Sunnudagur, 18. maí 2014
Hún er á villigötum
Það á alls ekki að gefa í eins og hún heldur fram. Það væri glapræði.
Nefndi hún hvar á að skera niður eða hækka skatta á móti til að bæta við þessum fjölda? Hélt ekki!
Hún átti þvert á móti að berjast á móti skuldaniðurfellingum.
Þær kosta að lágmarki 80milljarða króna. Ef þessi fjárhæð er notuð til að lækka skuldir ríkissjóðs þá er hægt að spara 3 milljarða á ári í vexti. Það á að vera raunverulegt baráttumál BSRB. Lækka skuldir svo þjóðarhagurinn vænkist.
kv
Sleggjan
![]() |
Segja leiðréttinguna ná til of fárra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Upphaflega kynnti Framsókn þessar leiðréttingu með öðrum hætti en raunverulega útfærsla síðan verður. Þá leið studdi ég en ekki þessa leið. Ríkið á ekki að koma nálægt þessu.
Öll leiðrétting ætti að vera milliliðalaus á milli lánastofnunar og lánþega. Mér fannst sömuleiðis skipta miklu máli að allir með húsnæðislán myndu fá leiðréttingu. Útfærslan verður ekki nógu góð. Markaðurinn myndi hafa hreinsað þetta upp fyrir löngu ef hann fengi að virka. Hann fær það ekki þökk sé hinu opinbera.
Hins vegar verður að segja það eins og er að miklu skiptir að hreinsa upp eftir hrunið, fólk á að fara í gjaldþrot (lækka þarf verulega þennan 250 þús kr. þröskuld) og samþykkja þarf lyklalögin. Kaupmáttur heimila mun aukast og ætti það að hafa jákvæð áhrif á atvinnustig.
Mér er það með öllu óskiljanlegt af hverju lyklalögin hafa ekki verið samþykkt - þau tryggja jafnræði á milli lánþega og lánveitenda. Þau myndu í raun setja mjög mikla pressu á banka að afskrifa og koma til móts við lánþega. Bankarnir eiga að bera ábyrgð á sinni útlánastefnu en hafa hingað til sloppið við það (eins og m.a. má sjá í afkomutölum þeirra).
Já, konan er á villigötum. Leigjendur koma þessu máli ekkert við. Af hverju talar konan ekki um allar þessar íbúðir sem standa tómar og er vísvitandi haldið af markaði? Sú umræða kemur stundum upp en koðnar svo niður. Tómar íbúðir sem haldið er af markaði hafa áhrif (hve mikl er vandsagt) á íbúðaverð og leiguverð. Af hverju er það ekki markaðsmisnotkun? Af hverju gerir konan sér ekki grein fyrir þeim vanda?
Við endum sjálfsagt með praktíska kennslu í því hvernig hið opinbera klúðrar hlutum sem markaðurinn hefði leyst fyrir löngu síðan :-(
Helgi (IP-tala skráð) 18.5.2014 kl. 17:12
Lyklalögin er ekki markaðurinn. Það er þvinguð aðgerð frá "hinu opinbera" , alþingi.
Selective frjálslyndi er alveg mjög algengt. Ég er hættur að kippa mér upp við það.
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 18.5.2014 kl. 18:14
Helgi
Íbúðarlánasjóður var stærsti lánveitandi verðtryggða lána. Hann er á ábyrðg ríkisins og allar afskriftir þar á bæ hefur áhrif á skattborgara. Þessvegna getur þetta ekki bara verið milli almennings á lánveitenda.
Varðandi lyklalögin þá væri hægt að samþykkja þau. En þau mundu ekki geta gylt afturvirkt. Það væri skerðing á eignaréttin lögaðila og eignarréttur er varinn á stjórnarskrá Íslands. Vissulega væri hægt að lána til íbúðarkaupa með veð í íbúðinni en ekki ekki sjálfskuldarábyrgð en þá væri vextir væntanlega hærri (meiri áhætta fyrir lánveitanda) og framboð lána mundi minnka... sérstklega fyrir fátæka.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.5.2014 kl. 18:44
Svo má nú ekki gleyma, að leiðrétta námslánin, sem líka eru svikalán.
Íslendingar gætu sparað mikið með því að sleppa að eyða peningum í þróunarhjálp í Afríku, sem eru svo bara notaðir til hergagnakaupa. Það þarf fyrst og fremst að hjálpa fólkinu í landinu, svo landflóttinn verði ekki meiri. Eina fólkið, sem hér vill búa, eru flóttamenn, enda fá þeir hærri bætur en verkamenn hafa í laun.
Steini (IP-tala skráð) 18.5.2014 kl. 22:08
Og hvers eiga þeir að gjalda sem eru á leigumarkaðinum, og það meira að segja í leiguíbúð sem á að kallast í hinu félagslega kerfi, t.d. öryrkjar sem að þurfa að greiða hátt í helming hinna svokölluðu bóta hvers mánaðar beint í leigu á lítilli 2.herb íbúð! Ekki sést að nokkuð sé upp teningnum að koma þeim til aðstoðar, og nei og nei!! Þeir geta bara étið það sem útifrýs og það í orðsins fyllstu merkingu, því að þeir verða að standa í biðröðum hjá fátækrahjálpinni til að REYNA AÐ FÁ EITTHVAÐ OFAN Í SIG OG SÍNA, OG MEIGA EKKI KOMA NEMA 1-2SVAR Í MÁNUÐI TIL AÐ FÁ EITTHVAÐ (EF HEPPNINN ER MEÐ?) Nei ég held að Framsóknar og Sjalla formennirnir ættu að líta á þessa hluti, en ekki að vera greiða þeim sem að næga hafa peningana til baka, "VEGNA ÞESS AÐ ÞEIR GREYIN" HAFA ÞAÐ SVO SKÍTT SAMVÆMT HINUM SVOKÖLLUÐU FRAMTÖLUM? Þ.E.A.S. ÞESSIR SEM AÐ HAFA NÆGA PENINGA, ENN GETA SVO LIFAÐ Á RÍKISJÖTUNNI ENGU AÐ SÍÐUR!!?
pallinn1 (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 00:13
Lög um neytendalán.
Ekkert bull.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.5.2014 kl. 02:01
@2 og 3: Ég veit ekki hvort þú skilur almennilega lyklalögin. Í dag er ekki jafnræði á milli lánveitenda og lánþega. Lyklalögin myndu koma því á.
Ef ég bý í húsnæði sem á hvílir lán sem er um 100% af verðmæti hússins og ég get ekki greitt af láninu, hvers vegna má ég ekki rétta bankanum lyklana og fara? Ég á ekki lengur húsnæðið og get ekki greitt af láninu. Fjármálastofnanir eiga ekki að geta gert fólk að þrælum og forðast að bera ábyrgð á sínu. Lyklalög gætu líka þvingað fjármálastofnanir til að fara varlega í útlánum. Það gerðu þær greinilega ekki. Bæði lánþegar og lánveitendur verða að bera ábyrgð á sínum gjörðum. Ég hef ekkert svakalega mikla samúð með þeim sem eru nú að drukkna í skuldum - áhættan var fyrirsjáanleg. Gera þarf fólki auðveldara fyrir að fara í gjaldþrot - þó það væri ekki nema tímabundið. Það verður að hreinsa upp þessa slóð því öðru vísi komast hjól efnahagslífsins ekki aftur af stað. Þetta hefði átt að gerast fyrir löngu síðan og erum við enn í dag að súpa seyðið af því :-(
Ég er ekki að mælast til þess að lyklalögin gildi afturvirkt. Ef þau hefðu verið samþykkt fyrir nokkrum árum hefðu lánþegar og lánveitendur nú þegar náð einhverri lendingu. Það er best að gera þetta milliliðalaust.
Það er alveg ljóst að staða íbúðalánasjóð er slæm, fyrst hann er á lánamarkaði verður hann að taka þá áhættu sem því fylgir. Lyklalögin geta vel gilt á milli ÍBL og þeirra sem fá lánað þar. Lög eiga aldrei að gilda afturvirkt og ég er ekki að mælast til þess.
Þeir sem lána hafa hingað til notið mun meiri verndar en lánþegar, slíkt ýtir auðvitað undir áhættuhegðun og eru þetta ekki ný sannindi. Staðan hérlendis er langt í frá einsdæmi.
Miklu skiptir að fara að gera þetta dæmi allt saman upp. Setja þá í gjaldþrot sem ljóst er að geta ekki klárað sitt dæmi og afskrifa hjá þeim sem ljóst er að geta staðið við lægri greiðslur.
Ég mun aldrei skilja af hverju löggjafinn hefur ekki sett lög um það að íbúð sem fjármálastofnun hefur tekið skuli fara á markað innan 6 mánaða.
Nema fjármálastofnanirnar stjórni löggjafanum að verulegu leyti? Það gæti líka skýrt það hvers vegna lyklalögin hafa ekki verið samþykkt.
Helgi (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 06:06
Merkilegt með Hvellinn að hann tekur engum rökum.
Hér er margbúið að rekja fyrir hann m.a. með álitum frá lögmönnum og þingmönnum ásamt beinum tilvitnum í skýr ákvæði laga og stjórnarskrár sem allt sýnir að hvergi er að finna nokkra ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði.
Breytir engu.
Endalaust heldur hann áfram að tyggja á þessu bulli um ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði.
Staðreyndir skipta þennan mann bara engu máli.
Sigurður (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 08:17
@Helgi
Ég skil þig núna. Þú ert ekki að biðja um að lyklalögin væru afturvirk. Þá tek ég til baka það sem ég sagði að ofan.
Samningur milli tveggja einstaklinga skal vera frjáls.
Þeir sem taka húsnæðislán í dag ættu þá að geta valið milli láns sem lyklalögin gætu gilt yfir, og lán sem er óháð lyklalögum.
Eins og gefur að skilja væru vextir á lyklalagaláninu hærri. Enda er þá bankinn að taka ákveðna áhættu sem þarf að greiða fyrir.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 19.5.2014 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.