Miðvikudagur, 21. maí 2014
ESB
,,Það hefur mikið verið skrafað um sjávarútvegsstefnu ESB og og áhrif hennar á Ísland með mögulegri aðild- en sú umræða hefur ekki alltaf rist djúpt," segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Evrópustofu.
,,Þessi mál skipta okkur Íslendinga miklu máli og mikilvægt að við komumst til botns í því hvaða möguleika Ísland hefði innan sjávarútvegsstefnu ESB; hvaða áhrif það hefði á íslenska útgerð og fiskvinnslu að ganga inn í ESB? Myndi til að mynda allt fyllast hér af erlendum togurum og stjórnin á fiskveiðum færast til Brussel? Eða gætum við mögulega haldið yfirráðum á íslenska fiskveiðisvæðinu og takmarkað aðgang erlendra aðila að íslenskum miðum?"
http://www.liu.is/frettir/nr/1761/
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott mál að erlendir aðilar koma hér að veiða ef þeir greiða fyrir það. Fiskveiðar er frumatvinnugrein. Ættumm að umgangast hann sem slíkan, hirða auðlindarentunna sem hægt er að nota til að lækka skatta.
Snúa okkur svo að einhverju öðru tengdu nýsköpun.
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 21.5.2014 kl. 16:38
Það er alveg með ólíkindum hve fólk ætlar ,,að ræða" lengi um málefni sem allt er vitað um nú þegar og hefur alltaf verið vitað.
Samkvæmt CFP hafa erlendir aðilar eigi veiðirétt hér og það að úthlutun heildarmagns veiða komi í gegnum Brussel er bara formlegheit sem engu skipta.
Við aðild að Sambandnu yrði sjávarútvegur óbreyttur hér enda fara viðkomandi ríki með framkvæmd og tilhögun veiðanna.
Þetta er allt vitað og þarf ekki að ræða.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2014 kl. 17:40
Það er marg búið að fara yfir þetta, og það veit LÍÚ vel, að erlendir togarar fá engar heimildir til að veiða í Íslenskri lögsögu, ekki einu sinni samkvæmt reglum ESB.
Þetta liggur fyrir alveg skýrt.
Sigurður (IP-tala skráð) 21.5.2014 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.