Fimmtudagur, 15. maí 2014
Mannréttindi almennings
Það er mannréttindi okkar Íslendinga að búa hér við góð lífskjör. Fyrir alla.
Verkfall flugmanna kosta okkur tæplega milljarð á dag.
Það veldur því að lífskjör verði léleg hérna.. bitnar sérstaklega á fátækum.
Flugmenn verða að láta milljón á mánuði duga í bili.
hvells
![]() |
Segja brotið á mannréttindum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alþjóðleg verkalýðsfélög berjast fyrir mannréttindum almennings. Þess vegna sýna þau flugmönnum stuðning í verki.
http://www.visir.is/liklegt-ad-flugvallarstarfsmenn-leggi-nidur-storf-til-ad-syna-samstodu/article/2014705149941
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 14:44
Alþjóðleg verkalýðsfélög berjast alls ekki fyrir mannréttindum almennings. Þvert á móti.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 15.5.2014 kl. 14:59
Sæll
Þegar ekki tekst að semja er það einungis öðrum aðila að kenna, í þessu tilfelli flugmenn, á meðan Icelandair Group (og SA) eru alsaklausir? Þeir hafa aldrei ætlað sér að semja um neitt umfram 2,8% vitandi það að flugmenn myndu fá lög á sig. Að ríkistjórn grípi inn í kjaradeilu og setji lög á löglega boðað verkfall er mjög slæmt.
Finnst líka umræðan um þessar verkfallsaðgerðir og sérstaklega hver kjör flugmanna séu eða séu ekki afskaplega einhliða. Tek öllum launatölum sem koma frá SA með fyrirvara.
Skúli (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 17:04
Icelandair Group tilkynnti um niðurfellingu 10 fluga til Norður Ameríku 11.maí. Af þessum 10 flugum voru 8 þeirra fullmönnuð og lýsir FÍA undrun sinni á þessari aðgerð Icelandair Group en hún er farþegum félagsins sem og hluthöfum til mikils skaða. Með þessari aðgerð og kynningu á henni er verið að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að sverta orð flugmanna. Slík aðgerð er sannarlega ekki til þess að ýta undir lausn þessarar deilu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 18:35
Á undanförnum árum hefur launaþróun flugstétta hjá Icelandair verið afar hagstæð og hafa laun þeirra hækkað umtalsvert meira en almennt hefur gerst í þjóðfélaginu. Frá nóvember 2006 til maí 2013, en það er tímabilið sem lagt var til grundvallar í skýrslu aðila vinnumarkaðarins „Í aðdraganda kjarasamninga", hækkuðu regluleg laun flugfreyja um 72% og flugmanna og flugstjóra um 65% en til samanburðar hækkaði launavísitala Hagstofunnar um tæplega 52%.
Í maí 2013 voru föst mánaðarlaun flugmanna og flugstjóra, að vaktaálagi meðtöldu, hjá Icelandair að meðaltali 915.000 kr. á mánuði. Að viðbættum launaliðum sem greiddir eru við hverja launaútborgun, s.s. akstursgreiðslur, álagsgreiðslur og hlunnindi, voru regluleg laun þeirra 1.045.000 kr. á mánuði. Að viðbættum yfirvinnugreiðslum voru heildarlaunin 1.125.000 kr. á mánuði. Í þessum tölum eru dagpeningar, sem greiðast reglulega, né eingreiðslur ýmis konar.
Laun flugstjóra eru mun hærri laun en almennra flugmenna. Föst mánaðarlaun flugstjóra voru að meðaltali 1.189.000 kr. á mánuði, regluleg laun 1.411.000 kr. og heildarlaun 1.528.000.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 15.5.2014 kl. 20:47
Þegar verkfalsréttur var innleiddur, held ég að það hafi engin ætlast til að þeir hæst launuðu myndu beita honum.
Hann var verfæri þeirra með lág laun.
Hitt er græðgi.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 23:30
Færðu þessar tölur frá SA?
Birgir: við hvaða krónutölu dregurðu strikið? 450.000kr, 250.000kr, 150.000kr? Hver á að ákveða hverjir hafi verkfallsrétt?
Mega bara þeir fara í verkfall sem hafa engin áhrif á aðra? Lítið gagn fyrir þá að fara í verkfall. Hinir eiga þá bara að bíða þolinmóðir þar til vinnuveitandi sér sér fært að hækka laun þeirra? Myndi vera ansi löng bið...
Ég styð alla í kjarabaráttu hvort sem þeir heita flugmenn, kennarar eða sjúkraliðar.
Skúli (IP-tala skráð) 15.5.2014 kl. 23:44
Enda er þú vitleysingur
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.5.2014 kl. 08:39
Hvað segirðu Birgir. Hefur Björgólfur hótað verkfalli? Af hverju eru ekki sett lög á manninn?
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/03/23/bjorgolfur_med_41_7_milljonir_i_laun/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 09:24
Það eru tveir vitleysingar sem hér hafa skrifað og er ég ekki einn þeirra!
Skúli (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 10:39
Minna fólk á að gæta orðbragðs, óþarfi að kalla fólki illum nöfnum þó það sé ósammála í efnisatriðum.
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 16.5.2014 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.