef það hafa engin lög verið brotin þá verður viðkomandi sýknaður. En það er ólýðandi að líta framhjá máli í réttarríki vegna skoðana fólks. Aðstandednur sjúklingsins sem lést hafa hug minn allan og þeir eiga að njóta vafans.

Með lögum skal land byggja.

En Ögmundur setur það ekkert fyrir sig að brjóta stjórnarskrá þessa lands og hefur hann lýst því margoft yfir að það sé æskilegt. Afstaða hans í þessu máli kemur í sjálfu sér ekkert á óvart.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi maður er að hlutast til um dómstóla þessa lands. Hann gerði það meiriséa þegar hann var DÓMSMÁLARÁÐHERRA. 

Þetta er árás á réttarríkið.

hvells


mbl.is Siðferðilegt glapræði ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki komin ástæða fyrir hjúkrunarfólk og spítala að velja og hafna sjúklingum, t.d. að hafna þeim sem eru í of mikilli hættu og neita að taka á móti þeim út af mögulegum málsóknum?

Halldór (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 10:48

2 identicon

Sammála Hvells.

"Með ákvörðun sinni er rík­is­sak­sókn­ari að breyta ís­lensk­um veru­leika". skrifar Ögmundur. Gott og vel, tími til kominn!

Ömmi er ólánsgemlingur í íslenskri pólitík og á sinn þátt í veikri stöðu Vinstri manna á skerinu.

"Unduchsichtig", eins og sagt er á þýsku.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 10:55

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Halldór

Til hamingju að ná að afvegaleiða þessa umræðu á frekar ógeðfeldan hátt.

Það er enginn að lögsækja heilbrigðisstarfsfólk vegna þess að líf sjúklinga er í tvísýnu. Eingöngu er kærð fyrir vanrækslu.

Það er ágætt að þessi kæra veldur því að starfólk. Hvort sem þau starfa í einkageiranum eða opinbera geiranum, vandi sig í störfum og passa að brjóta ekki lög.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2014 kl. 11:11

4 identicon

Er ekki rétt að leyfa dómstólum að dæma í málinu áður þú slærð því föstu að einhver lög hafi verið brotinn, Hvells.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 11:43

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jú það er sjálfsagt og ég er að stiðja það.

Enda stið ég þess að þetta kærumál fari til dómstóla og í framhaldi sýknun eða sekt.

Ögmundur vill hinsvegar sópa þessu máli undir teppið og er á móti aðkomu dómstóla.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2014 kl. 11:57

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

"Það er ágætt að þessi kæra veldur því að starfólk. Hvort sem þau starfa í einkageiranum eða opinbera geiranum, vandi sig í störfum og passa að brjóta ekki lög."

Þeir sem setja svona fullyrðingu fram á opinberum vettvangi eiga að vera menn til að gera það undir fullu nafni, ellegar þegja!

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.5.2014 kl. 12:01

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Erlingur

Þú er fylgjandi lögbrotum í starfi?

Ert þú fylgjandi því að sópa þessu máli undir teppið?

Vilt þú komast í botn í þessu máli og láta dómstóla dæma í málinu og sanna sekt eða sakleysi? Einsog í alvöru réttarríki?

Svar óskast við þessum þrem spurningum,ellegar þegja!

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2014 kl. 12:48

8 identicon

Klárlega mun þetta gera það að verkum að starfsfólk veigrar sér við áhættusamari hlutum læknisfræðinnar og það koma upp harðari kröfur um fjölda starfsmanna og annað og þetta mun augljóslega gera heilbrigðiskerfið dýrara.  Minni þar á ljósmæður, skurðlækna, bráðalækna og heimilislækna og ótal fleirri. Þetta þýðir aukna skráningu og minni afköst.

Augljóslega mun þetta skila sér í auknum launakröfum. Þegar fólk hendist eins og útspýtt hundskinn undirmannað á lúsalaunum og eiga síðan eftir að lenda í persónulegum málaferlum mun væntanlega ekki beint auka áhugan á að vinna í íslenska heilbrigðiskerfinu. Lélegir verkferlar vegna undirmönnunar, lélegs húsnæðis og tækja, lélegrar kennslu eru ekki teknir á vinnuveitenda heldur á einstaka starfsmanni mun klárlega senda sjokkbylgjur inn í íslenska heilbrigðiskerfið.
Væntalega verður það sem kallast "defensive medicine" svarið, ónauðsynleg próf og skema sem sjúklingur þarf að undirrita enda er dýrasta heilbrigðiskerfi heims það Bandaríska sem er með um 18% af BNP meðan Ísland er um 9-10%.  Í Bandríkjunum sérstaklega í málsóknarbeltinu í Suðurríkjunum er það erfitt að fá fæðingarlækna og það eru doðrantar af aukaverkunum sem fólk þarf að skrifa undir ef það leggst í aðgerð.
Ísland er með heimsmet í fjölda lögfræðinga. Kanski við getum notað lögfræðina til að reka heilbrigðiskerfið.  Það þýðir að það verður lítið gert og fáar ákvarðanir teknar enda getur fólk þá verið saksótt.

Klárlega mun þessi íslenski "ambulance chasing"  iðnaður í örum vexti samfara hnignun íslenska heilbrigðiskerfisins þegar stærri og stærri bylgjur skella á vegna aukins aldurs þjóðarinnar raunar þyrfti að 2-3 falda kostnað miðað við óbreytta þjónustu vegna þessa á næstu 20 árum. Aukin tíðni elliglapa, gríðarleg aukning á krabbameinum enda eru nágrannaþjóðirnar að undirbúa heilbrigðiskerfin undir holskeflunna sem skellur á og mun skella á af sífellt meiri þunga meðan Ísland helst ekki á fólki þar sem fólk fær nóg af lélegri aðstöðu, skrifræði, lélegum launum og síðan málsóknunum....

Gunnr (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 12:58

9 identicon

Hvells hefur þú einhverja hugmynd um í hverju starfsemi gjörgæslu felst. Hefur þú einhverja hugmynd um hvað fór úrskeiðis í þessu tiltekna tilviki. Veistu eitthvað um starf hjúkrunarfræðinga sem starfa á gjörgæslu. Hvað fór úrskeiðis sem leiddi til þessa sorglega atburðar. Er það alfarið ábyrgð þessa ógæfusama starfsmanns eða eru það samverkandi þættir sem eru einnig á ábyrgð spítalans t.d. mönnun vakta, tækjabúnaður, vinnuálag ofl. Fáum við eitthvað betra heilbrigðiskerfi ef þessi starfsmaður verður dæmdur fyrir mistök í starfi. Er eitthvað unnið með því að taka einn aðila út og kæra hann.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 13:00

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvorki ég né þú vitum um sekt eða sakleysi.

Til þess eru dómstólar.

Ert þú fylgjandi að sópa þessu máli undir teppið?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2014 kl. 13:12

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En röksmed Gunnr er með ólíkindum.

Endurskoðendur hafa verið kærðir fyrir störf þeirra fyrir hrun.

Eiga þeir þá að krefjast hærri launa eða hvað?

Að ógleymdu bankamönnunum. Þeir eru margir hverjir fyrir dómi vegna starfa sinna. Það mun leiða til aukinnar launakrafa eða hvað Gunnr?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2014 kl. 13:14

12 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

"Hvells": Hér koma svörin við þínum spurningum: 

Þú er fylgjandi lögbrotum í starfi? Nei, hef aldrei sagt það eða gefið það í skyn í þessari umræðu.

Ert þú fylgjandi því að sópa þessu máli undir teppið? Nei, hef aldrei sagt það eða gefið það í skyn í þessari umræðu.

Vilt þú komast í botn í þessu máli og láta dómstóla dæma í málinu og sanna sekt eða sakleysi? Einsog í alvöru réttarríki? Að sjálfsögðu, til þess er réttarkerfið, og  hef aldrei sagt annað eða gefið annað í skyn í þessari umræðu.

Ég hef hins vegar gagnrýnt þín ummæli og að fyrst og fremst að þau séu sett fram í skjóli nafnleyndar.

Ég gagnrýndi aðra færslu hér á síðunni þar sem þú kallaðir hjúkrunarfræðinga siðblinda að reyna nota dauða sjúklings til að fá meiri peninga úr ríkissjóði. Svona málflutningur er ógeðfelldur svo ekki sé meira sagt, og þá sérstaklega þegar menn skrifa í skjóli dulnefnis! Starfsfólk sjúkrahúsa stýrir ekki fjárveitingum til heilbrigiðskerfisins og ég segi aftur það sama og í athugasemd við hina færsluna: Björn Zoega fyrrverandi forstjóri Landspítala stóð upp úr stóli sínum því hann treysti sér ekki til að halda áfram á þeirri vegferð sem stjórnvöld voru að reyna beina starfsemi spítalans í.

Ég skora á þig hér og nú, að skrifa hér eftir undir fullu nafni og standa við ummæli þín sbr. stjórnarskrárvarin réttindi þín, ellegar sleppa svona ummælum. Það er ekki síður siðblinda að skrifa undir einhverju dulnefni og bera annað fólk þungum sökum!

Hér er að lokum ein spurning til þín: Ert þú tilbúinn að gefa upp hér og nú, sem og hér eftir, hver þú ert og skrifa undir fullu nafni og standa við orð þín hvar og hvenær sem er, eða ætlarðu áfram að skýla þér bak við dulnefni?

Góðar stundir!

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.5.2014 kl. 13:55

13 identicon

Mistök í þjónustu við sjúklinga eiga sér stað, allstaðar og þeim fer fjölgandi.

Í Bandaríkjunum er talið að mili 44 og 98 þúsund sjúklingar deyi á ári hverju vegna mistaka af einhverju tagi. Fleiri en í bílslysum. Algengustu mistökin eru lyfjameðferð. Eitt til tvö dauðsföll á ári hérlendis má rekja til lyfjamistaka.

Auðvitað verður starfsfólk sjúkrastofnanna að vera ábyrgt gagnvart lögum, auðvitað. Furðulegt að þurfa að ræða þetta.

Líklega hefur þetta "issue" verið of lengi tabu hér á landi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 13:58

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Miðað við svör við mínum spurningum þá virðumst við vera á sömu skoðun.

Annars er það minn réttur að tjá mig undir nafnleynd. Annað væri tilraun til skoðunarkúgunar og þar með brot á stjórnarskránni!!!!

Þú ert einsog Vigdís Hauksdóttir. Villt ekki sætta þig við nafnleynd.

En það er gaman hvernig þú svarar mér. Þú ert sammáa mér í öllu en bendir á aðra bloggfærslu og rakkar yfir hana. Þetta er með ólíkindum.

Hvar hef ég gefið það í skyn að ég haldi að starfólk sjúkrahúsi stýrir fjárveitingum?  Þetta er fásinna!! og til þess fallið að snúa útur mínum orðum.

Hinsvegar finnst mér orka tvímælis (siðblinda kannski full sterkt orð) að hjúkrunarfærðingar er að kalla eftir meiri pening í tengslum við þetta mál. Það er móðgun við aðstandendur.

Að mínu mati ætti hjúkrunarfræðingar að nota annan vetvang en þetta hræðilega mál til þess að þrýsta á stjórnvöld eftir meiri pening. Það er bara mín skoðun. 

Þér er fjálst að vera ósammála án þess að vera með einhvern derring.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2014 kl. 14:18

15 identicon

Það er enginn spurning um að "ambulance chasing" í ríkisreknu, vanfjármögnuðu íslensku heilbrigðiskeri Íslands mun skila sér í auknu skrifræði og minni afköstum það er augljóst. Oft enda þessi mál vegna þess að það finnast ekki gögn og öfug sönnunarbyrði gildir. I undirmannaðri deild þar sem einstaklingur td. hjúkrunarfræðingur á að bera ábyrgð á fleirri sjúklingum þá vinnst lítill tími til að sinna þessu. Ef stjórnendur vilja ekki bera ábyrgð þá segir fólk stopp.  Síðan er það gríðarlegt fámenni í mörgum sérgreinum læknisfræðinnar og það er nánast búið að skera burtu allar bakvaktir þannig að það er stundum ekki hægt að kalla út aðstoð og stundum er engum til að dreifa. 
Klárlega mun þetta virka lamandi á deild ef slíkt skeður og það þýðir að vinnumóralnum er rústað og fólk hættir þannig að það er í raun ákaflega auðvelt að rústa starfsemi á þennan hátt. Þetta mun gera það að verkum að hlutirnir verða þaggaðir niður. 

Ef það td. X krabbameinslæknar sem eiga að fylgjast með YYYYY manns segir það sig sjálft að það þarf að setja kvóta á hvað er eðlileg starfsemi. Hver ber ábyrgð á manneklunninni og í raun "sparar"/"græðir" á henni?  En ef eitthvað gerist vegna of miklils vinnuálags þá ber einstakur læknir ábyrgð á því. Það verður því að setja mal. Hvað eru eðileg vinnuafköst hvað er hægt að ætlast til að einn einstaklingur þjóni mörgum. Þetta er leiðin sem td. farið er í Bandaríkjunum og þar er kosnaðurinn tvöfaldur miðað við íslenska heilbrigðiskerfið.
Stjórnendur og ráðuneyti hleypur í skjól þegar lélegir verkferlar og undirmönnun getur verið rót vandans og það mun geta rústað heilbrigðiskerfinu.
Ekki það að fólk á að bera ábyrgð á kæruleysi og brotum. En þegar skurðlæknar þurfa að sitja í réttarhöldum út af illa hepnuðum örum og öðru þá mun réttarríkið éta upp restirnar af heilbrigðiskerfinu. Ég held ekki að heilbrigðiskerfið batnar með því að dæma fólk og vísindalega er í raun hægt að sína fram á að það versnar enda er stór munur á þessu milli fylkja í Bandaríkjanna.  Raunar hefur verið sýnt fram á öfugt samhengi.
Það að halda að fólk af hræðslu við að brjóta lög geri hlutina betur og hraðar. Nei það verður meiri skriffinska og heilbrigðisstarfsfólk fer að setja "grensur". 

Gunnr (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 14:23

16 identicon

Ef ekki fást kennarar til að kenna börnunum og ef ekki fást hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar til að annast aldraða verða þá ekki foreldrar og börn að sjá um þetta?  Gamla fólkið verður þá sent heim til aðstandanda það verður ekkert flóknara en það.

Ef heilbrigðiskerfið hrynur og ríkið hefur ekki efni á því eða það fæst ekki fólk þá þýðir það að það þarf að manna með minna lærðu fólki.
Kennsla fer fram af "kennsluliðum" sem hafa áhuga á menntun og ætli það verði svona í heilbrigðiskerfinu?

Þá geta lögfræðingar framtíðarinnar aldeilis fengið nóg að gera.

Gunnr (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 14:30

17 identicon

Hvells, það gera allir mistök í starfi á einhverjum tíma. Ef byrja á að refsa heilbrigðisstarfsfólki fyrir þau mistök þegar ekki var um vítavert skeytingarleysi að ræða með hegningarlögum þá munu verða verulegar breytingar á heilbrigðis þjónustu á Íslandi. Bæði hjá opinbera og einka geiranum.

Mörg vestræn ríki hafa löggjöfina sína á þann hátt að heilbrigðisstarfsfólki er ekki hætt við að fá á sig kæru um mandráp vegna gáleysis nema um vítavert gáleysi sé að ræða.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 14:32

18 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég er ekkert að draga þinn rétt til nafnleyndar í efa. Ég er bara skora á þig að standa við skoðanir þínar undir fullu nafni, sérstaklega þegar þú ert að blammera á aðrar starfstéttir og rangtúlka tilkynningar stéttarfélags þeirra.

Þú fullyrtir í annarri færslu að hjúkrunarfræðingar, væru að reyna fá meiri pening úr ríkissjóði með því að notfæra sér dauða sjúklings. Hjúkrunarfræðingar eru bara að benda á staðreyndir um hvernig staða spítalans er og hefur verið bent á af fjölmörgum aðilum um árabil.

Þú gerir hins vegar að því skóna að hjúkrunarfræðingar hafi einungis verið að reyna fá launahækkun. Sem er rangt þegar yfirlýsingin er skoðuð.

Biðst hér með afsökunar að hafa tengt athugasemdir mínar við aðra færslu en hér er til umræðu. Taldi þó efni þeirra tengt.

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.5.2014 kl. 14:38

19 identicon

Þú hefur greinilega ekki kynnt þér þetta mál Hvells, aðstandendur einstaklingsins sem lést vildu ekki láta kæra hjúkrunarfræðingin og eru sammála því að það þurfi meiri pening inn í heilbrigðiskerfið til að hindra að slys eins og þetta komi fyrir.

http://www.visir.is/-hun-getur-ekki-verid-ein-abyrg-/article/2014140529715

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 14:39

20 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ákæruvaldið vill fara með þetta mál til dómstóla.

Hér á landi er þrískipting ríkisivald

Hvorki ég þú eða Ögmundur stjórna því. Það er vítavert þegar löggjafavaldið er að reyna að hafa áhrif á dómsvaldið.

Þrískipting ríkisvaldsins gengur út á það að valdi ríkisins sé skipt í þrennt; löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2014 kl. 14:51

21 identicon

Halldór

Til hamingju að ná að afvegaleiða þessa umræðu á frekar ógeðfeldan hátt.

Ég veit ekki alveg hvernig þér tókst að sjá það út að ég væri að afvegaleiða þessa umræðu á ógeðfeldann þátt, er þetta ekki þarfur hlutur í þessa umræðu?

Ef þú heldur að það sé enginn séns á því að þetta gæti gerst þá hefðir þú vel getað sagts vera ósammála í staðin fyrir að fara beint í skítkast, það segir meira um þig sem manneskju heldur en mig.

Ég lít á þetta sem hlut sem menn ættu að ræða, hver kannast ekki við ameríkuna góðu þar sem fólk er hætt að hjálpa næsta manni vegna ótta við lögsókn, þar mæla menn með því að ef þú sérð einhvern sem þarf hjálp þá hringir þú í 911 og gerir helst ekkert meira. Hvernig helduruðu að þetta hafi komið til? 

Kannski er verið að gera mikið úr þessari lögsókn, ég veit það ekki, en það má alveg ræða þetta, eða hvað? er það bannað á þessu bloggi að ræða eða minnast á hluti sem síðuhaldari er ósammála? 

Halldór (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 14:54

22 identicon

En hvað þetta er falleg og útópísk skoðun sem þú hefur á íslensku stjórnkerfi.

Við höfum þingmeirihluta sem velur einn af þeim sem er hæðst settur í þingflokknum til að vera yfirmaður dómsmála og því yfir þeim hlutaframkvæmdarvaldsins og sá þingmaður/ráðherra velur síðan í þokkabót þá einstaklinga sem sitja í dómstólum.

Hljómar þetta eins og þrískipting?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 15:00

23 identicon

Algerlega sammála hvellinum.

Hér er ekki ákært fyrir að láta sjúkling deyja.

Hér ér ákært fyrir vanrækslu, sem er allt annað mál.

Ef hjúkrunarfræingurinn vann sína vinnu eins og eðlilegt er, þá þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur.

Vonandi er komið að endalokum þess að leyndarhjúp og þagnarbindindi sé slegið um öll mistök sem verða í heilbrigðiskerfinu.

Ekkert athugavert við þetta.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband