Þriðjudagur, 18. mars 2014
XD báknið burt!!
Þetta er alveg með ólíkindum.
Eina sem hægristjórnin hefur gert er að stofna hinar og þessar nefndir og stofna hin og þessi ráð og stofnanir til að fara yfir hin og þessi mál.
Ætlar hægri stjórnin ekki að minnka báknið?
Vita hægrimenn ekki að við stefnum á hallalaus fjárlög engöngu útá milljarða skatta á slitastjórnin og svo einhverjar bókhaldsæfingar með skuldabréf Seðlabankans.... engar alvöru hagræðingar fóru framm!!
Við getum alveg eins verið með vinstri stjórn hér á landi.
hvells
![]() |
Stofnað verði fjármálastöðugleikaráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á síðasta kjörtímabili áttu sér stað miklir niðurskurðir, hefði mátt vera meiri samt.
Mestmegnis vegna þrýstings frá AGS.
sleggjan (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 21:02
Við getum alveg eins verið með vinstri stjórn hér á landi.
Þetta frumvarp einmitt var samið í stjórnartíð hennar.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2014 kl. 23:37
Sæll.
Gott hjá ykkur að vekja athygli á þessu. Í dag er sáralítill munur á þeim flokkum sem kjósendum standa til boða.
Var Bjarni Ben ekki voðalega hróðugur þegar hann lækkaði tekjuskatta um hálft prósentustig um daginn? Er það misskilningur? Frábært, við megum s.s. allra náðarsamlegast halda eftir aðeins meira af því sem við vinnum okkur inn. Bravó!! Takk yðar hátign. Stjórnmálaelítan í dag er hræðilega lík aðlinum á miðöldum.
Gott fyrsta skref væri að hafa alla skatta 9% og engar undanþágur eða frádráttarliði (slíkt býr bara til vinnu fyrir endurskoðendur og opnar á sérhagsmunapot). Atvinnuleysi myndi hverfa eins og dögg fyrir sólu og erlend fyrirtæki myndu vilja koma hingað (því skattar eru alls staðar háir). Seinna mætti svo lækka þá enn meira (og þá væri hægt að leggja niður embætti skattrannsóknarstjóra).
Allir halda að hið opinbera geti reddað hlutum sem það á ekki að redda og getur ekki reddað. Í dag er það hið opinbera sem hefur neikvæð áhrif á kaupmátt fólks. Hvað veldur því að ASÍ og SA fatta það ekki?
@1: Þó eitthvað hafi verið skorið niður á síðasta kjörtímabili safnaði síðasta stjórn samt hundruðum milljarða í skuldir og reyndi að hengja á okkur enn meiri skuldir (Icesave).
Helgi (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 06:27
Rétt er það Helgi, hrunið hafði mikil áhrif á skuldahliðina.
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 19.3.2014 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.