Miðvikudagur, 21. maí 2014
VG ráðherran
Það er ljóst að Eygló er í vitlausum flokki.
Hún talar einsog Steingrímur J Sigfússon. Það mætti halda að Eygló hefði komið að Landsbankabréfinu miðað við hvernig hún talar.
Bjarni vill selja 10-20% til lífeyrissjóðina sem eru í eigu okkar allra.
Ekki meiri einkavæðing en það.
Þess má geta að RÍKISolíufélagið Statoil í Noregi er bara í 68% eigu norska ríkisins.
Þetta gjamm hjá stelpunni er til skammar og minnkunnar.
hvells
![]() |
Hafnar sölu á hlut í Landsvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá Eygló.
Það veitir ekki af að minna á, hvers konar fjárhættuspil það er að afhenda glæpsamlega stýrðum lífeyrissjóðum mikilvægar þjóðareignir.
Ekki hefur N1-bensínið lækkað í verði til eigenda lífeyrissjóðanna, við að komast í hendurnar á skipulagðri lífeyrissjóða-glæpastarfsemi.
Ekki hefur laga/regluverki og stjórnsýslu spilavítislífeyrissjóða verið breytt, eftir stóra tapið/ránið 2008, með tilheyrandi skerðingar á greiðslum til eigenda sjóðsins!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.5.2014 kl. 11:16
Ekkert lík SJS. SJS er einn besti stjórnmálamaður Íslands þessi árin og víðfrægur um heim fyrir að bjarga landi eftir rústalagningu hægriafla og ný-frjálshyggju.
Nú, Eygló er ósköp venjulegur lýðskrumari í anda nútíma framsóknarflokks. Popúlisti.
Þetta Landsbankabréfið er alveg vonlaust upplegghjá hægri öflunum. Það varð alltaf að koma til þetta bréf og aðkoma SJS er merkileg fyrir það hve hagstætt Íslandi það var í raun.
Síðan fór nú að kárna gamanið eftir að hægri öflin komust með puttana í þetta enda hafa þeir ekkert fjármálavit og eru á góðri leið með byggja upp annað hrun á aðeins 1 ári.
Það er allt í fokki og upplausn hjá þessu hægra liði enda rammflæktir í eigin lýðskrumsloforðasvikanet.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2014 kl. 11:33
Þessi tvö ummæli hér á ofan sést svart á hvítu hversu miklar ógöngur við erum komin í hér á landi og fjármálalæsi og hagfræðiþekking er við frostmark.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.5.2014 kl. 13:06
Ég skil lítið í þessu hatri hvells á SJS. Hann gerði marga fína hluti, og marga slæma líka. Svona eins og flestir stjórnmálamenn.
Ætlaði þó að kommenta að Eygló er eins og Ómar segir. Lýðskrumari og það sem hún segir er ekki það sem hún gerir. Ekkert er komið fram úr ráðuneytinnu hennar, en hún blaðrar þó alveg slatta en engar eru gerðirnar.
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 21.5.2014 kl. 16:41
Sæll.
Ég tek undir með hvells hér í nr. 3. Hér erum við með 2 kvittanir fyrir því hvers vegna staðan í efnahagsmálum hér er slæm. Stjórnmálamenn eru auðvitað þversnið af kjósendum, ef stjórnmálamenn eru lélegir bera lélegir kjósendur ábyrgð á því.
Byrjum á nr. 1: ASG áttar sig ekki á því að ýmsar opinberar reglur (illu heilli) gilda um lífeyrissjóðina - stjórnendur þeirra höfðu ekki fullkomlega frjálsar hendur varðandi fjárfestingar. Ég ætla ekki að mæla þeim bót né núverandi kerfi (sem er stórgallað) en þegar við gagnrýnum verðum við að vera sanngjörn og málefnaleg. Breyting á regluverki lífeyrissjóðanna núna mun ekki hækka greiðslur til lífeyrisþega. N1 kemur þessu máli ekkert við.
Nr. 2: Það er greinilegt að ÓBK skilur ekki hugtakið frjálshyggja. Frjálshyggja er ekki þegar hið opinbera stækkar og reglum hins opinbera fjölgar. Það er staðreynd að reglum fjölgaði og hið opinbera stækkaði á árunum fyrir hrun. Hér ríkti því engin frjálshyggja. Þegar menn geta ekki farið rétt með einföld hugtök er það góð vísbending um það sem fylgir í þeirra málflutningi.
