"elskulega" krónan

Nú er verð MEIRA en fjórfallt dýrari en var árið 1988.

Þökk sé okkar elskulegu krónu  sem NEI sinnar vilja verja með kjafti og klóm.

hvells


mbl.is Mikil hækkun vísitölu neysluverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skringilegt.

Ég hef aldrei séð krónur gera neitt sjálfar af eigin frumkvæði.

Efni fréttarinnar er að verðlag hafi hækkað talsvert milli mánaða. Í henni kemur fram að: "Helstu skýringar á hækkuninni nú eru útsölulok og hækkun á flugfargjöldum"Það voru semsagt kaupmenn og flugfélög sem ollu hækkuninni.

Sú hækkun fer ekkert sérstaklega eftir því með hvaða gjaldmiðli er greitt.

Þannig er ekki hægt að sjá að krónan hafi getað valdið þessum hækkunum.

En það er sjálfsagt hentugt fyrir þá sem vilja hækka sífellt hjá sér verðin að geta bent á einhvern annan sem sökudólg. Sérstaklega þegar það er dauður hlutur sem getur ekki svarað fyrir sig. En um leið er það mjög ómálefnalegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2014 kl. 13:20

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er að tala um verðlagið síðan 1988

Krónan á mikinn þátt í verðhækkunum. Sem dæmi eru okurvextir á krónunni sem verslanir veita útí verðlagið. Þetta vita flestir sem nenna að kynna sér málið.

Svo var hér mikið gengisfall árið 2008 og í kjölfarið rauk verðbólgan upp. Enda tvöfaldaðist verðið á innfluttum vörum. Ekki er hægt að kenna útsölulokun um það alltsaman eða hvað?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 27.2.2014 kl. 14:54

3 identicon

Krónan hefur ekkert með verðlag að gera. Þú verður að skilja eðli gjaldmiðils til að átta þig á því að hann er ígildi verðmæta á hverjum tíma. Það er hagstjórnin í landinu og það umhverfi sem ríkir í efnahagsmálum sem stýrir því hvernig verðlag hér veltur mun hraða áfram en annarsstaðar.

Svo lengi sem útlendingar hafa áhuga á að kaupa eitthvað frá íslandi, hvort sem það er fiskur, orka eða ferðaupplifun, þá er eftirspurn eftir íslenskum "verðmætum", til að flytja þau verðmæti kjósum við að nota krónu sem svo er skipt yfir í annan gjaldmiðil. Það felur ekki í sér minni verðmæti að krónan sé notuð, en að verðmætunum sé skipt beint yfir í erlendan gjaldmiðil.

Þó svo "verð" hafi fjórfaldast þýðir það ekki að verðmæti hafi skroppið saman í fjórðung af upphaflegu verðmæti. Það þýðir einfaldlega að mælikvarðinn á verðmæti hafi hækkað 4falt. Þegar þú áttir hús árið 1998 og fékkst fyrir það 5 milljónir þá og fáir 20 milljónir króna í dag...þýðir það ekki að verðmæti þess hafi hækkað ...heldur bara að víxlverkun verðhækkana, launahækkana og annars á íslandi hafi breytt mælikvarðanum.

En ef þú áttir 5 milljónir króna 1998 og ráðstafaðir þeim ekki í nein verðmæti þá færðu fjórfalt minni verðmæti fyrir þau í dag. Þannig að einungis þeir sem spiluðu þannig úr sínum málum bera skarðari hlut frá borði en þeir sem áttu slíka upphæð í öðrum gjaldmiðli yfir sama tíma.

Verðmæti þess að hafa eigin mynt felast í því að við tökumst betur á við sveiflur sem heild heldur en ef við værum með gjaldmiðil sem tekur mið af óskyldum hagstærðum. Með mynt þar sem mælikvarðinn réðist ekki af okkar eigin hagstærðum þýddi bara það að sveiflum hagkerfisins myntarinnar myndi þá frekar slá út í atvinnuleysi og gjaldþrotum einstakra fyrirtækja frekar meðan að gjaldmiðillin króna myndi skala alla mælieininguna til.

Svo á endanum þá er það ekki gjaldmiðillinn sem skiptir máli heldur hvernig hlutunum er stýrt í kringum hann.

Blessaður (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 18:54

4 identicon

Það versta er að mælikvarðinn er rangur og úreltur og miðast ekki við útjöld meginþorra almennings!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 21:15

5 identicon

Sæll.

Tek undir með nr. 3 hér að ofan þó viðkomandi sleppi því algerlega að nefna raunverulegan sökudólg hækkandi verðlags: Hið opinbera.

Íslendingar trúa ekki lengur á Guð heldur hið opinbera. Það getur ekkert rangt gert af sér og má stela peningum af þeim auk þess að geta allt!!

Skilja ber færslu hvells í ljósi þess að hann hatar krónuna en elskar ESB og evruna. Hann er bara búinn að gleyma því að margir innan ESB kvörtuðu yfir verðhækkunum þegar evran var innleidd. Það vill hann ekki tala um - skiljanlega :-)

Félag fyrirtækja í Bretlandi áætlar að frá Lisabon sáttmálanum (2009) kosti alls kyns auknar reglugerðir frá ESB bresk fyrirtæki 6,1 milljarð punda árlega. Þetta er paradísin sem sumir vilja. Ekki skrýtið að atvinnuleysi innan ESB sé stöðugt í tveggja prósentustiga tölu!

Helgi (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 06:16

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

lág króna= hátt verðlag á innfluttum vörum.

Flókið?

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 28.2.2014 kl. 14:46

7 identicon

@6: Hver er hin hliðin á þessum pening?

Margar þjóðir (t.d. Japan og USA) eru um þessar mundir að reyna að halda sínum gjaldmiðlum lágum. Eru þá yenið og dollarinn lélegir gjaldmiðlar? Hvað með yuanið?

Annars er seðlabankinn að reyna að skipta sér að gengi krónunnar sem er mjög óæskilegt. Því er ekki hægt að skrif allt á krónuna. Eruð þið búnir að gleyma hegðun SÍ í aðdraganda hruns?

Hrun krónunnar var að verulegu leyti í boði SÍ. Verðbólga á Íslandi er á ábyrgð SÍ enda stjórnar hann peningamagni í umferð. Eru þá aðgerðir SÍ krónunni að kenna? Stjórnar dauður hlutur hvernig staðið er að málum í Svörtuloftum?

Helgi (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband