Þriðjudagur, 20. maí 2014
hjákátlegt
Gunnar Bragi sáttur við "aðlögunina"
"Samstarf ESB og EES ríkjanna um innri markað og framkvæmd EES-samningsins er mikilvægt fyrir okkur öll. Í 20 ár hefur samningurinn verið okkur farsæll og einfaldað viðskipti innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins, sagði Gunnar Bragi."
http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/8083
Gunnar Bragi viðurkennir að þessi 20ára aðlögun að reglum ESB hefur verið "farsælt"
Gunnar Bragi er orðinn nýjasti meðlimur JÁÍsland
Óskum honum til hamingju með það.
Gunnar Bragi sáttur með EES og ESB reglurnar
"Fulltrúi Evrópusambandsins lýsti ánægju sinni með stefnu Noregs og Íslands í málefnum EES. EES samningurinn væri farsæl saga og sú nána samvinna sem í henni fælist væri styrkleiki til framtíðar. Þá hefði ESB kynnt sér nýsamþykkta Evrópustefnu íslensku ríkisstjórnarinnar og liti hana jákvæðum augum."
"Á fundinum kom fram að jákvæð teikn væru á lofti með innleiðingu gerða ESB, allir aðilar stefndu að sama markmiði og hefðu sameiginlegra hagsmuna að gæta. Innleiðingarhallinn væri þó áfram áskorun sem leysa yrði."
"Fundurinn var árangursríkur, við ræddum um þau tækifæri og þær áskoranir sem unnið er að milli landanna og sambandsins í tengslum við EES samninginn. Það er áríðandi halda uppi og kynna mikilvægi EES samningsins sem hefur reynst farsæll. Við höfum nýtt okkur frelsi hans til að gera fríverslunarsamninga á okkar forsendum og sem EFTA ríki, jafnframt því að vera hluti af innri markaði ESB og eiga möguleika á því að sækja menntun og njóta ferðafrelsis innan sambandsins. Aðildin að EES veitir okkur bæði sérstöðu og frelsi til athafna, sagði Gunnar Bragi Sveinsson"
http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/8080
Á Íslandi bölvar Gunnar Bragi allt sem viðkemur EES og ESB og segir þetta aðlögun og hvaðan af verra.
Í útlöndum er Gunnar Bragi að dásama EES samninginn, innri markaði ESB og vill vinna í innleiðingarhallanum..... með öðrum orðum þá vill hann vinna upp "aðlögun að ESB" eins fljótt og hann getur.
Gunnar Bragi er nýjasti meðlimur JÁ_ÍSLAND
HV
![]() |
Samstarf við ESB óháð umsókninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þegar pólítíkusarnir tjá sig í útlöndum kemur sannleikurinn í ljós.
Fylgist sérstaklega með því til framtíðar.
kv
sleg
Sleggjan og Hvellurinn, 20.5.2014 kl. 10:11
Þögn NEI - sinnar er æpandi í dag.
Hvað finnast þeir um þetta?
Er Skagfirðingurinn að missa sig?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 20.5.2014 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.