Mánudagur, 14. apríl 2014
Nú er rétti tíminn Framsókn!!!
Nú er rétti tíminn fyrir Framsóknarflokkinn til þess að vera samkvæmur sjálfum sér.
Nú getur þessi flokkur sett á 80% toll á alla bíla.
Sömu rökin gilda og með landbúnaðinn.
Spara gjaldeyri.
Auka störf.
Ferðaröryggi
Íslensk framleiðsla.
Jújú þetta mun valda mikilli verðhækkunum á bílum og neytendur munu stórtapa. En það hefur verið aukaaatriði hjá þessum flokki hingaðtil. Alveg eins og með landbúnaðinn.
hvells
![]() |
Bílaframleiðsla hefst á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rosalega er þetta geðvonskulegt innslag hjá ykkur. Fer það svona í taugarnar á ykkur að hér á Íslandi skuli efnahgslífið blómstra sem aldrei fyrr og nýsköpun og kraftur atvinnulífsins skapi sífellt ný tækifæri og það allt án ESB aðildar.
Hvaða geðvonsku rugl er þetta í ykkur um Framsóknarflokkinn og 80% skatta og ríkisstyrktan landbúnað sem er nánast alls staðr ríkisstyrktur og ekki hvað síst í ESB löndunum ykkar.
Gunnlaugur I., 15.4.2014 kl. 01:02
Það er spurning hvor ykkar skrifar þessa færslu, Sleggjan eða Hvellurinn, hitt er víst að sá ykkar sem það gerði þekkir greinilega ekki vel til í tollamálum hér á landi.
Það yrðu gleðileg tíðindi ef Framsókn tækist að koma tollum af bílum niður í 80%. Í dag er meðaltollur um 90%, fer nokkuð eftir öryggi bílanna. Þeir sem eru öruggastir bera hæðstann toll og fer hann minnkandi eftir því sem öryggi bílanna minnkar.
Þar að auki eru síðan ýmsar reglugerðir frá ESB sem valda því að erfitt er að flytja inn bíla frá sumum löndum, enda ekkert eitt hagkerfi sem er jafn vel varið fyrir utanaðkomandi samkeppni, með reglum og tollum og hið sameiginlega hagkerfi ESB. Sterkast vinnur ESB gegn innflutningi bíla frá Ameríku.
Því miður hefur ekki heyrst að stjórnvöld ætli að lækka tolla á bílum og því verðum við að sætta okkur við áframhald ofurtolla á þann innflutning, auk reglugerða frá ESB sem hefta hann enn frekar.
Gunnar Heiðarsson, 15.4.2014 kl. 03:21
Ekki alveg að skilja þessa athugasemd Sleggja/Hvellur, af hverju viltu ekki smíða sérútbúna bíla fyrir ferðaþjónustu á Íslandi og hvað kemur þetta Framsókn við?
Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 10:05
Gunnlaugur I: CCP og Össur t.d. hanga hérna a íslandi á tilfinningarökum en ekki lógískum.
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2014 kl. 20:48
Sleggja,
Að CCP og Össur séu hér af tilfinningalegum rökum, en ekki lógískum er náttúrlega alveg ótrúlegur dónaskapur og vanvirðing út í stjórnendur þessara fyrirtækja.
Árangur þeirra í viðskiptum hingað til hlítur að byggjast á aðeins meiri hæfileikum og útsjónarsemi en bara tilfinningarökum.
Ef þessi fyrirtæki væru betur sett erlendis, þá væru þau erlendis.
Ekkert flóknara en það.
Sigurður (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 22:29
Sigurður
"Þrátt fyrir ógrynni tilboða sagðist Hilmar hafa ákveðið að CCP yrði áfram á Íslandi en ekki flytja til Kanada sem var ákvörðun sem eingöngu var byggð á tilfinningum"
http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/03/07/umtolud-raeda-hilmars-ekki-aetlum-vid-ad-nota-kronur-er-thad-planid/
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2014 kl. 00:57
össur er með mest af sini fraleiðslu erlendis það eru höfuðstöðvarnar sem eru hér á landi og einhver ransóknarteimi hér á landi. meira seigja jón sigurðsson er með lögheimili í bandaríkjunum að mér skilst svo virðisaukin kemur lítið híngað.
um c.c.p. hugsa ég að sömu sögu sé að seigja.menn þurfa ekki að búa á íslandi til að vinna á tölvum. eflaust vilja ýmis fyrirtæki áhuga á c.c.p. en eflaust veit hvellurin betur.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 16:12
@ Sigurður
CCP Hilmar segir það beinlinis sjálfur, vinsalmegast reyna að fylgjast með þjóðmálum til að ná að vera með í umræðum hérna.
kv
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2014 kl. 19:23
no.8. menn seigja ímislegt. nú var í fréttum í gær rætt við forstjóra hjá creditinfo. að meigin ástæða fyrir því að þeir flitji úr landi sé að þeir viji vera nálægt markaðnum. en auðvitað spila gjaldeyrishöftin inní. eitnig seigir hann að það muni ekki verða nein breitíng hjá þeim hér á íslandi í manfjölda. seigir það okkur ekki að það skiptir meira máli að hafa hagstætt skattaumhverfi frekar en að aflétt höftunum. því fyrirtæki géta feingið undanþágu frá höftunum
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 17.4.2014 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.