Að SJS sé besti stjórnmálamaður landsins er svolítið merkileg fullyrðing sé haft í huga að hann nánast rústaði eigin flokki. Ég græt það auðvitað ekki en að heyra svona frá vinstri manni er frekar skrýtið. Einnig er gagnlegt að hafa í huga að hann snerist 180° í ýmsum málum eins og Icesave og ESB svo tvö dæmi séu tekin. Það er ekkert sérstaklega málefnalegt. Svo átti hann aldrei að bjarga Sjóvá né skipta sér að sparisjóðunum. Slóðin eftir SJS er ansi löng og svo má ekki gleyma hans besta verki sem var að reyna að þröngva skuldum einkabanka upp á almenning. Hann sá ekkert athugavert við að stórauka skuldir þjóðarbúsins. Aðför ríkisstjórnar sem hann sat í gegn bankastjórum SÍ var líka ómálefnaleg. Ég hefði stutt hann hefði hann viljað leggja SÍ niður en SÍ hefur ákveðið hlutverk sem hann reyndi að rækja. Í hans ráðherratíð hækkuðu skuldir þjóðarbúsins verulega og hefðu orðið óyfirstíganlegar hefðu við fengið Icesave yfir okkur líka.
Já hvells, maður veit ekki alveg hvort maður á að hlæja eða gráta þegar maður les svona ummæli - sérstaklega steypuna í 2.
Gleymum heldur ekki aðkomu Eyglóar að þessari Landsdómsvitleysu. Eftir það fíaskó hennar og fleiri (sem sýnir líka fullkomið skilningsleysi á rótum hrunsins) hef ég ekki haft nokkuð álit á konunni. Sömuleiðis er gott að halda því til haga hverjir sátu í Landsdómi - það fólk hefur greinilega brenglaða dómgreind. Ég er ekki aðdáandi Geirs H. en manngarmurinn gæti ekki valdið svona miklum usla þó hann reyndi það meðvitað. Af hverju má ekki gefa sér að hann hafi gert eins vel og hann gat (sbr. neyðarlögin).
Annars eiga kjósendur alltaf skilið það sem þeir kjósa yfir sig, verra er þegar grey eins og ég og þú þurfum að súpa seyðið af annarra manna mistökum :-(
Svo er Katrín Jakobs efni í heila færslu, maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar sú ágæta kona byrjar að tjá sig um efnahagsmál.
Helgi (IP-tala skráð) 21.5.2014 kl. 16:55
Það á ekki að þurfa að koma neinum á óvart að Bjarni ætli að afhenda vildarvinum sínum Landsvirkjun.
Þetta er eina ríkisfyrirætkið sem á eftir að stela og gefa klíkunni.
Ég held samt að búsáhaldabyltingin verði eins og saklaust leikskólapartý m.v. uppreisninga sem fer í gang ef hann reynir að fylgja þessu eftir.
Þjóðinn mun aldrei samþykkja þennan þjófnað.
Sigurður (IP-tala skráð) 21.5.2014 kl. 19:00
Aðalráðendur Lífeyrissjóðanna eru misvitrir atvinnurekendur og hirð þeirra,í hirðinni eru Verkalýðsforingjar tildæmis.
Þegar upp er staðið þá hafa vinnuveitendur öll tögl og haldir í þessum´´Lífeyrissjóðum´´.
Númi (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 01:07
Sælir.
Kosturinn við að selja þó ekki væri nema hluta LV væri sá að þá myndu lífeyrissjóðirnir kannski pressa á að LV fari að ráðast í einhver arðvænleg verkefni en lítið hefur farið fyrir þeim undanfarið í tíð núverandi forstjóra og stjórnar.
Forstjórinn þykist ætla að selja mikla orku úr landi í gegnum fokdýran sæstreng en þarf síðan að skerða orkuafhendingu til núverandi viðskiptavina LV. Er ég sá eini sem sé mótsögnina í þessu? Af hverju er þessi maður enn í forstjórastól þarna? Eftir að hann fældi Alcoa frá Bakka og klúðraði samningum við gagnaversmenn átti hann að fara!!! Annars er LV opinbert fyrirtæki og það kannski skýrir vanhæfnina?
Helgi (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 06:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.