Miðvikudagur, 21. maí 2014
Ógeðfelld yfirlýsing
Það lýsir ákveðinni siðblindu hjá hjúkrunarfærðingum að nýta sér dauða sjúklings til þess að fá meiri pening úr ríkissjóði.
hvells
![]() |
Nýr veruleiki hjúkrunarfræðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig geturðu borið hjúkrunarfræðinga svona sökum nafnlaust? Þú ættir frekar að hafa dug í að skrifa undir nafni heldur en að standa að svona málflutningi, sem reyndar dæmir sig sjálfur.
Hjúkrunarfræðingar reka ekki spítalana. Það hefur löngum verið viðurkennt að heilbrigðiskerfið er að þrotum komið og þess vegna steig Björn Zöega úr forstjórastóli að eigin frumkvæði.
Erlingur Alfreð Jónsson, 21.5.2014 kl. 16:29
Ég hjó eftir þessu líka.
Ekki hjúkrunarfræðingnum að kenna, heldur hvíldartíma, aðstöðunni og peningum.
Já, frekar ógeðfellt.
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 21.5.2014 kl. 16:39
Það vill nú reyndar þannig til að lang flest mistök í starfi hjá hjúkrunarfræðingum, læknum og reyndar öðrum stéttum líka má rekja til vinnuálags, lélegs skipulags, þreytu o.s.frv. Það hefur marg oft verið kvartað yfir manneklu og ómannlegs álags á spítulunum og ekkert gert í því. Vonandi verða atvik eins og þetta til þess að það sé farið að hlusta! Þó það se auðvitað hræðilega sorglegt að til þessa hafi komið :/
Margret (IP-tala skráð) 21.5.2014 kl. 17:29
Það eina sem er ógeðfellt varðandi þessa umfjöllun er að hér eru menn að ráðast á mikilvæga starfstétt án þess að koma fram undir nafni.
Erlingur Alfreð Jónsson, 21.5.2014 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.