Miðvikudagur, 7. maí 2014
Hætta skal við strax
Það þarf að hætta við þessa aðgerð.
Ég hef enga trú á að Framsóknarmenn vilji hætta við, þeir gera allt fyrir atkvæðin. Sama um afleiðingar. Heimild: Hagsaga Íslands með þeim í stjórn.
Ég legg traust mitt á Sjálfstæðisflokkinn. Að skynsemin í þingmönnum vakni. Þetta er mesta glapræði hagsögunnar framkvæmdar á viðkvæmasta tímapunkti.
Ríkiskassinn er tómur.
Hættum við þessa vitleysu.
Sleggjan heldur allavega að á endanum verður ekki farið í þetta. Ég bara trúi ekki fyrren ég sé það.
kv
Sleggjan
![]() |
Skuldaleiðrétting þarfnast endurskoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skynsamir sjallar eru með sína forgangsröð alveg á hreinu.
Á innan við einu ári er tvívegis búið að lækka skatta á skriljarðamæringana í LÍÚ, og þurfti engar nefndir til, bara efndir.
Ef það var eitthvað eitt loforð umfram annað sem kom þessum mönnum í ríkisstjórn, þá var það loforð um skuldaleiðréttingarnar, hitt loforðið sem réði úrslitum var sennilega þjóðaratkvæði um ESB.
Það væri líkt þeim að svíkja allt sem kemur að almenningi, á meðan þeir halda áfram að hlaða undir miljarðamæringana.
Sigurður (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 22:53
Traust á Sjálfstæðisflokkinn? Guð minn góður er ég að sjá rétt eða er þetta sú martröð sem við þurfum að búa við.
Sigurður Haraldsson, 8.5.2014 kl. 08:52
Það er auðvitað algjörlega galið að henda 80 milljörðum út um gluggann með þessum hætti sérstaklega eins og staða ríkissjóðs er núna.
Það sem gerir málið enn verra er að mest af þessu fé fer til þeirra, sem tóku lán 2005 og fyrr og hafa hagnast á skuldunum, og til annarra sem vegna hárra tekna og/eða mikilla eigna eiga auðvelt með að greiða af skuldum sínum.
Ríkisstjórn sem hagar sér svona er algjörlega óhæf og á eftir að valda óbætanlegu tjóni ef hún fær til þess svigrúm.
Það er því brýnt að hún fari frá sem fyrst. Framsóknarmönnum er í engu treystandi. Vonandi munu nógu margir sjálfstæðismenn koma i veg fyrir samþykkt þessa frumvarps auk tillögunar um endanleg slit á ESB-viðræðum.
Ef það gerist er stjórnin væntanlega fallin
Ásmundur (IP-tala skráð) 8.5.2014 kl. 11:08
Rétt Ásmundur. Kosningar strax.
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 8.5.2014 kl. 17:15
Sælir. Mér finnst þessi Sigurður nú tala dálítið af viti verð ég að seigja. Dæmi. það er ekkert svigrúm til að gera neitt fyrir venjulegt fólk. Enn það eralltaf smuga á að lækka stóreignaskatta,Fjármagnstekjuskatta og gera vel við Samherja,Granda og Vísi td... Hvernig stendur á því? Hefur Sleggjan séð afkomutölur þessara fyrirtækja sem ég nefndi hér að ofan??
ólafur (IP-tala skráð) 8.5.2014 kl. 18:15
Sæll Ólafur
ég hef séð afkomutölurnar og ég er bara algerlega á móti lækkun veiðigjalds.
Ríkiskassinn tómur og bara rugl að lækka veiðigjöldin, og einni rugl að afskrifa lán hjá fólki. Aftur, ríkiskassinn tomur.
kv
sleggg
Sleggjan (IP-tala skráð) 9.5.2014 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.