Dvínandi trúverðugleiki

Það er ljóst að meira að segja hörðustu NEI sinnar eru farnir að missa trú á Vigdísi.

Hún hefur einfaldlega misst trúverðugleikann jafnt og þétt. Fyrst var hægt að skrifa mistök hennar og vitleysu á reynsluleysi. Svo koma að "menn gera mistök" en nú eru "mistökin" orðin nánast daglegt brauð og NEI sinnar eru hættir að lítast á blikuna.

Ljóst er að hún mun gjaldfella Heimsksýn með sínu háttarlagi. Margir innan Heimsksýnar eru að hugsa sér til hreyfings.

hvells


mbl.is Hvetur fyrirtæki til að hætta að auglýsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hva,, er þetta ekki krúttbolla sérhagsmunagæslunnar ?

hilmar jónsson, 27.2.2014 kl. 13:37

2 identicon

Sæll.

Þú ert frekar ómálefnalegur, stöðugt að tala um að nei sinnar séu með allt niðurum sig og svoleiðis. Af hverju setur þú ekki fram einhver skynsamleg rök fyrir því að við göngum í ESB? Þú ert ansi gjarn á að henda skít í menn og stéttir án þess að vera málefnalegur. Hvað veldur? Sömuleiðis ertu stöðugt að tala um "samning" en ekki er verið að semja um neitt í aðildarviðræðunum. Við eigum einfaldlega að taka upp reglur og lög ESB. Vissir þú það ekki?

Félag fyrirtækja í Bretlandi áætlar að frá Lisabon sáttmálanum (2009) kosti alls kyns auknar reglugerðir frá ESB bresk fyrirtæki 6,1 milljarð punda árlega. Þetta er paradísin sem sumir vilja. Ekki skrýtið að atvinnuleysi innan ESB sé stöðugt í tveggja prósentustiga tölu!

Sömuleiðis er talað um að "gagnslaus" lög frá ESB kosti hverja breska fjölskyldu um 1000 pund á ári. Tölur frá öðrum ESB löndum eru sjálfsagt svipaðar. Hvað er svona frábært við það?

Af hverju er evran betri gjaldmiðill en krónan?

Við munum þurfa að borga með okkur innan ESB, af hverju er það æskilegt?

Aðild mun þýða valdaframsal. Af hverju er það gott?

Ljóst er að verulega vantar upp á almennilega fjármálastjórnun innan ESB enda hafa endurskoðendur neitað að árita reikninga ESB í um 20 ár. Viljum við að illa verði farið með íslenska fjármuni (nóg er ruglið hjá hinu opinbera hérlendis)?

Helgi (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 06:26

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Helgi, þú talar oft niður til fólks. Kemur með vafasama fullyrðingu og segir svo vissir þú það ekki?

Segir þetta er annaðhvort A eða B , hvort er það? , þegar í rauninni er það hvorki A né B.

Ekki er tal um að missa buxurnar niðrum sig málefnalegt, en hægt er að bæta umræðuna líka á hinn bóginn.

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 28.2.2014 kl. 14:45

4 identicon

@3: Þegar menn eru með vinsæl blogg eru gerðar heldur meiri kröfur til þeirra en annarra - eins og að rökstyðja sína skoðun.

Ég sé ekki hvernig ég tala niður til fólks - ég kasta fram nokkrum spurningum sem ykkur er kannski ofviða að svara, eða hvað?

Ég er auðvitað með heimildir fyrir þessu varðandi reglugerðarkostnaðinn, nefni hann sem dæmi um ókosti ESB.

Af hverju svarið þið ekki þessum spurningum í nr. 2 eða hrekið eitthvað sem ég segi?

Helgi (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband