Gott framboð í Reykjanesbæ

http://www.vf.is/adsent/hvad-er-raunhaeft-loford/62033

Ég styð Frjálst Afl í Reykjanesbæ.

Eina framboðið sem lofar að lækka skuldir punktur. Er ekki með fleiri loforð, er ekki að lofa útgjöldum, ekkert frístundakort, leiguíbuðir eða fría leikskóla.

Þeir ætla að ráða faglegan bæjarstjóra úr atvinnulífinu.

Setjum X við Frjálst Afl.

Greinin:

Jú, það eru að koma kosningar og margir lofa mjög stóru. Markmiðið er nátturlega að fá sem flesta til að kjósa sig. Sum af þessum loforðum eru ekki einu sinni framkvæmanleg. Aðallega vegna fjárhagaslegra erfiðleika bæjarins og hins vegar vegna vanþekkingar. Nú spyrjið þið: „Hvað er þá raunhæf loforð?“

Raunhæft loforð í þessum kosningum er að lækka skuldir bæjarfélagsins. Við hjá Frjálsu afli erum tilbúin að gera það með því að hagræða í rekstri bæjarfélagsins. Við erum ekki að segja að við ætlum að skera þjónustu niður vítt og breitt heldur að forgangsraða hlutum öðruvísi. Við ætlum að ráða bæjarstjóra sem er með þekkingu á rekstri og endurskipulagningu skulda. Við vitum öll að það er ekki hægt að reka bæjafélag með því að safna skuldum endalaust. Það er meira að segja hættulegt – rétt eins og að reka heimili og horfast ekki í augu við alvarlega skuldastöðu. Það eru nefnilega miklar líkur á því að við íbúarnir neyðumst til að borga enn hærri gjöld ef bæjarfélagið heldur áfram að eyða umfram getu. Ef við lækkum skuldir, skapast grundvöllur fyrir því í náinni framtíð að gjöldin okkar, t.d. fasteignagjöld, leikskólagjöld og fl. lækki líka. En þið, kæru bæjarbúar, vitið allt um það. Það er vel hægt að reka bæjarfélag með ábyrgum hætti án þess að þjónustan skerðist. Við getum séð fordæmi þess í öðrum bæjarfélögum. Markmið okkar hjá Frjálsu afli er að koma bæjarfjármálum í lag svo allir geta notið góðs af. Þetta er raunhæft loforð sem hægt er að standa við.

kv

slegg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

áhugavert

mjög gott framboð

hv

Sleggjan og Hvellurinn, 21.5.2014 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband