Miðvikudagur, 26. febrúar 2014
Launafólk og almenningur vill fá að kjósa um samninginn
"yrði hún samþykkt, tekinn út eini raunhæfi kosturinn til að taka hér upp gjaldmiðil á næstu árum sem komið getur landinu úr viðjum gjaldeyrishafta og lagt grunninn að stöðugleika og nýsköpun í atvinnulífinu til hagsbótar fyrir launafólk og allan almenning."
Ríkisstjórn Sigmundar hefur enga lausn varðandi vanda krónunnar. Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu, hann veit ekki hvernig á að koma stöðugleika á krónuna, hann veit ekki hvernig á að takast á við okurvexti og ekkert plan er hér til þess að afnema gjaldeyrishöftin.
Vinnumenn hér á landi sjá í gegnum þessa þjóðrembu og sérhagsmuni sem Sigmundur er að verja og launafólk vill kjósa um saminginnn.
Það gengur ekki til lengdar að Framsóknarflokkurinn ætlar að svifta lýðræðið af fólkinu.
hvells
![]() |
Vilja að tillagan verði afturkölluð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jasso! Bæði hvortveggja launafólk OG almenningur. Kannski þegnar landsins líka?
Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2014 kl. 20:47
Heimilin í landinu vill fá að kjósa um samninginn en því miður gefur Framsóknarflokkurinn skít í lýðræðið.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2014 kl. 21:06
Það er víst hægt að afnema verðtryggingu án evru. Sönnun þess liggur í því að það hafa önnur ríki gert áður í sögunni, án þess að evra hafi þar komið nærri.
Ekki nóg með það, heldur er ekkert sem segir að með ESB-aðild verði verðtrygging afnumin. Þetta hefur verið kannað og það kom á daginn að það er ekkert í reglum ESB sem myndi skikka íslensk stjórnvöld til afnema verðtryggingu. Ákvörðun um afnám hennar er og mun verða pólitísk ákvörðun sem mun þurfa að vera tekin á Alþingi Íslendinga, ef af á að verða.
Sumir spyrja kannski, hvernig þá? Ef ekki með evrusambandsaðild?
Svarið er einfalt. Með lagafrumvarpi. Það hefur meira að segja verið flutt áður:
http://www.althingi.is/altext/141/s/1138.html
Það eina sem þarf er að endurflytja það og meirihluti að greiða atkvæði með því.
Glöggir lesendur hljóta að sjá að evra eða ESB spila þar hvergi inn í.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2014 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.