Skattfé í niðurfallið

Það er greinilegt að Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn elska að eyða annara manna fé.

Hafísin á norðurslóðum er 25% meiri í dag en í fyrra. Og Sigmundur Davíð segir:

" Landið er í það sem kalla mætti miðpunkt flutn­inga­leiða framtíðar, milli þess­ara þriggja ri­samarkaða í Aust­ur-Asíu, Vest­ur-Evr­ópu og á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Þannig að þetta er vissu­lega sögu­leg stund"

 

Er Sigmundur Davið ennþá á þessari skoðun þrátt fyrir aukin ís á Norðurhveli?

Er Ísland virkilega í siglingaleið til Asíu? Það er styttra til Noregs sem dæmi.

Afhverju er skattfé notað í óljósar hugmyndir stjórnmálamannana? Ef þetta væris vona góður "díll" þá ætti að vera auðvelt að fá einkafé að þessu. En það er ekki gert.

hvells


mbl.is „Söguleg stund“ í Ráðherrabústaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Maður spyr sig, ... er þarna, - enn einu sinni, - verið að reyna að hafa alla íslendsu þjóðina, þar með talið sveitarstjórnarmenn og ráðherra, - að fífli ?

Eða, ... er þetta bara einhver brella sem sett er á svið, - svona rétt fyrir kosningarnar ?

Tryggvi Helgason, 20.5.2014 kl. 17:04

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Framkvæmdir hefjast 2018, passsa sig að bíða þangað til að kjörið þeirra endar lol

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 20.5.2014 kl. 17:19

3 identicon

Ég er síður en svo fylgjandi umskipunarhöfn í Finnafirði en ef þú lest fréttina sérðu að Bremenports borgar rannsóknirnar en ekki ríkissjóður. Áhugaverðari pæling væri hver vildi byggja þarna höfn en hvorki ríkið né Bremenports hafa burði í það risaverkefni.... vantar Kínverja ekki góða tengingu inn á evrópumarkað?

Sigurður R Kristinsson (IP-tala skráð) 20.5.2014 kl. 19:05

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Það er heila málið. Það er ekkert, ... nákvæmlega ekkert, sem bendir til þess að það sé nokkur þörf fyrir höfn á þessum stað. Engin skipaumferð nálægt, engin gámaskip með 2000 gáma, - semsagt engin skip, engin þörf. Og líkurnar til þess að þessi íshafsleið "opnist" fyrir risastór gámaskip er nákvæmlega engin. Þá er Norður Noregur bara 5 mílur frá þessari Evrópusiglingaleið, hversvegna fara þessir Þjóðverjar ekki þangað ?

Það er eitthvað annað að baki og það virðist vera Kína. Þeir hafa verið að reyna að ná ítökum á Grænlandi, þeir hafa reynt að kaupa lönd á Íslandi og eru að reyna að ná fótfestu með því að fá að koma upp einhverri aðstöðu sem kallast "norðurljósarannsóknir", og þeir voru nú nýverið að reyna að kaupa stór lönd á Svalbarða.

Er ekki kominn tími þess, - (reyndar fyrir löngu) - að Íslendingar hætti að láta fara með sig eins og fífl ???

Tryggvi Helgason, 20.5.2014 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband