http://blog.pressan.is/andrigeir/2014/02/25/esb-allt-i-plati/
"Íslensk umræða um Evrópusambandið virðist í litlu samhengi við evrópskan raunveruleika og byggir frekar á íslenskri óskhyggju.
Þingsályktunartillagan um afturköllun á aðildarumsókn sýnir vel það haf sem er á milli Íslands og ESB. Íslendingar eru að reyna að fara aftur í tímann og halda að þeir geti sagt við ESB, þessi umsókn var allt í plati við viljum bara vera í EES eins og fyrir hrun.
ESB hefur breyst mikið frá hruni og mikið umbótastarf er þar í gangi. Það er útilokað að snúa klukkunni við og ef einhver þjóð ætti að vera meðvituð um galla og takmarknir á EES samstarfinu þá er það Ísland.
Það kom skýrt fram eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu Svisslendinga nýlega að ESB er ekki til viðræðu um að leyfa evrópuþjóðum sem standa fyrir utan bandalagið að velja bestu bitana. Ef Íslendingar draga ESB umsóknina tilbaka vegna þess að þeir telji EES betra, mun bandalagið endurskoða EES samstarfið. ESB hefur þegar gefið út yfirlýsingu um að tvíhliða samningur við Sviss verði endurskoðaður og það er fullkomlega eðlilegt að það sama verði látið yfir EES ganga þegar Ísland dregur umsóknina til baka.
Markmið ESB er að evrópuríki verði fullgildir meðlimir í sambandinu. Ef þjóðir fara að velja ólýðræðislega aukaaðild á miðri leið er komið upp vandamál sem þarf að leysa. Í þeirri lausn er vafasamt að EES eigi langt líf eftir.
Sá óskalisti stjórnvalda um framtíð EES sem birtist í þingsályktunartillögunni virðist því fullkomlega óraunhæfur. Með því að draga unsóknina tilbaka er verið að keyra út í óvissuna það er ekkert fast í hendi með EES."
Framsóknarflokkurinn er basikklí að eyðileggja möguleika Íslands til framtíðar.
Óbætanlegt tjón. Ekki hægt að snúa við.
Þess má geta að þetta er allt gert með stuðning XD, saman eru þessir flokkar í ríkisstjórn og ekki hægt að horfa framhjá því.
kv
Sleggjan
Athugasemdir
Ætli ég sé einn um það að finnast laumu-Icesave- og ESB-sinnanum Andra Geir fara það ákaflega vel að stunda svona dylgjuskrif með óþverralegum hótunum?
Hve langt geta menn gengið í þjónkun við erlent stórveldi?
Og neitið því ekkert, að Evrópusambandið er stórveldi gömlu stórveldanna, þótt það sé langt frá því enn að vera farið að nýta sér allar sínar gefnu valdheimildir í Lissabon-sáttmálanum, m.a. á sviði öryggis- og hernaðarmála.
Jón Valur Jensson, 26.2.2014 kl. 01:02
Það er nú bara þannig, að ríkisstjórn framsjalla hefur flett algjörlega af sér grímunni undanfarna daga. Þetta byrjaði með þegar SDG bókstaflega skandaliseraði að eigin frumkvæði í viðtali á RUV. Það er algjört einsdæmi að forsætisráðherra skanaliseri svona gjörsamlega og missi allt niðrum sig og opinberi svo rugleli sitt eins og drengurinn gerði þarna.
Nú nú. Þá skeði það sem algengt er að þegar ein beljan mígur - þá þurfa allar að míga. Hver ráðherrann af öðrum hefur komið fram og reynt að skandalesara að haga sér sem vitleysislegast.
Jafnframt er maður farinn að trúa ýmsu uppá þessa menn. Bæði vegna þess að þeir eru óvitar og eins vegna harðneskjunnar sem þeir beita þjóð sína.
Afhverju fór utanríkisráðherra að verja harðstjórann í Ukrainu eins og fífl á dögunum? Afhverju?
Getur verið að eitthvað svipað sé í gangi hér. Að ríkisstjórnin ætli að fjármagna sig frá rússum eða kínverjum?! Og þá sé skilyrði að agnúast útí Samband vestrænna lýðræðisríkja?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.2.2014 kl. 01:16
Eins og fyrri daginn eru hugmyndir ESB-Ómars Bjarka úr öllu sambandi við veruleikann. Jafnvel á sinni Samfylkingar-Eyju ofbauð hann sínum eigin samherjum svo (m.a. í vörn fyrir Icesave, Steingrím etc.), að hann var langmest niðurþumlaði innleggjarinn í það kaupfélag kratamennskunnar.

Jón Valur Jensson, 26.2.2014 kl. 01:29
Eftir hrun uppfyllir Ísland ekki lengur EES-skilyrðin. Gjaldeyrishöft eru ósamrýmanleg EES-samningnum. Það er vitað að krónan mun alltaf þurfa að búa við gjaldeyrishöft í einhverri mynd.
ESB hefur sýnt okkur biðlund varðandi höftin vegna ESB-umsóknarinnar. Eftir slit viðræðna má búast við kröfu frá ESB um áætlun um afnám hafta með fresti til að uppfylla skilyrðin. Þegar það verður fullreynt að ekki er hægt að uppfylla þau blasir úrsögn úr EES við. Í EES eru engar undanþágur í boði allra síst varðandi fjórfrelsið.
Að slíta aðildarviðræðunum er slíkt óhæfuverk að ekkert kemst nálægt því sögu lýðveldisins. Engar líkur eru á að ESB muni aftur ljá máls á umsókn Íslendinga um langa framtíð. Stjórnmálamenn sem þannig hneppir sína þjóð í fjötra um langa framtíð eru loddarar sem ætti að draga fyrir dóm.
Jónas Kristjánsson hefur lengi kallað Framsókn og Sjálfstæðisflokk bófaflokka. Ef þeir draga ekki þessa tillögu tilbaka er ljóst að það er svo sannarlega réttnefni.
Ásmundur (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 08:51
Bjarni er með yfirformann, sá heitir Davíð, ekki Sigmundur.
Sigurður (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.