Dólgar

Það er núna að renna upp fyrir þjóðinni að hinu einu sönnu flugdólgarnir eru flugstjórar Icelandair. Og þeir eru að græða tvær millur á mánuði fyrir vikið. Og skemma fyrir fólkið í landinu.

hvells


mbl.is Icelandair aflýsir sjö flugferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemma hvað, mönnum hlýtur að vera í sjálfsvald sett hvort þeir þiggja yfirvinnu eður ei. Það er ekki eðlilegt, hvort heldur sem er í umönnunarstéttum eða farþegaflutningi, að eðlilegt teljist að keyra batterýið á yfirvinnu.

Svo er spurning hvað kostnaðurinn við þetta ævintýri hjá Icelandair gæti hafa dekkað hækkun launa í marga mánuði(ár?) hjá öllum starfsmönnum.

Slæmt ástand en skrifast á báða aðila og ekki á einn umfram annan, þó við viljum alltaf hafa "vonda kallinn" til að benda á.  

Karl J. (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 09:17

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það kostar þjóðina tæplega milljarða í dag þessi dólgsskapur.

Auk þess skaðar þeir ímynd Íslands sem verðamannaland til framtíðar sem kostar okkur milljarða.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 19.5.2014 kl. 09:19

3 identicon

Því miður mun ferðamannaævintýrið ekki standa yfir endalaust og vonandi verður ekki búið að eyða of miklu í framkvæmdir sem nýtast illa eða ekki án ferðamannanna.

Karl J. (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 10:10

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samkvæmd greiningu Boston Cunsolting group þá mun fjöldi ferðamanna tvöfaldast á næstu árum.

Ekkert endist "endalaust" einsog þú bendir réttilega á en með verkföllum flugmanna mun það skapa neikvæðan hvata fyrir ferðamenn að kaupa flugmiða til Íslands.

Ef ferðamenn hætta að treysta á flug til Íslands þá hefur verið fjárfest of miklu hér á landi og við verðum öll fátækari fyrir vikið.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 19.5.2014 kl. 10:29

5 identicon

Þú geetur varla gengið á milli húsa í t.d. Frakklandi án þess að verða vitni að verkfalli einhverra.

Engu að síður er Frakkland einn vinsælasti ferðamannastaður í heimi.

Ég styð flugmenn.

Ekki vegna þess að þeir þurfi þessar hækkanir, heldur af prinsippinu að mér finnst bæði sjálfsagt og eðlilegt mál að starfsfólk fyrirtækja sæki sér það sama og topparnir í sama fyrirtæki hafa skammtað sér.

Sigurður (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 14:27

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég hef tamið mér gagnrýna hugsun.

Ég trúi því einfaldlega ekki þegar það er haldið fram af ferðaþjónustunni að ímynd Íslands skaðast. Þó að það sé endurtekið nógu oft þá er ekki þar með sagt að það sé satt.

Annars hef ég enga skoðun á verkfallinu eitt og sér. Bara framsetningunni með ímyndina. Hef mikinn áhuga á ímyndiar, krísustjórnun og markaðsmálum og sé ekki rökin fyrir sköðun á ímyndinni af mörgum ástæðum.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 19.5.2014 kl. 17:57

7 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Verkfall flugmanna mun ekki hafa nein áhrif á ferðamannastraum til Íslands til lengri tíma litið. Fólk er fljótt að gleyma aðrir munu aldrei vita að hér fóru flugmenn í verkfall á vordögum 2013. Einstaka afbókanir nú í sumar munu ekki hafa nokkur einustu langtímaáhrif og slíkt hjal er hjómið eitt.

Erlingur Alfreð Jónsson, 19.5.2014 kl. 19:17

8 Smámynd: Haraldur Axel Jóhannesson

Hvað eru mörg flugfélög sem fljúga á Ísland? Það er engin stoð í lögum fyrir því að setja lög á flugmennina þegar það eru 3-4 önnur flugfélög sem geta hlaupið í skarðið og flogið það nauðsinlega

Haraldur Axel Jóhannesson, 19.5.2014 kl. 21:39

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Erlingur

Já, nákvæmlega.

Það sem ég hef haldið fram.

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 20.5.2014 kl. 10:16

10 identicon

Sælir.

Ef ég man rétt gripu flugmenn til svipaðra aðgerða fyrir um 2 árum eða svo. Stjórnendur Icelandair hafa greinilega ekki sett undir þennan leka þá. Hann er nú að kosta fyrirtækið verulega fjármuni. Ef hluthafar væru virkilega vakandi myndu þeir heimta blóð einhvers - ekki bara stjórnenda heldur líka flugmanna.

Er ekki hægt að segja bara öllum flugmönnum upp og ráða verktaka - bæði innlenda og erlenda? Slíkt eykur á sveigjanleika og ætti að auka hagkvæmni í rekstri. Fámennur hópur innan fyrirtækis getur ekki haldið heilu fyrirtæki og ferðaþjónustunni hérlendis í gíslingu.

Annars  hef ég litla samúð með flugmönnum og Icelandair, þetta var fyrirsjáanlegt vandamál. Verst er að aðgerðir flugmanna og sofandaháttur stjórnenda Icelandair bitna á þjóðinni og ferðamannaiðnaðinum - þó það sé kannski bara tímabundið eins og EAJ nefnir.

Helgi (IP-tala skráð) 20.5.2014 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband