Mánudagur, 12. maí 2014
Græðgin gríðarleg
Græðgin í þessum flugmönnum er mjög mikil.
Þeir eru með milljónir á mánuði og vilja 30% launahækkun.
Á meðan fátæki verkamaðurinn á lágmarkslaununum fékk bara 2,8% launahækkun fyrr á árinu.
Græðgi, græðgi og ekkert annað.
hvells
![]() |
Flugáætlunin öll úr lagi gengin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lægst launuðu aðilarnir fengu um 6% hækkun.
Almenni launamaðurinn fékk 2,8 og mun fá um 1% í viðbót í orlofs/jóla uppbót via Verkalýðsfélag Akraness.
Óskar Guðmundsson, 12.5.2014 kl. 10:42
Græðgin í þessu "fyrirtæki" er mjög mikil.
Það er með "billjónir" á mánuði og vilja "ekki gefa" 30% launahækkun.
Á meðan "öll hin fyrirtækin í landinu hækkuðu laun umtalsvert í góðærinu"
Græðgi, græðgi og ekkert annað.
Svona ég lagaði textann fyrir þig. Trúi ekki að nokkur maður vilji frekar styðja við SA heldur en launþegann.
Nafn (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 11:22
Og þú heldur að þessi gríðarlegu launahækkanir fara ekki útí verðlagið?
Almenningur mun einfaldlega borga hærri verð fyrir flugmiðann sinn.
Bæði innanlands og utan.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 12.5.2014 kl. 14:17
Græðgi er góð.
Ef fólk hefur verðmæta hæfileika sem skortur er á þá væru þau frekar heimsk að nýta ekki stöðuna á meðan þau geta.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 15:18
Samkv. upplýsingum sem komið hafa fram eru flugmenn með í ,,föst laun sem nema 550 þúsundum króna fyrsta árið".
Þetta er ótrúlega lítið.
Jú jú, svo kemur yfirvinna oþh. ofan á en samt. Ótrúlega lítið í föst laun.
Að öðru leiti, að er ekki alveg viðbúið þegar svona uppgangur er í ferðamennskunni að komi upp kröfur um hærri laun? Bæði hjá flugmönnum og flugstarfsmönnum almennt? Jú, alveg viðbúið.
Einhvern milliveg verður náttúrulega að finna á endanum.
En vissulega eru flugmenn í sterkri stöðu varðandi sýnar aðgerðir. Þetta er líka ekkert í fyrsta skipti sem álíka kemur upp hjá flugmönnum.
Að mínu mati þá ættu almennir verkseljendur að læra af strategíu flugmanna. Þetta er að mörgu leiti sneddý strategía.
Almennir verkseljendur þurfa að nota álíka taktík, smáir hópar sem hefja sókn gegn verkkauendum á veiku svæðunum o.s.frv.
Það þarf ekkert endilega alsherjarverkfall. Miklu effektífara að nota strategíu sem byggir á að sækja með smáum hópum on weak flanks.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.5.2014 kl. 15:22
Með þessu áframhaldi verða flugstjórar komnir í meðallaun háseta hjá Samherja áður en maður veit af.
Davíð12 (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 15:26
Launahækkanir munu ekki skila sér út í verðlag, einfaldlega vegna þess það stjórnast alfarið eftir framboði og eftirspurn.
Og á meðan að það er samkeppni á markaðnum er ekki hægt að hækka verðið eftir hentusemi.
Það eina sem gerist er að þessi gríðarlegi methagnaður ár eftir ár verður örlítið minni, sem sagt útgreiddur arður í vasa hlutafjáreigenda myndi td. bara hækka úr 5 millum í 5,2 í stað 5,5
Nafn (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 15:37
Er samt eitt athyglisvert, að flugfargjöld erlendis hafa farið lækkandi eftir áramót og kannski eitthvað fyrir áramót.
Eg skil ekki hvernig það var hægt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.5.2014 kl. 16:03
Yfirmenn og stjórnarmenn hafa undanfarið skammtað sér launahækkanir upp á hátt í 60%, og mörghundruð þúsund.
Hvers vegna ætti almennt starfsfólk sama fyrirtækis ekki að fara fram á það sama handa sér?
Efsta lagið í fyrirtækinu sá sjálft um að leggja línurnar.
Sigurður (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 18:36
Þetta launaskrið hálaunhópanna er náttúrulega hneyksli meðan almenningur á ekki fyrir salti í grautinn en sættir sig vð 2,8% hækkun til að fá ekki bakreikning í aukinni verðbólgu.
Eins og þetta hálaunalið njóti þess ekki líka að halda verðbólgunni í skefjum en vilja ekki leggja gramm á vogarskálarnar til að það takist.
Hvað hækkuðu launin hjá toppunum í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna í fyrra. Eru það ekki lífeyrissjóðirnir sem eiga stærstan hlutann í þessu félagi og hækkuðu laun stjórnarmanna umtalsvert mera en en um 2,8% sem hæfilegt var talið fyrir almenning.
Landfari, 12.5.2014 kl. 23:38
Rétt hjá Landfara.
Lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendurnir. Þessvegna finnst mér einkennilegt að heyra að þessir snillingar hér að ofan finnst þetta bara fínt mál. Hlutabref í Icelandair má bara lækka einsog það hefur gert seinustu daga.
Með tilheyrandi skerðing lífeyris til gamla fólksins.
Bara útaf græðgi nokkura manna með 1,5mkr-2mkr á mánuði.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 13.5.2014 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.