Miðvikudagur, 26. febrúar 2014
Verri en vinstri stjórnin
Þegar kemur að atvinnulífinu þá er núverandi ríkisstjórn verri en vinstri stjórnin.
Þrátt fyrir að Framsóknarflokkurinn segist vera að vinna fyrir atvinnulífið....en það er bara lýgi og rógburður alveg eins og öll þessi þingsályktunartillaga.
Framsóknarflokkurinn og ráðherrar í flokknum hafa misst allan trúverðugleika sem verður ekki bættur aftur.
hvells
![]() |
Fer gegn stórum hópi fyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Helgi spurði Bjarna í kastljósvitðalinu hvort það væri ekki einkennileg staða fyrir flokkinn, sem hingað til hefur kennt sig við atvinnulífið og frelsi í viðskiptum að horfa upp á alla þessa gagrnýni í dag frá atvinnulífinu.
Bjarni sagðist ekki taka við skipunum frá atvinnulífinu.
Þetta er trúlega fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins í 85 ára sögu flokksins sem sendir atvinnurekendum fingurinn og segir þeim að fo##ka sér.
En Bjarni ber auðvitað enga ábyrgð á því sem hann sagði, það er Sigmundi að kenna eins og allt annað sem Bjarni segir og gerir.
Sigurður (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 12:59
XD er að lúffa fyrir XB í þessu máli.
Þannig að rótin af þessum fjandskap kemur frá XB.
Það vita allir.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2014 kl. 13:03
Fer þetta ekki allt að lagast þegar rússa- og kínagullið fer að flæða hingað inn?
Að öðru leiti, að þá er ástæða framsjalla ekki sú að þeir vilji ekki boka undir rass atvinnukaupenda.
Ástæða niðurgangs atvinnulífs í landinu er einfaldlega vegna framferðir þjóðrembinga, lýðskrumara og annarra fábjána undanfarin ár. Þir hafi valdið landi og lýð óbætanlegu tjóni og skaðinn svo mikill að telst í hundruðum millarða ef ekki þúsundum og sér síst fyrir endan á þeirri skaðakostnaðarhít.
Hvaða erlendir menn með viti halda þjóðrembingar og kjánabjálfar auk ofstækismennina, svörtu riddaranna í heimsksýn, að fari að lána peninga hingað upp til fólks sem opinberlega segir að það ætli ekki að greiða úlendingum peninga sína til baka og réttmætar eignir sem rata hingað upp?
Það fer enginn að lána þjófum og vitsmunaskertum vitleysingum peninga. Það er bara þannig.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.2.2014 kl. 13:14
Það er rétt.
Ég mundi allavega aldrei lána þjófum
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2014 kl. 13:21
En sagði ekki Jón Steinar að þegar á heildina (les sjallana) er litið, fer bara nokkuð vel um okkur?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 13:52
Fyndið í ljósi þess að meirihluti Samtakanna vill ekki í ESB.
Kalli (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 14:33
Meirihluti fyrirtækja í atvinnulífinu vill klára samninginn. þvert á það sem Framsóknarflokkurinn er að bera hér á borð... enda sá flokkur fjandsamur atvinnulífinu og þar með launafólkinu í landinu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2014 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.