Hræddir

NEI sinnar eru hræddir við fólkið í landinu

Þeir eru hræddir við of góðan samning

Þeir eru hræddir við lýðræðið og kjósendur í landinu

hvells


mbl.is Mótmælunum á Austurvelli lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kjaftæði. Ég er ekki hræddur við neitt. Koddu bara ef þú þorir.

Og talandi um hræðslu sumra við lýðræðið þá var ekki leitað lýðræðislegs álits né umboðs þjóðarinnar áður en sótt var um aðild með ólöglegum hætti.

Svo er samningurinn hérna: http://www.evropustofa.is/fileadmin/Content/Publications/PDFs/Lissabon-heildarskjal.pdf

Ég er alls ekki hræddur við hann. Þvert á móti er hann meginástæða andstöðu minnar við aðild að Evrópusambandinu.

En hefur þú lesið hann sjálfur og "kíkt í pakkann"? Þú þarft nefninlega enga þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að gera það strax ef þú ert ekki búinn að því.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2014 kl. 00:17

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú þorir ekki að leggja fullkláraðan samning undir dóm þjóðarinnar

Þú ert hræddur við of góðan samning

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2014 kl. 00:45

3 identicon

Sæll. 

ESB sinnar hafa komist upp með að tala um "samningaviðræður". Ekkert slíkt á sér stað. Það er annað hvort merki um óheiðarleika eða vanþekkingu að tala um samningaviðræður. Hvort er það hjá þér hvells?

Göngum við í ESB eigum við að taka upp reglur og lög þaðan og engar undanþágur fást nema tímabundið eins og Fuhle leiðrétti Össur með fyrir ekki svo löngu síðan. Heyrðuð þið ekkert af því?

Framkoma ESB gagnvart okkur varðandi makrílinn og Icesave ættu að opna augu flestra en gera það greinilega ekki. Hvað ætli valdi?

Hvað áttu svo við með "of góðan samning"? Um fullveldisframsal verður að ræða. Hvað er gott við það? Við munum þurfa að borga með okkur innan ESB. Er það gott?

Þið félagar sem ESB sinnar eigið að vita að ekki er um samningaviðræður að ræða!!! Hvað veldur þessum óheiðarleika?

Helgi (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband